Ofbeldi og illska í skjóli andlegrar vinnu Sunna Valgerðardóttir skrifar 10. maí 2022 07:01 Heilbrigðisverkfræðingurinn og jógakennarinn Áróra Helgadóttir var að jafna sig eftir kulnun fyrir tæpum tveimur árum þegar henni bauðst húsnæði rétt fyrir utan borgarmörkin þar sem hún gat búið og haldið jógatíma. Þar upplifði hún skelfilega hluti. vísir/vilhelm Kompás ræddi við fjölda fólks sem hefur orðið fyrir ofbeldi, svikum og misbeitingu í andlega heiminum við það eitt að reyna að leita sér aðstoðar í góðri trú. Fyrir örfáum árum þóttu fyrirbæri eins og kakóseremóníur, tantra heilun og sjamanismi heldur óvenjuleg áhugasvið. En í dag þykir þetta nánast sjálfsagt. Flest viljum við reyna að dýpka innsæið, sitja betur í sjálfum okkur og stíga inn í óttann. En í andlega heiminum, sem á að vera svo blíður og fullur af kærleika, þrífst líka siðblint og skaðlegt fólk í valdastöðum sem þvingar ranghugmyndum sínum upp á fólk í leit að leiðsögn. Jógahópur eða sértrúarsöfnuður? „Jógahreyfingar geta margar verið með kjarnahóp sem hafa ýmiss sértrúareinkenni á alþjóðavísu. Með gúrú, lærisveina sem skipta um nafn, klæðaburð og mataræði. Hóparnir eru með ákveðna hugmyndafræði sem allir sameinast um, hvers eðlis heimurinn er,“ segir Bjarni Randver Sigurvinsson trúarbragðafræðingur. „Þegar fólk er búið að vígjast inn í slíkan hóp þá er mjög auðvelt að færa rök fyrir því, á forsendum trúarbragðafélagsfræði, að þar sé um að ræða formgerð sértrúarhóps.“ Vísir/Adelina Um allan heim spretta ítrekað upp hinir og þessir hópar sem byggja á jógafræðum eða austrænni heimspeki og fræðimenn skilgreina sem sértrúarsöfnuð, eða költ. Uppbyggingin er á margan hátt svipuð og hjá kristnu sértrúarsöfnuðum sem við fjölluðum áður um í Kompás. Það er valdamikill kennari, mikil stjórnun og ekkert pláss fyrir gagnrýna hugsun. Siðblindir menn í sjálfskipuðum heilagleika Fjölmargir ofbeldisfullir trúarleiðtogar hafa vakið heimsathygli fyrir ódæði sín. Yogagúruinn Osho notaði kynlíf, ofbeldi og kúgun til að halda fylgjendum sínum hliðhollum sér. Hot Yoga gúrúinn Bikram Choudhuri var með þúsundir fylgjenda og aðdáendur um allan heim. Hann er nú á flótta í Mexíkó eftir fjölda ákæra um kynferðisofbeldi og fjársvik. Japanski sértrúarsöfnuðurinn Aum Shinrikyo var um tíma með tugi þúsunda fylgjenda. Þau frömdu fjöldamorð þar sem 13 manns létu lífið og hátt í 6.000 þurftu læknisaðstoð eftir árás safnaðarmeðlima með saríngasi. Shoko Asahara, leiðtogi japanska sértrúarsafnaðarins Aum Shinrikyo.Vísir/AFP „Trúin getur skipt máli, sannarlega,“ segir Bjarni. „En það er annað sem skiptir meira máli, að mati þeirra sem hafa verið að rannsaka svona hreyfingar og sérstaklega hreyfingar sem hafa verið gagnrýndar fyrir svokallaðan heilaþvott.“ „Meginástæðan fyrir því að fólk gengur til liðs við trúarhreyfingar eru félagstengslin.“ Verkfræðingurinn sem þurfti að skipta um gír „Ég upplifði eins og að ég væri búin að gangast við einhverjum hugmyndakerfum samfélagsins, um eitthvað sem ætti að vera rétt, en svo opnast eitthvað annað sem gæti verið rétt. Ég hef aldrei séð þetta áður og það er eins og allt annað sé ekki satt. Sé ekki raunverulegt, allt ímyndun. Þetta er svo skrítið ferli,“ segir heilbrigðisverkfræðingurinn og jógakennarinn Áróra Helgadóttir. Hún var að jafna sig eftir kulnun fyrir tæpum tveimur árum síðan þegar henni bauðst húsnæði rétt fyrir utan borgarmörkin þar sem hún gat búið og haldið jógatíma. „Það var mikil andleg vinna í boði á þessum stað og þangað komu fleiri sem langaði að skapa einhvers konar samfélag sem væri valmöguleiki fyrir fólk sem væri ekki að finna sig inn í samfélaginu.” Loksins var hún komin í hóp þar sem fólk þorði að berskjalda sig. „Það sér mann, gefur sér meiri tíma til að hlusta, horfa eða faðma. Loksins fékk ég langt og gott faðmlag en ekki bara klapp á bakið eða kollinn. Það var svo margt sem er svo dásamlegt.” „Smám saman jókst áherslan á að þau sem vildu búa á landareigninni þyrftu að verða hluti af dýnamíkinni og leggja sitt að mörkum. Mér brá alveg svolítið þar og var sömuleiðis í ástarsambandi með manni sem var partur af þessu samfélagi.“ Maðurinn sagðist hafa áratugareynslu í andlegri kynlífsvinnu. „Það var enginn á staðnum sem var beint leiðbeinandinn. Það var enginn með reynsluna, enginn sem var í raun fullorðinn.“ „Svo áttaði ég mig allt í einu á því að það var verið að beita massívu ofbeldi þarna.“ „Ég upplifi versta ofbeldið í sambandinu við þennan mann. Hann er með mjög stórt skap og varð stundum mjög reiður, eitthvað sem ég varð mjög hrædd við, en á sama tíma vildi ég ekki alltaf hlaupa burt. Það var rosalega mikið lovebombing í þessu sambandi.“ Gaslýst og kærleikskæfð svo hún hætti að treysta eigin dómgreind Lovebombing, sem má útfæra á íslensku sem kærleikskæfing, er enn eitt rauða flaggið. Gerandinn sýnir öfgakennda umhyggju, notar yfirdrifin jákvæð orð og orðasambönd, hrósar mikið, gefur dýrar gjafir, sýnir óeðlilega mikinn áhuga og setur viðfang sitt á stall. Þetta er gert til að byggja upp óverðskuldað traust svo það sé auðveldara að stýra þolandanum og komast upp með ofbeldi seinna meir. „Það voru einhverjir sem vissu af hans reiði og héldu sig í fjarlægð. Og ég upplifði eins og mér væri ýtt að honum. Eins og það væri eitthvað ákveðið mission um að hjálpa honum,“ segir Áróra. „Á einhverjum tímapunkti fattaði ég að það væri verið að ýta mér að honum því ég náði svo vel til hans.“ Hún segir það eina verstu tilfinningu í heimi að finna allt í einu að hún var hætt að treysta eigin dómgreind. „Svo varð ákveðin hópgaslýsing sem snerist um að ég væri bara ekki nógu vöknuð.“ „Hann sat svo vel í sér og var svo ofboðslega staðfastur í sinni trú og sínu sjónarhorni, sem er bara önnur lýsing á því að hann er þrjóskur og hrokafullur. Þannig að hann náði oft að stýra orðræðunni og fá aðra í lið með sér. Svo var ég líka farin að gaslýsa sjálfa mig og sannfæra aðra um hvað ég væri slæm og hrikaleg og eigi allt vont skilið. Og hvað hann væri góður. Þetta er svo klikkað. Henti húsgagni og hótaði að drepa sig Eitt kvöldið hafði maðurinn gengið berserksgang í marga klukkutíma og endaði á að henda húsgagni á Áróru. Hún varð svo hrædd að hún flúði yfir til forstöðukonunnar, sem hleypti henni inn til sín en eyddi svo allri nóttinni frammi með manninum að hugga hann og vorkenna honum. Þá áttaði Áróra sig fyrst á því að hún væri bara þarna sem einhvers konar verkfæri til að hjálpa þessum manni í óleysanlegu verkefni. Sem var að meiða hana. „Þar sem ég lá, blá og marin, í áfalli inni í herbergi hjá henni.“ „Yfirleitt þegar hann reiddist fraus ég bara, fór inn á við og reyndi að vera meðvituð um ást og kærleika og sannfærði mig um að hann kæmist í gegn um reiðina. Ég var hætt að reyna að fara, því þá hótaði hann að drepa sig.“ Og í stað þess að hjálpa Áróru út úr ofbeldinu, hrósaði forstöðukonan henni sífellt fyrir sambandið. „Hún var alltaf að segja við mig að ég og hann þekktum ástina svo vel og að hún hefði svo mikið að læra af okkur. Það var svolítið orðræðan: Að hrósa þessu ofbeldissambandi og hvað ég væri hörð af mér að láta ofbeldi yfir mig ganga.“ Hafði ekkert fram að færa nema líkama sinn til kynlífs Áróra verður veikari og veikari. Taugakerfið hennar var hrunið og tengslin við raunveruleikan nánast rofin. „Reisnin mín hverfur, ég verð einskis virði, er ótrúlega brotin og það er bara skipt á milli gaslýsingar, lovebombing og allskonar ofbeldi sem er mjög ruglandi. Og ekki bara frá einum heldur stærra samhengi. „Ég var algjörlega niðurbrotin og hafði ekkert fram að færa nema líkama minn til kynlífs. Og mér fannst ég heppin að eiga þetta fólk að.“ Rauðu flöggin alltumlykjandi Við höfum flest heyrt talað um rauð flögg í tengslum við #metoo umræðuna undanfarin ár. Dæmi um rauð flögg eru ósanngjörn gagnrýni, stjórnsemi, narsisissmi, gaslýsing, drama, ógnarstjórn, afbrýðisemi, ógnandi hegðun, ítrekaðar rökræður, smámunasemi, einræður, skortur á sjálfsgagnrýni - svo fátt eitt sé nefnt. Þegar Áróra lítur til baka sér hún að hún treysti ekki innsæi sínu nægilega vel til að taka mark á öllum rauðu flöggin sem komu til hennar varðandi manninn og staðinn allan. Allt í einu var hún búin að missa fótana og tengsl hennar við raunveruleikann tóku að rofna. „Þetta var ekki einhver andleg vinna, þetta var ofbeldi.“ „Það er svo klikkað hvað maður getur sannfært sig um að eitthvað sé í lagi undir yfirskriftinni að það sé einhver sjálfsvinna eða skuggavinna í gangi. Ég bara vissi ekki að fólk gæti verið með svona illan ásetning. Og ég hélt að við værum öll í einlægni að vinna í okkar eigin skít. En nei, það var einn að misnota þá vinnu og nota hana sem stjórnunartæki.“ Var þögguð niður af andlegum kennurum Þröskuldurinn gagnvart ofbeldi og allri misbeitingu valds er í dag mjög lágur, það er margt sem má ekki lengur. En það virðast gilda aðra reglur um það sem á sér stað í andlega heiminum, hvað má og hvað má ekki, og ef þú segir nei, þá ertu kannski bara að lifa í ótta og ert ekki nógu vakandi. Anna Katrín hefur orðið fyrir fleiri áföllum en flest okkar og er sífellt að leita leiða til að vinna úr þeim. Sumar hafa reynst henni vel, aðrar hafa beinlínis skaðað hana. Hún hefur lent í slæmri reynslu oftar en einu sinni þegar kemur að andlegri heilun. „Mér fannst það áhugavert út frá því að ég hef talað opinberlega um alls konar ofbeldi, en þegar kemur að ofbeldi í andlega heiminum, þá er rosa mikil þöggunarmenning,“ segir hún. „Ég upplifði það mjög mikið að það mætti ekki dæma, það má ekki setja út á. Og ef ég sagði: Þetta er ekki í lagi, þá var ég þögguð niður.“ Vísir/Arnar Hún gagnrýnir úrræðaleysi kerfisins þegar kemur að óhefðbundnum lækningum. „Svo þorirðu ekki að segja frá því að fara til heilara er ekki viðurkennt eins og að fara til sálfræðings. Þannig að ef ég hefði lent í þessu hjá sálfræðingi, þá gæti ég tilkynnt það. En ég get ekki tilkynnt þetta í þessu tilviki.“ „Mér finnst kominn tími til að hafa hátt um ofbeldið í andlega heiminum.“ Síkópati og stjörnuspekingur sem skilur Hitler Fyrir nokkrum mánuðum fór hún ásamt vinkonum sínum til stjörnuspekings sem hún hafði kynnst á námskeiði. „Þetta átti bara að verða skemmtileg stund. Og fá stjörnuspeking til að lesa fyrir okkur. En það varð ekki svo,“ segir Anna Katrín og glottir. Stjörnuspekingurinn lét þær stöllur fá myndbandsupptöku af samkomunni eftir á, eins og tíðkast meðal annars hjá miðlum eftir fundi. Hann fer þar um víðan völl og segir þeim meðal annars frá reynslu sinni af ofskynjunarlyfjum á Tælandi. „Þar fór ég í gegn um ég veit ekki hvað mörg fyrri líf. Þar var ég algjörlega full blown fokking síkópati í mörgum þeirra. Algjör siðblinda bara. Nauðgaði og drap. Og meira að segja í einu lífinu var ég einhver tantra-snillingur. Algjörlega fokking siðblindur. Ég spilaði á kynorkuna bara eins og hljóðfæri,“ segir hann. Síðan, einhverra hluta vegna, finnst honum ástæða til að segja þeim frá því að hann skilji Hitler og hans ódæði í seinni heimsstyrjöldinni. „Ég dæmi ekki Hitler. Ég dæmi ekki nasistana fyrir að drepa börn og allt þetta fokk. Því ef mér væri ýtt nógu fokking langt. Ég er alveg fær um að gera það í dag. En ég veit það í þessu lífi að it’s not what I’m going to do. Ég veit það bara. Það er síkópati inní mér.“ Meiddi hana þar sem hún var viðkvæmust fyrir Stjörnuspekingurinn varð sérlega grimmur við Önnu Katrínu þegar hann gaf henni persónulegan lestur upp úr stjörnukortinu hennar. „Þú ert fullblown fokking narsissisti. Elskan mín, þú ert svo hrokafull og upptekin af sjálfri þér. En ég meina þetta í bestu mögulegu orku og ég get. Af því að ef þú lokar á það þá lokarðu á litrófið,“ segir hann. „Þú þarft að horfast í augu við það sem þú óttast mest. Það er að þú ert narsisissti. Það er að þú ert alveg eins og mamma þín og pabbi þinn.“ Anna Katrín hefur lent í narsissistum og síkópötum. „Og þetta eru mín dýpstu sár, sem ég er ennþá að græða. Og þegar ég fæ þetta þá bara brotna ég niður og fer að gráta. Og hann hættir ekki þá.“ Hún hefur áður opnað sig um fortíð sína, áföllin og þá ákvörðun sína að slíta á öll samskipti við foreldra sína. Það er allt aðgengilegt á netinu. „Mamma þín og pabbi elska þig svo mikið sem sálir að þau voru tilbúin til að fara í gegn um ógeðið, skemma þig, meiða þig og særa þig svo mikið og þú þarft að taka allt sem þú mögulega getur til að takast á við þetta.“ Það sést á upptökunni að Anna Katrín grætur. „Hann náði til mín,“ segir Anna Katrín. „Af því að ég bara einhvern veginn treysti honum. Þetta er stórhættulegt. Þetta hefði getað endað mjög illa fyrir mig. Það sýnir líka hversu alvarlega maður þarf að hafa varnirnar uppi og sjá rauðu flöggin.“ „Allur skalinn sem getur gerst“ Anna Katrín er ein þeirra sem hefur leitað til Tönyu Lindar, völvu og heilara á Stokkseyri. Tanya er alin upp í andlegum fræðum og hefur verið mjög gagnrýnin á samfélagsmiðlum að undanförnu þar sem hún bendir á að ýmislegt sé rotið í hinum andlega heimi og ofbeldið víða. „Margir skammast sín og líður eins og að hafa gabbast út í aðstæður þar sem er verið að beita beita ofbeldi, hvort sem það er andlegt, líkamlegt, fjárhagslegt eða kynferðislegt. Þetta er allur skalinn sem getur gerst. En það fyrsta sem fólk talar við mig um er að það hafi upplifað að það sé farið yfir mörkin þeirra á kynferðislegan hátt,“ segir Tanya. Vísir/Arnar Skrauthólar, andlegt setur við Esjurætur, hefur hýst fjöldann allan af viðburðum síðustu ár og hafa margir lagt leið sína þangað til að víkka sjóndeildarhringinn. Staðurinn hefur verið töluvert til umfjöllunar í fjölmiðlum og þá hefur gagnrýnin oftast snúist að kynferðislegum viðburðum og erlendum gestakennurum með vafasöm lífsviðhorf. Undanfarið hafa nágrannaerjur á Skrauthólum þróast út í bölvanir, afhausanir hesta og dularfulla níðstöng sem enginn viðurkennir að hafa reist. Ástæðurnar eru þó nokkrar, en ásakanir ganga nú á víxl á samfélagsmiðlum á milli Tönyu og Lindu Mjallar Stefánsdóttur, forstöðukonu Skrauthóla, og það er ekki laust við að þessi litli andlegi heimur landsins titri nú sem aldrei fyrr. Vísir/Arnar „Það er kallað andlegt setur, innan gæsalappa,“ segir Tanya. „Þar sem mikið af þessum viðburðum er að gerast, þetta Neo-Tantra. Þetta sem er að gerast núna. Lýsingin á þeirra tantra-kvöldi er að hita upp kókosolíu, smyrja henni á allan líkamann, að allir mundu liggja í tantra-love-orgy. Það kemur fram í lýsingunni að maður verður að fara í kynsjúkdómaprufu fyrir, klippa á sér neglurnar, fara í bað. Þannig að það er verið að ýja að því að það verður fingur og limur settur á vissa staði.“ „Kallaðu orgíu bara orgíu. Það er enginn að fara að dæma þig fyrir að lifa frjálsu kynlífi.“ Börn, ofskynjunarefni og erótík Það sem vakti hvað mesta athygli á dögunum var viðburður á vegum Skrauthóla þar sem fólk var hvatt til mæta með börnin. Og ekki bætti úr skák að kennarinn, erlend kona, hafði nýlega viðrað þá skoðun sína að barnagirnd væri mögulega bara ein tegund heilbrigðar ástar. „Þetta á að vera fjölskylduviðburður og börnum var boðið með þar sem það var verið að fara í gegn um mismunandi tegund af rómantík, nánd og erótík,“ segir Tanya. „Svo stóð að það verði drukkinn heilagur drykkur og mynd af svepp. Og svo kakó.“ „Þetta er allt sett undir sama hatt: Börn, erótík, sveppir og kakó.“ Hún lét lögregluna vita af viðburðinum og segist vita til þess að fleiri hafi gert það. Flestir viðburðirnir á Skrauthólum eru þó ætlaðir fullorðnum. „Ég hef fengið lýsingu á því að tvær vinkonur eru að koma við hvora aðra að neðan og jafnvel að fara með fingurna innvortis. Og það tók nokkra daga fyrir þær báðar að finna þessa köldu tusku í andlitið sem hefur gerst fyrir þær. Og að leita hjálpar hefur reynst þeim erfitt líka,“ segir Tanya. „Það er svo erfitt að segja nei. Og leiðbeinendurnir nota lovebombing, og öll lykilorðin.“ „Ást, ljós, frelsi, þú ert bara í ótta, egóið þitt er fyrir, þú ert örugg hér. Þetta er svo mikil gaslýsing.“ Skildi fólk á ofskynjunarlyfjum eftir aleitt og ælandi í myrkrinu Stundum eru náttúruleg hugbreytandi efni tekin með inn í athafnirnar. Það eru efni eins og ayahuasca, ofskynjunarsveppir og froskaeitur og eru töluvert mikið notuð til að dýpka heilunina í andlegri vinnu. Þetta eru þekkt og ævaforn meðul sem eiga rætur sínar í menningu frumbyggja Suður Ameríku. En þau eru mjög varasöm og í höndum óreyndra leiðbeinanda geta þau valdið óafturkræfum skaða hjá þeim sem nota þau. Við vitum um mjög nýlegt dæmi hér á landi, þar sem leiðbeinandinn, bandarísk kona, ætlaði sér að sinna stórum hópi á ofskynjunarefnum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Hún tók sjálf inn efnin en brást síðan algjörlega í utanumhaldi og skildi fólk eftir aleitt í myrkrinu, dauðhrætt, ælandi og fárveikt. Útskýring kennarans eftir á var að alheimurinn hafi látið þetta gerast og að þetta hafi bara átt að fara svona. Þetta kallast spiritual bypass, eða andleg afsökun, og er töluvert mikið notuð af vanhæfum andlegum leiðtogum. Endaði í ofbeldissambandi með kakókennara Selma Kröyer gat engan veginn vitað að ein kakóhelgi mundi enda með ofbeldissambandi og áföllum. Hún var þá búin að vera edrú í nokkur ár og hafði góða reynslu af hugleiðsluhringjum og kakóathöfnum. Seremóníukakó er hreint og ósætt, unnið úr risavöxnum fræjum kakóplöntunnar. Það inniheldur mikið magnesíum, er ríkt af andoxunarefnum, er örvandi, eykur blóðflæði og hjartslátt. Kakóathafnir hefjast á kyrrðarstund þar sem kakóið er drukkið í sameiningu og síðar tekur hugleiðsla eða önnur andleg iðkun við. Vísir/Arnar „Það var farið í náttúruferðir, rosa mikið verið að drekka kakó, borða veganmat, jóga, hugleiðslur og svo átti maður að standa upp fyrir framan alla og segja frá einhverju djúpu leyndarmáli.“ „Þetta er ekki öruggt umhverfi. Það er enginn þarna sem er hæfur til að grípa þig eða hjálpa þér í gegn um þetta.“ Ofbeldisfullt kynlíf og ítrekuð stjórnun „Leiðbeinendurnir voru bara tveir einstaklingar sem voru að setja sig í sæti leiðbeinanda og allir áttu að sækjast í að fylgja þeirra lífsstefnu. Það fannst mér svolítið hættulegt af því að þau eru í valdastöðu,“ segir Selma. Leiðbeinendurnir voru par, karl og kona. Bróðir konunnar var að taka þátt í námskeiðinu og sýndi hann Selmu strax mikla athygli. Þau kysstust og vörðu tíma saman alla helgina. Vísir/Arnar „Maður er alveg sjúklega eftir sig eftir þetta, búin að opna á allskonar og ég lagðist bara upp í rúm og grenjaði. Þetta ruglaði alveg í kerfinu manns.“ Bróðirinn hafði samband um leið og heim var komið. Hún þorði ekki öðru en að fara til hans þegar hann falaðist eftir kynlífi. „Það var rosalega ofbeldisfullt og rosa mikið hann að láta mig gera það sem hann vill og ganga yfir allskonar mörk. Svo erum við vinir í einhverja mánuði eftir þetta og ég þorði aldrei að segja nei við hann, þorði aldrei að setja nein mörk.“ Hann hélt kakóseremóníur hingað og þangað, sem Selma hjálpaði honum oft við að undirbúa. Smám saman reyndi hann að ná stjórn á nær öllu lífi hennar. Hún náði loks að losna frá honum, en frétti áfram af honum frá öðrum sem sóttu kakó-námskeiðin til hans. „Það hræddi mig svo sjúklega mikið að þessi gæi væri með aðgang að öllu þessu fólki. Sem ég frétti líka að hann væri að veiða úr 12 spora samtökum.“ Kynntist kakókennaranum í 12 spora samtökum Kolbeinn Sævarsson hefur slæma reynslu af sama manni. Hann á erfiða sögu að baki og byrjaði ungur að deyfa sig með efnum. Þegar að hætti að virka leitaði hann annarra lausna. „Allskonar samkomur, hugleiðsluhópa, 12 spora samtök, sálfræðinga, geðlækna, þerapista, presta.“ Og svo kakó-retreat. Kolbeinn sótti sams konar námskeið og Selma, hjá sama manni, sem hann hafði líka kynnst í 12 spora samtökum. Vísir/Arnar „Ef maður nennir að hafa smá fyrir þessu þá er ekkert erfitt að koma með svona hugmyndafræði. Þetta er allt á netinu, Youtube, Tiktok og því öllum,“ bendir hann réttilega á. „Það er mjög hættulegt að sölsa undir sig svona hóp, við vorum um tuttugu manns, mikið til nýkomnir úr meðferð og margir með geðræn vandamál.“ „Þetta minnti mig á neysluumhverfi. Þetta var bara sjúkt.“ Kolbeinn reyndi að benda manninum á að þarna væri eitthvað ekki eins og það ætti að vera, en hann tók ekki vel í það. „Hann sagði bara: Hvað ert þú að væla? Það eru hérna 19 einstaklingar sem fannst þetta allt í lagi. Svo er þú bara eitthvað að væla,“ segir hann. „Þeir sjá náttúrulega bara þjáninguna hjá fólki og að þeir geti grætt á því. Annað hvort fjárhagslega eða með því að drottna yfir öðrum.“ „Ef þú ert klár og ert siðblindur, þá er þetta bara mjög auðvelt. Að setja upp eitthvað leikrit, einhvern front, og vera sjarmerandi. Og fólk kaupir þetta oftast.“ Eftirlitslaus en risavaxinn andlegur iðnaður Þær heilunaraðferðir hefur Kompás hefur hér farið yfir eru hluti af rótgróinni menningu víða um heim og vinsældir þeirra aukast sífellt. Andlega samfélagið hefur vaxið hratt undanfarin ár og eftirlitið er ekkert. Hver sem er getur í raun þóst vera hæfur leiðbeinandi, auglýst andlegan viðburð og tekið við peningum af fólki sem mætir í góðri trú og þarf bara að vona það besta. En meðvitundin um hegðun vanhæfra kennara hefur að sama skapi aukist í takt við opnun umræðu um ofbeldi og misbeitingu valds í samfélaginu og heiminum öllum. Enn er þó langt í land og við höfum einungis náð að skanna hluta yfirborðsins af þessum dimmari hliðum andlega veruleikans á Íslandi þar sem skaðlegt fólk skreytir sig með stolnum fjöðrum og beitir ofbeldi í nafni kærleika, umburðarlyndis og frelsis. Vísir/Arnar Kompás Trúmál Jóga Tengdar fréttir Flúðu trúarofbeldi í sértrúarsöfnuðum á Íslandi Mörg þúsund Íslendingar hafa tilheyrt sértrúarsöfnuðum. Ein sterkustu einkenni hópanna eru strangt skipulag, mikið kennivald og félagslegt taumhald sem er vaktað af valdamiklum leiðtoga. Fólk sem hættir í söfnuðunum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvölina og mörg hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi. Í Kompás köfum við ofan í hugtakið trúarofbeldi og ræðum við fyrrverandi meðlimi sértrúarsafnaða. 8. mars 2022 07:01 Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Innlent Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Innlent Fleiri fréttir Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Sjá meira
Fyrir örfáum árum þóttu fyrirbæri eins og kakóseremóníur, tantra heilun og sjamanismi heldur óvenjuleg áhugasvið. En í dag þykir þetta nánast sjálfsagt. Flest viljum við reyna að dýpka innsæið, sitja betur í sjálfum okkur og stíga inn í óttann. En í andlega heiminum, sem á að vera svo blíður og fullur af kærleika, þrífst líka siðblint og skaðlegt fólk í valdastöðum sem þvingar ranghugmyndum sínum upp á fólk í leit að leiðsögn. Jógahópur eða sértrúarsöfnuður? „Jógahreyfingar geta margar verið með kjarnahóp sem hafa ýmiss sértrúareinkenni á alþjóðavísu. Með gúrú, lærisveina sem skipta um nafn, klæðaburð og mataræði. Hóparnir eru með ákveðna hugmyndafræði sem allir sameinast um, hvers eðlis heimurinn er,“ segir Bjarni Randver Sigurvinsson trúarbragðafræðingur. „Þegar fólk er búið að vígjast inn í slíkan hóp þá er mjög auðvelt að færa rök fyrir því, á forsendum trúarbragðafélagsfræði, að þar sé um að ræða formgerð sértrúarhóps.“ Vísir/Adelina Um allan heim spretta ítrekað upp hinir og þessir hópar sem byggja á jógafræðum eða austrænni heimspeki og fræðimenn skilgreina sem sértrúarsöfnuð, eða költ. Uppbyggingin er á margan hátt svipuð og hjá kristnu sértrúarsöfnuðum sem við fjölluðum áður um í Kompás. Það er valdamikill kennari, mikil stjórnun og ekkert pláss fyrir gagnrýna hugsun. Siðblindir menn í sjálfskipuðum heilagleika Fjölmargir ofbeldisfullir trúarleiðtogar hafa vakið heimsathygli fyrir ódæði sín. Yogagúruinn Osho notaði kynlíf, ofbeldi og kúgun til að halda fylgjendum sínum hliðhollum sér. Hot Yoga gúrúinn Bikram Choudhuri var með þúsundir fylgjenda og aðdáendur um allan heim. Hann er nú á flótta í Mexíkó eftir fjölda ákæra um kynferðisofbeldi og fjársvik. Japanski sértrúarsöfnuðurinn Aum Shinrikyo var um tíma með tugi þúsunda fylgjenda. Þau frömdu fjöldamorð þar sem 13 manns létu lífið og hátt í 6.000 þurftu læknisaðstoð eftir árás safnaðarmeðlima með saríngasi. Shoko Asahara, leiðtogi japanska sértrúarsafnaðarins Aum Shinrikyo.Vísir/AFP „Trúin getur skipt máli, sannarlega,“ segir Bjarni. „En það er annað sem skiptir meira máli, að mati þeirra sem hafa verið að rannsaka svona hreyfingar og sérstaklega hreyfingar sem hafa verið gagnrýndar fyrir svokallaðan heilaþvott.“ „Meginástæðan fyrir því að fólk gengur til liðs við trúarhreyfingar eru félagstengslin.“ Verkfræðingurinn sem þurfti að skipta um gír „Ég upplifði eins og að ég væri búin að gangast við einhverjum hugmyndakerfum samfélagsins, um eitthvað sem ætti að vera rétt, en svo opnast eitthvað annað sem gæti verið rétt. Ég hef aldrei séð þetta áður og það er eins og allt annað sé ekki satt. Sé ekki raunverulegt, allt ímyndun. Þetta er svo skrítið ferli,“ segir heilbrigðisverkfræðingurinn og jógakennarinn Áróra Helgadóttir. Hún var að jafna sig eftir kulnun fyrir tæpum tveimur árum síðan þegar henni bauðst húsnæði rétt fyrir utan borgarmörkin þar sem hún gat búið og haldið jógatíma. „Það var mikil andleg vinna í boði á þessum stað og þangað komu fleiri sem langaði að skapa einhvers konar samfélag sem væri valmöguleiki fyrir fólk sem væri ekki að finna sig inn í samfélaginu.” Loksins var hún komin í hóp þar sem fólk þorði að berskjalda sig. „Það sér mann, gefur sér meiri tíma til að hlusta, horfa eða faðma. Loksins fékk ég langt og gott faðmlag en ekki bara klapp á bakið eða kollinn. Það var svo margt sem er svo dásamlegt.” „Smám saman jókst áherslan á að þau sem vildu búa á landareigninni þyrftu að verða hluti af dýnamíkinni og leggja sitt að mörkum. Mér brá alveg svolítið þar og var sömuleiðis í ástarsambandi með manni sem var partur af þessu samfélagi.“ Maðurinn sagðist hafa áratugareynslu í andlegri kynlífsvinnu. „Það var enginn á staðnum sem var beint leiðbeinandinn. Það var enginn með reynsluna, enginn sem var í raun fullorðinn.“ „Svo áttaði ég mig allt í einu á því að það var verið að beita massívu ofbeldi þarna.“ „Ég upplifi versta ofbeldið í sambandinu við þennan mann. Hann er með mjög stórt skap og varð stundum mjög reiður, eitthvað sem ég varð mjög hrædd við, en á sama tíma vildi ég ekki alltaf hlaupa burt. Það var rosalega mikið lovebombing í þessu sambandi.“ Gaslýst og kærleikskæfð svo hún hætti að treysta eigin dómgreind Lovebombing, sem má útfæra á íslensku sem kærleikskæfing, er enn eitt rauða flaggið. Gerandinn sýnir öfgakennda umhyggju, notar yfirdrifin jákvæð orð og orðasambönd, hrósar mikið, gefur dýrar gjafir, sýnir óeðlilega mikinn áhuga og setur viðfang sitt á stall. Þetta er gert til að byggja upp óverðskuldað traust svo það sé auðveldara að stýra þolandanum og komast upp með ofbeldi seinna meir. „Það voru einhverjir sem vissu af hans reiði og héldu sig í fjarlægð. Og ég upplifði eins og mér væri ýtt að honum. Eins og það væri eitthvað ákveðið mission um að hjálpa honum,“ segir Áróra. „Á einhverjum tímapunkti fattaði ég að það væri verið að ýta mér að honum því ég náði svo vel til hans.“ Hún segir það eina verstu tilfinningu í heimi að finna allt í einu að hún var hætt að treysta eigin dómgreind. „Svo varð ákveðin hópgaslýsing sem snerist um að ég væri bara ekki nógu vöknuð.“ „Hann sat svo vel í sér og var svo ofboðslega staðfastur í sinni trú og sínu sjónarhorni, sem er bara önnur lýsing á því að hann er þrjóskur og hrokafullur. Þannig að hann náði oft að stýra orðræðunni og fá aðra í lið með sér. Svo var ég líka farin að gaslýsa sjálfa mig og sannfæra aðra um hvað ég væri slæm og hrikaleg og eigi allt vont skilið. Og hvað hann væri góður. Þetta er svo klikkað. Henti húsgagni og hótaði að drepa sig Eitt kvöldið hafði maðurinn gengið berserksgang í marga klukkutíma og endaði á að henda húsgagni á Áróru. Hún varð svo hrædd að hún flúði yfir til forstöðukonunnar, sem hleypti henni inn til sín en eyddi svo allri nóttinni frammi með manninum að hugga hann og vorkenna honum. Þá áttaði Áróra sig fyrst á því að hún væri bara þarna sem einhvers konar verkfæri til að hjálpa þessum manni í óleysanlegu verkefni. Sem var að meiða hana. „Þar sem ég lá, blá og marin, í áfalli inni í herbergi hjá henni.“ „Yfirleitt þegar hann reiddist fraus ég bara, fór inn á við og reyndi að vera meðvituð um ást og kærleika og sannfærði mig um að hann kæmist í gegn um reiðina. Ég var hætt að reyna að fara, því þá hótaði hann að drepa sig.“ Og í stað þess að hjálpa Áróru út úr ofbeldinu, hrósaði forstöðukonan henni sífellt fyrir sambandið. „Hún var alltaf að segja við mig að ég og hann þekktum ástina svo vel og að hún hefði svo mikið að læra af okkur. Það var svolítið orðræðan: Að hrósa þessu ofbeldissambandi og hvað ég væri hörð af mér að láta ofbeldi yfir mig ganga.“ Hafði ekkert fram að færa nema líkama sinn til kynlífs Áróra verður veikari og veikari. Taugakerfið hennar var hrunið og tengslin við raunveruleikan nánast rofin. „Reisnin mín hverfur, ég verð einskis virði, er ótrúlega brotin og það er bara skipt á milli gaslýsingar, lovebombing og allskonar ofbeldi sem er mjög ruglandi. Og ekki bara frá einum heldur stærra samhengi. „Ég var algjörlega niðurbrotin og hafði ekkert fram að færa nema líkama minn til kynlífs. Og mér fannst ég heppin að eiga þetta fólk að.“ Rauðu flöggin alltumlykjandi Við höfum flest heyrt talað um rauð flögg í tengslum við #metoo umræðuna undanfarin ár. Dæmi um rauð flögg eru ósanngjörn gagnrýni, stjórnsemi, narsisissmi, gaslýsing, drama, ógnarstjórn, afbrýðisemi, ógnandi hegðun, ítrekaðar rökræður, smámunasemi, einræður, skortur á sjálfsgagnrýni - svo fátt eitt sé nefnt. Þegar Áróra lítur til baka sér hún að hún treysti ekki innsæi sínu nægilega vel til að taka mark á öllum rauðu flöggin sem komu til hennar varðandi manninn og staðinn allan. Allt í einu var hún búin að missa fótana og tengsl hennar við raunveruleikann tóku að rofna. „Þetta var ekki einhver andleg vinna, þetta var ofbeldi.“ „Það er svo klikkað hvað maður getur sannfært sig um að eitthvað sé í lagi undir yfirskriftinni að það sé einhver sjálfsvinna eða skuggavinna í gangi. Ég bara vissi ekki að fólk gæti verið með svona illan ásetning. Og ég hélt að við værum öll í einlægni að vinna í okkar eigin skít. En nei, það var einn að misnota þá vinnu og nota hana sem stjórnunartæki.“ Var þögguð niður af andlegum kennurum Þröskuldurinn gagnvart ofbeldi og allri misbeitingu valds er í dag mjög lágur, það er margt sem má ekki lengur. En það virðast gilda aðra reglur um það sem á sér stað í andlega heiminum, hvað má og hvað má ekki, og ef þú segir nei, þá ertu kannski bara að lifa í ótta og ert ekki nógu vakandi. Anna Katrín hefur orðið fyrir fleiri áföllum en flest okkar og er sífellt að leita leiða til að vinna úr þeim. Sumar hafa reynst henni vel, aðrar hafa beinlínis skaðað hana. Hún hefur lent í slæmri reynslu oftar en einu sinni þegar kemur að andlegri heilun. „Mér fannst það áhugavert út frá því að ég hef talað opinberlega um alls konar ofbeldi, en þegar kemur að ofbeldi í andlega heiminum, þá er rosa mikil þöggunarmenning,“ segir hún. „Ég upplifði það mjög mikið að það mætti ekki dæma, það má ekki setja út á. Og ef ég sagði: Þetta er ekki í lagi, þá var ég þögguð niður.“ Vísir/Arnar Hún gagnrýnir úrræðaleysi kerfisins þegar kemur að óhefðbundnum lækningum. „Svo þorirðu ekki að segja frá því að fara til heilara er ekki viðurkennt eins og að fara til sálfræðings. Þannig að ef ég hefði lent í þessu hjá sálfræðingi, þá gæti ég tilkynnt það. En ég get ekki tilkynnt þetta í þessu tilviki.“ „Mér finnst kominn tími til að hafa hátt um ofbeldið í andlega heiminum.“ Síkópati og stjörnuspekingur sem skilur Hitler Fyrir nokkrum mánuðum fór hún ásamt vinkonum sínum til stjörnuspekings sem hún hafði kynnst á námskeiði. „Þetta átti bara að verða skemmtileg stund. Og fá stjörnuspeking til að lesa fyrir okkur. En það varð ekki svo,“ segir Anna Katrín og glottir. Stjörnuspekingurinn lét þær stöllur fá myndbandsupptöku af samkomunni eftir á, eins og tíðkast meðal annars hjá miðlum eftir fundi. Hann fer þar um víðan völl og segir þeim meðal annars frá reynslu sinni af ofskynjunarlyfjum á Tælandi. „Þar fór ég í gegn um ég veit ekki hvað mörg fyrri líf. Þar var ég algjörlega full blown fokking síkópati í mörgum þeirra. Algjör siðblinda bara. Nauðgaði og drap. Og meira að segja í einu lífinu var ég einhver tantra-snillingur. Algjörlega fokking siðblindur. Ég spilaði á kynorkuna bara eins og hljóðfæri,“ segir hann. Síðan, einhverra hluta vegna, finnst honum ástæða til að segja þeim frá því að hann skilji Hitler og hans ódæði í seinni heimsstyrjöldinni. „Ég dæmi ekki Hitler. Ég dæmi ekki nasistana fyrir að drepa börn og allt þetta fokk. Því ef mér væri ýtt nógu fokking langt. Ég er alveg fær um að gera það í dag. En ég veit það í þessu lífi að it’s not what I’m going to do. Ég veit það bara. Það er síkópati inní mér.“ Meiddi hana þar sem hún var viðkvæmust fyrir Stjörnuspekingurinn varð sérlega grimmur við Önnu Katrínu þegar hann gaf henni persónulegan lestur upp úr stjörnukortinu hennar. „Þú ert fullblown fokking narsissisti. Elskan mín, þú ert svo hrokafull og upptekin af sjálfri þér. En ég meina þetta í bestu mögulegu orku og ég get. Af því að ef þú lokar á það þá lokarðu á litrófið,“ segir hann. „Þú þarft að horfast í augu við það sem þú óttast mest. Það er að þú ert narsisissti. Það er að þú ert alveg eins og mamma þín og pabbi þinn.“ Anna Katrín hefur lent í narsissistum og síkópötum. „Og þetta eru mín dýpstu sár, sem ég er ennþá að græða. Og þegar ég fæ þetta þá bara brotna ég niður og fer að gráta. Og hann hættir ekki þá.“ Hún hefur áður opnað sig um fortíð sína, áföllin og þá ákvörðun sína að slíta á öll samskipti við foreldra sína. Það er allt aðgengilegt á netinu. „Mamma þín og pabbi elska þig svo mikið sem sálir að þau voru tilbúin til að fara í gegn um ógeðið, skemma þig, meiða þig og særa þig svo mikið og þú þarft að taka allt sem þú mögulega getur til að takast á við þetta.“ Það sést á upptökunni að Anna Katrín grætur. „Hann náði til mín,“ segir Anna Katrín. „Af því að ég bara einhvern veginn treysti honum. Þetta er stórhættulegt. Þetta hefði getað endað mjög illa fyrir mig. Það sýnir líka hversu alvarlega maður þarf að hafa varnirnar uppi og sjá rauðu flöggin.“ „Allur skalinn sem getur gerst“ Anna Katrín er ein þeirra sem hefur leitað til Tönyu Lindar, völvu og heilara á Stokkseyri. Tanya er alin upp í andlegum fræðum og hefur verið mjög gagnrýnin á samfélagsmiðlum að undanförnu þar sem hún bendir á að ýmislegt sé rotið í hinum andlega heimi og ofbeldið víða. „Margir skammast sín og líður eins og að hafa gabbast út í aðstæður þar sem er verið að beita beita ofbeldi, hvort sem það er andlegt, líkamlegt, fjárhagslegt eða kynferðislegt. Þetta er allur skalinn sem getur gerst. En það fyrsta sem fólk talar við mig um er að það hafi upplifað að það sé farið yfir mörkin þeirra á kynferðislegan hátt,“ segir Tanya. Vísir/Arnar Skrauthólar, andlegt setur við Esjurætur, hefur hýst fjöldann allan af viðburðum síðustu ár og hafa margir lagt leið sína þangað til að víkka sjóndeildarhringinn. Staðurinn hefur verið töluvert til umfjöllunar í fjölmiðlum og þá hefur gagnrýnin oftast snúist að kynferðislegum viðburðum og erlendum gestakennurum með vafasöm lífsviðhorf. Undanfarið hafa nágrannaerjur á Skrauthólum þróast út í bölvanir, afhausanir hesta og dularfulla níðstöng sem enginn viðurkennir að hafa reist. Ástæðurnar eru þó nokkrar, en ásakanir ganga nú á víxl á samfélagsmiðlum á milli Tönyu og Lindu Mjallar Stefánsdóttur, forstöðukonu Skrauthóla, og það er ekki laust við að þessi litli andlegi heimur landsins titri nú sem aldrei fyrr. Vísir/Arnar „Það er kallað andlegt setur, innan gæsalappa,“ segir Tanya. „Þar sem mikið af þessum viðburðum er að gerast, þetta Neo-Tantra. Þetta sem er að gerast núna. Lýsingin á þeirra tantra-kvöldi er að hita upp kókosolíu, smyrja henni á allan líkamann, að allir mundu liggja í tantra-love-orgy. Það kemur fram í lýsingunni að maður verður að fara í kynsjúkdómaprufu fyrir, klippa á sér neglurnar, fara í bað. Þannig að það er verið að ýja að því að það verður fingur og limur settur á vissa staði.“ „Kallaðu orgíu bara orgíu. Það er enginn að fara að dæma þig fyrir að lifa frjálsu kynlífi.“ Börn, ofskynjunarefni og erótík Það sem vakti hvað mesta athygli á dögunum var viðburður á vegum Skrauthóla þar sem fólk var hvatt til mæta með börnin. Og ekki bætti úr skák að kennarinn, erlend kona, hafði nýlega viðrað þá skoðun sína að barnagirnd væri mögulega bara ein tegund heilbrigðar ástar. „Þetta á að vera fjölskylduviðburður og börnum var boðið með þar sem það var verið að fara í gegn um mismunandi tegund af rómantík, nánd og erótík,“ segir Tanya. „Svo stóð að það verði drukkinn heilagur drykkur og mynd af svepp. Og svo kakó.“ „Þetta er allt sett undir sama hatt: Börn, erótík, sveppir og kakó.“ Hún lét lögregluna vita af viðburðinum og segist vita til þess að fleiri hafi gert það. Flestir viðburðirnir á Skrauthólum eru þó ætlaðir fullorðnum. „Ég hef fengið lýsingu á því að tvær vinkonur eru að koma við hvora aðra að neðan og jafnvel að fara með fingurna innvortis. Og það tók nokkra daga fyrir þær báðar að finna þessa köldu tusku í andlitið sem hefur gerst fyrir þær. Og að leita hjálpar hefur reynst þeim erfitt líka,“ segir Tanya. „Það er svo erfitt að segja nei. Og leiðbeinendurnir nota lovebombing, og öll lykilorðin.“ „Ást, ljós, frelsi, þú ert bara í ótta, egóið þitt er fyrir, þú ert örugg hér. Þetta er svo mikil gaslýsing.“ Skildi fólk á ofskynjunarlyfjum eftir aleitt og ælandi í myrkrinu Stundum eru náttúruleg hugbreytandi efni tekin með inn í athafnirnar. Það eru efni eins og ayahuasca, ofskynjunarsveppir og froskaeitur og eru töluvert mikið notuð til að dýpka heilunina í andlegri vinnu. Þetta eru þekkt og ævaforn meðul sem eiga rætur sínar í menningu frumbyggja Suður Ameríku. En þau eru mjög varasöm og í höndum óreyndra leiðbeinanda geta þau valdið óafturkræfum skaða hjá þeim sem nota þau. Við vitum um mjög nýlegt dæmi hér á landi, þar sem leiðbeinandinn, bandarísk kona, ætlaði sér að sinna stórum hópi á ofskynjunarefnum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Hún tók sjálf inn efnin en brást síðan algjörlega í utanumhaldi og skildi fólk eftir aleitt í myrkrinu, dauðhrætt, ælandi og fárveikt. Útskýring kennarans eftir á var að alheimurinn hafi látið þetta gerast og að þetta hafi bara átt að fara svona. Þetta kallast spiritual bypass, eða andleg afsökun, og er töluvert mikið notuð af vanhæfum andlegum leiðtogum. Endaði í ofbeldissambandi með kakókennara Selma Kröyer gat engan veginn vitað að ein kakóhelgi mundi enda með ofbeldissambandi og áföllum. Hún var þá búin að vera edrú í nokkur ár og hafði góða reynslu af hugleiðsluhringjum og kakóathöfnum. Seremóníukakó er hreint og ósætt, unnið úr risavöxnum fræjum kakóplöntunnar. Það inniheldur mikið magnesíum, er ríkt af andoxunarefnum, er örvandi, eykur blóðflæði og hjartslátt. Kakóathafnir hefjast á kyrrðarstund þar sem kakóið er drukkið í sameiningu og síðar tekur hugleiðsla eða önnur andleg iðkun við. Vísir/Arnar „Það var farið í náttúruferðir, rosa mikið verið að drekka kakó, borða veganmat, jóga, hugleiðslur og svo átti maður að standa upp fyrir framan alla og segja frá einhverju djúpu leyndarmáli.“ „Þetta er ekki öruggt umhverfi. Það er enginn þarna sem er hæfur til að grípa þig eða hjálpa þér í gegn um þetta.“ Ofbeldisfullt kynlíf og ítrekuð stjórnun „Leiðbeinendurnir voru bara tveir einstaklingar sem voru að setja sig í sæti leiðbeinanda og allir áttu að sækjast í að fylgja þeirra lífsstefnu. Það fannst mér svolítið hættulegt af því að þau eru í valdastöðu,“ segir Selma. Leiðbeinendurnir voru par, karl og kona. Bróðir konunnar var að taka þátt í námskeiðinu og sýndi hann Selmu strax mikla athygli. Þau kysstust og vörðu tíma saman alla helgina. Vísir/Arnar „Maður er alveg sjúklega eftir sig eftir þetta, búin að opna á allskonar og ég lagðist bara upp í rúm og grenjaði. Þetta ruglaði alveg í kerfinu manns.“ Bróðirinn hafði samband um leið og heim var komið. Hún þorði ekki öðru en að fara til hans þegar hann falaðist eftir kynlífi. „Það var rosalega ofbeldisfullt og rosa mikið hann að láta mig gera það sem hann vill og ganga yfir allskonar mörk. Svo erum við vinir í einhverja mánuði eftir þetta og ég þorði aldrei að segja nei við hann, þorði aldrei að setja nein mörk.“ Hann hélt kakóseremóníur hingað og þangað, sem Selma hjálpaði honum oft við að undirbúa. Smám saman reyndi hann að ná stjórn á nær öllu lífi hennar. Hún náði loks að losna frá honum, en frétti áfram af honum frá öðrum sem sóttu kakó-námskeiðin til hans. „Það hræddi mig svo sjúklega mikið að þessi gæi væri með aðgang að öllu þessu fólki. Sem ég frétti líka að hann væri að veiða úr 12 spora samtökum.“ Kynntist kakókennaranum í 12 spora samtökum Kolbeinn Sævarsson hefur slæma reynslu af sama manni. Hann á erfiða sögu að baki og byrjaði ungur að deyfa sig með efnum. Þegar að hætti að virka leitaði hann annarra lausna. „Allskonar samkomur, hugleiðsluhópa, 12 spora samtök, sálfræðinga, geðlækna, þerapista, presta.“ Og svo kakó-retreat. Kolbeinn sótti sams konar námskeið og Selma, hjá sama manni, sem hann hafði líka kynnst í 12 spora samtökum. Vísir/Arnar „Ef maður nennir að hafa smá fyrir þessu þá er ekkert erfitt að koma með svona hugmyndafræði. Þetta er allt á netinu, Youtube, Tiktok og því öllum,“ bendir hann réttilega á. „Það er mjög hættulegt að sölsa undir sig svona hóp, við vorum um tuttugu manns, mikið til nýkomnir úr meðferð og margir með geðræn vandamál.“ „Þetta minnti mig á neysluumhverfi. Þetta var bara sjúkt.“ Kolbeinn reyndi að benda manninum á að þarna væri eitthvað ekki eins og það ætti að vera, en hann tók ekki vel í það. „Hann sagði bara: Hvað ert þú að væla? Það eru hérna 19 einstaklingar sem fannst þetta allt í lagi. Svo er þú bara eitthvað að væla,“ segir hann. „Þeir sjá náttúrulega bara þjáninguna hjá fólki og að þeir geti grætt á því. Annað hvort fjárhagslega eða með því að drottna yfir öðrum.“ „Ef þú ert klár og ert siðblindur, þá er þetta bara mjög auðvelt. Að setja upp eitthvað leikrit, einhvern front, og vera sjarmerandi. Og fólk kaupir þetta oftast.“ Eftirlitslaus en risavaxinn andlegur iðnaður Þær heilunaraðferðir hefur Kompás hefur hér farið yfir eru hluti af rótgróinni menningu víða um heim og vinsældir þeirra aukast sífellt. Andlega samfélagið hefur vaxið hratt undanfarin ár og eftirlitið er ekkert. Hver sem er getur í raun þóst vera hæfur leiðbeinandi, auglýst andlegan viðburð og tekið við peningum af fólki sem mætir í góðri trú og þarf bara að vona það besta. En meðvitundin um hegðun vanhæfra kennara hefur að sama skapi aukist í takt við opnun umræðu um ofbeldi og misbeitingu valds í samfélaginu og heiminum öllum. Enn er þó langt í land og við höfum einungis náð að skanna hluta yfirborðsins af þessum dimmari hliðum andlega veruleikans á Íslandi þar sem skaðlegt fólk skreytir sig með stolnum fjöðrum og beitir ofbeldi í nafni kærleika, umburðarlyndis og frelsis. Vísir/Arnar
Kompás Trúmál Jóga Tengdar fréttir Flúðu trúarofbeldi í sértrúarsöfnuðum á Íslandi Mörg þúsund Íslendingar hafa tilheyrt sértrúarsöfnuðum. Ein sterkustu einkenni hópanna eru strangt skipulag, mikið kennivald og félagslegt taumhald sem er vaktað af valdamiklum leiðtoga. Fólk sem hættir í söfnuðunum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvölina og mörg hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi. Í Kompás köfum við ofan í hugtakið trúarofbeldi og ræðum við fyrrverandi meðlimi sértrúarsafnaða. 8. mars 2022 07:01 Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Innlent Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Innlent Fleiri fréttir Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Sjá meira
Flúðu trúarofbeldi í sértrúarsöfnuðum á Íslandi Mörg þúsund Íslendingar hafa tilheyrt sértrúarsöfnuðum. Ein sterkustu einkenni hópanna eru strangt skipulag, mikið kennivald og félagslegt taumhald sem er vaktað af valdamiklum leiðtoga. Fólk sem hættir í söfnuðunum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvölina og mörg hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi. Í Kompás köfum við ofan í hugtakið trúarofbeldi og ræðum við fyrrverandi meðlimi sértrúarsafnaða. 8. mars 2022 07:01