Píratar vilja stimpla fyrir auð atkvæði í kjörklefann Jakob Bjarnar skrifar 7. maí 2022 10:33 Indriði bendir á að kosningar geti ekki verið neitt „sirka“ og hann hefði haldið að Landskjörstjórn vildi hafa þetta í lagi eftir kosningaklúðrið í Norðvesturkjördæmi í síðustu Alþingiskosningum. vísir/vilhelm/aðsend Kosningaeftirlit Pírata hefur að gefnu tilefni óskað eftir því við Landskjörstjórn að teknir verði í gagnið stimplar fyrir þá sem vilja skila auðu. Að ýmsu er að huga vegna kosninga en uppleggið er að þær séu leynilegar. Eins og Vísir greindi frá á í byrjun viku benti glöggur kjósandi á að hljóðið í stimplunum geti hæglega komið upp um hvernig kjósendur nýta sinn atkvæðarétt. Meira mál en gæti virst í fyrstu Kjósendur stimpla tiltekinn staf á kjörseðil sinn – listabókstaf þess framboðs sem viðkomandi vill styðja. Við það myndast hljóð. Ef hins vegar kjósandi ákveður að skila auðu, þá myndast ekkert hljóð og þá má þeim sem fyrir utan kjörklefann eru ljóst vera hvernig viðkomandi kjósandi nýtti sinn atkvæðisrétt. Til þess þarf engan Sherlock Holmes. Indriði Ingi Stefánsson er verkefnisstjóri kosningaeftirlits Pírata og í kjölfar fréttar Vísis hefur hann óskað eftir því við Landskjörstjórn að við þessum vanda verði brugðist. Og lausnin getur reynst einföld. „Í kjölfar fréttar Vísis óskaði ég eftir því við Landskjörstjórn að settir verði auðir stimplar í kjörklefana,“ segir Indriði í samtali við Vísi. Indriði segir reyndar, miðað við fyrri samskipti sín við Landskjörstjórn, að hann sé ekki bjartsýnn á að við þessu verði brugðist fyrir þessar kosningar, en kannski þær næstu. Í fljótu bragði virðist hér um að ræða tittlingaskít en ef að er gáð gæti þetta hæglega reynst skoðanamyndandi. „Já, kjósandinn gæti fundið sig knúinn til að nota stimpilinn. Og þá ertu kannski farinn að velja eitthvað sem þú vilt ekki velja.“ Indriði segir að kosningar geti ekki verið neitt … sirka. „Ef ekki er farið eftir gefinni forskrift er erfitt að hafa traust á ferlinu.“ Klúður í framsetningu getur reynst skoðanamyndandi Indriði hefur staðið í stappi við Landskjörstjórn um reglugerð sem hann segir kveða á um að framboðslistar hangi uppi við á áberandi stað á kjörstað en á því hefur verið misbrestur. Bæði í framkvæmd og framsetningu. Sem megi þá jafnvel meta sem svo að verið sé að gera upp á milli framboða. Indriði segir að Landskjörstjórn hafi móast við þeim ábendingum og hengt sig í orðalagið „alla jafna“. Þetta þykir Indriða skjóta skökku við því hann hefði talið að menn vildu hafa þetta í lagi eftir kosningaklúðrið í Norðvesturkjördæmi í síðustu Alþingiskosningum. „Já, ég upplifði það þannig að þau væru að skjóta sér undan skyldu sinni. En þetta er skýrt. Landskjörstjórn á að útbúa kjörgögn. Það sem þeir virðast hafa gert er að taka beint frá sveitafélögunum listana eins og þeir voru auglýstir og nánast ekkert gert með þá.“ Framboðslistana hefði að mati Indriða þurft að uppfæra, setja þá fram óbrotna milli blaðsíðna í stafrófsröð og hafa aðgengilega á kjörstað. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Stjórnsýsla Píratar Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Innlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Að ýmsu er að huga vegna kosninga en uppleggið er að þær séu leynilegar. Eins og Vísir greindi frá á í byrjun viku benti glöggur kjósandi á að hljóðið í stimplunum geti hæglega komið upp um hvernig kjósendur nýta sinn atkvæðarétt. Meira mál en gæti virst í fyrstu Kjósendur stimpla tiltekinn staf á kjörseðil sinn – listabókstaf þess framboðs sem viðkomandi vill styðja. Við það myndast hljóð. Ef hins vegar kjósandi ákveður að skila auðu, þá myndast ekkert hljóð og þá má þeim sem fyrir utan kjörklefann eru ljóst vera hvernig viðkomandi kjósandi nýtti sinn atkvæðisrétt. Til þess þarf engan Sherlock Holmes. Indriði Ingi Stefánsson er verkefnisstjóri kosningaeftirlits Pírata og í kjölfar fréttar Vísis hefur hann óskað eftir því við Landskjörstjórn að við þessum vanda verði brugðist. Og lausnin getur reynst einföld. „Í kjölfar fréttar Vísis óskaði ég eftir því við Landskjörstjórn að settir verði auðir stimplar í kjörklefana,“ segir Indriði í samtali við Vísi. Indriði segir reyndar, miðað við fyrri samskipti sín við Landskjörstjórn, að hann sé ekki bjartsýnn á að við þessu verði brugðist fyrir þessar kosningar, en kannski þær næstu. Í fljótu bragði virðist hér um að ræða tittlingaskít en ef að er gáð gæti þetta hæglega reynst skoðanamyndandi. „Já, kjósandinn gæti fundið sig knúinn til að nota stimpilinn. Og þá ertu kannski farinn að velja eitthvað sem þú vilt ekki velja.“ Indriði segir að kosningar geti ekki verið neitt … sirka. „Ef ekki er farið eftir gefinni forskrift er erfitt að hafa traust á ferlinu.“ Klúður í framsetningu getur reynst skoðanamyndandi Indriði hefur staðið í stappi við Landskjörstjórn um reglugerð sem hann segir kveða á um að framboðslistar hangi uppi við á áberandi stað á kjörstað en á því hefur verið misbrestur. Bæði í framkvæmd og framsetningu. Sem megi þá jafnvel meta sem svo að verið sé að gera upp á milli framboða. Indriði segir að Landskjörstjórn hafi móast við þeim ábendingum og hengt sig í orðalagið „alla jafna“. Þetta þykir Indriða skjóta skökku við því hann hefði talið að menn vildu hafa þetta í lagi eftir kosningaklúðrið í Norðvesturkjördæmi í síðustu Alþingiskosningum. „Já, ég upplifði það þannig að þau væru að skjóta sér undan skyldu sinni. En þetta er skýrt. Landskjörstjórn á að útbúa kjörgögn. Það sem þeir virðast hafa gert er að taka beint frá sveitafélögunum listana eins og þeir voru auglýstir og nánast ekkert gert með þá.“ Framboðslistana hefði að mati Indriða þurft að uppfæra, setja þá fram óbrotna milli blaðsíðna í stafrófsröð og hafa aðgengilega á kjörstað.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Stjórnsýsla Píratar Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Innlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira