Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Þróttur 1-1 | Stál í stál Sindri Már Fannarsson skrifar 9. maí 2022 21:10 Andrea Rut (til hægri) skoraði mark Þróttar í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Selfoss og Þróttur gerðu 1-1 jafntefli á Jáverk-vellinum í þriðju umferð bestu deildar kvenna í kvöld. Andra Rut Bjarnadóttir kom Þrótturum yfir á fyrstu mínútu leiksins og Brenna Lovera jafnaði um miðjan seinni hálfleik. Selfoss er nú á toppi deildarinnar. Það var rétt búið að flauta leikinn á þegar Selfoss komust yfir. Þær stilltu upp í fimm manna varnarlínu sem kom Selfoss á óvart, Danielle Marcano og Andrea Rut Bjarnadóttir komust einar í gegn, Danielle gaf boltann framhjá Tiffany Sornpao í marki Selfyssinga og Andrea Rut átti auðvelt með að renna boltanum í autt markið. Fyrri hálfleikur var almennt frekar jafn, liðin skiptust á hálffærum en engu meira en það. Strax í fyrri hálfleik var ljóst að Selfoss stjórnuðu öllu spili. Þróttarar lögðust til baka og leyfðu Selfoss að sækja á sig og þannig var það út leikinn. Á 66. mínútu kom loksins markið sem hafði legið í loftinu þegar Barbára Sól Gísladóttir fann sér pláss í teignum, hótaði skoti en gaf hann út á Brennu Loveru sem var ódekkuð og gat rennt boltanum í fjærhornið. Fjórða mark Brennu í þremur leikjum og hún er sem stendur markahæst í Bestu deildinni. Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar vildi meina að Barbára Sól hefði brotið af sér í aðdraganda marksins þegar hún fór öxl í öxl við varnarmann heimaliðsins. Markið stóð hins vegar og staðan orðin 1-1. Þróttarar vöknuðu aðeins til lífsins eftir markið en lögðust fljótlega niður aftur. Selfyssingar héldu áfram að sækja en áttu ekki erindi sem erfiði og jafntefli lokaniðurstaða. Selfyssingar eflaust ósáttir með að ná bara í eitt stig eftir frammistöðu sína í seinni hálfleik. Af hverju var jafntefli? Þróttarar drápu bara leikinn í seinni hálfleik. Þær vörðust mjög vel og reyndu ekki mikið að sækja, þrátt fyrir að hafa skapað sér fín færi í fyrri hálfleik. Á öðrum degi hefði Selfoss eflaust tekist að sækja sigur með svona mikla yfirburði í seinni hálfleik. Hverjar stóðu upp úr? Varnarmenn Þróttar stóðu upp úr. Þær náðu að halda sóknarþunga Selfyssinga í skefjum og héldu þeim svo að flest skot voru fyrir utan teig. Fimm manna varnarlínan stóð fyrir sínu og þær gerðu vel að fá einungis eitt mark á sig. Hvað gekk illa? Færanýting Selfoss. Þær fara eflaust afar ósáttar af velli að hafa ekki náð að skora fleiri mörk og nýta sér yfirburði sína í seinni hálfleik. Hvað gerist næst? Bæði lið eiga útileik á laugardaginn, Selfoss fer norður að mæta Þór/KA en Þróttur fer til Eyja og eiga leik við ÍBV. „Það var ekki kveikt á varnarlínunni okkar á þessu augnabliki“ Björn Sigurbjörnsson þjálfar Selfoss í dag.Petter Arvidson/BILDBYRÅN Björn Sigurbjörnsson var allt annað en sáttur með að fá mark á sig svo snemma leiks. „Ég sá bara að það voru tveir leikmenn sem að voru ekki að dekka og það voru tveir leikmenn sem voru ódekkaðir þarna inni í boxinu og ég var ekkert í skýjunum með það, ég get alveg viðurkennt það. Við látum leiða okkur út í varnarleiknum og það kemur fyrirgjöf og boltinn skoppar. Það var bara kveikt á þeim. Það var ekki kveikt á varnarlínunni okkar á þessu augnabliki. Það kviknaði á okkur mjög fljótlega eftir það.“ Sagði þjálfari Selfoss í samtali við Vísi eftir leik. Hann var þó sáttur með spilamennskuna í seinni hálfleik. „Svona miðað við hvernig seinni hálfleikurinn spilaðist, þá er það náttúrulega svekkjandi að fá ekki þrjú stig með sér. En það er mjög sterkt að koma til baka eftir að fá mark á sig svona snemma í leiknum... ... Það var mjög góð spilamennska, hraður bolti, skipt á milli kanta og fullt af fínum opnunum í leik okkar og ég var bara mjög ánægður með það.“ „Þær fengu líklegast stigið sem þær áttu skilið í seinni hálfleik en kannski ekki eftir mistök frá dómaranum“ Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, var ekki sáttur með dómara leiksins.Vísir/Hulda Margrét Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar var allt annað með dómgæsluna í leiknum. Hann vill meina að jöfnunarmark Selfoss hafi verið ólöglegt. „ Þær fengu líklegast stigið sem þær áttu skilið í seinni hálfleik. Kannski ekki eftir mistök frá dómaranum, enn eina ferðina frá Ása. Þetta gerist endurtekið með hann, að minnsta kosti gegn okkur. Í fyrra gerði hann tvö mistök, úti gegn Fylki og úti gegn Breiðablik sem endaði á marki. Þetta var þriðja. Ég veit að það er staðreynd vegna þess að ég hef séð leikskýrslur dómara og þeir hafa metið þetta sem mistök. Svo þetta er í þriðja skipti sem hann hefur gert þetta með okkur og eitthvað verður að breytast.“ Hann var þó ánægður með útkomu leiksins. „Þær settu gríðarlega pressu á okkur og við gátum bara ekki sloppið út. Að hluta til vegna þreytu einnig vegna þess að það að spila á grasi er alltaf öðruvísi. Svo var spilamennskan okkar frekar slöpp. Ef þú hefðir boðið mér eitt stig fyrir leik, á útivelli gegn Selfoss eftir flotta byrjun mótsins hjá þeim, þá hefði ég tekið því.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild kvenna UMF Selfoss Þróttur Reykjavík
Selfoss og Þróttur gerðu 1-1 jafntefli á Jáverk-vellinum í þriðju umferð bestu deildar kvenna í kvöld. Andra Rut Bjarnadóttir kom Þrótturum yfir á fyrstu mínútu leiksins og Brenna Lovera jafnaði um miðjan seinni hálfleik. Selfoss er nú á toppi deildarinnar. Það var rétt búið að flauta leikinn á þegar Selfoss komust yfir. Þær stilltu upp í fimm manna varnarlínu sem kom Selfoss á óvart, Danielle Marcano og Andrea Rut Bjarnadóttir komust einar í gegn, Danielle gaf boltann framhjá Tiffany Sornpao í marki Selfyssinga og Andrea Rut átti auðvelt með að renna boltanum í autt markið. Fyrri hálfleikur var almennt frekar jafn, liðin skiptust á hálffærum en engu meira en það. Strax í fyrri hálfleik var ljóst að Selfoss stjórnuðu öllu spili. Þróttarar lögðust til baka og leyfðu Selfoss að sækja á sig og þannig var það út leikinn. Á 66. mínútu kom loksins markið sem hafði legið í loftinu þegar Barbára Sól Gísladóttir fann sér pláss í teignum, hótaði skoti en gaf hann út á Brennu Loveru sem var ódekkuð og gat rennt boltanum í fjærhornið. Fjórða mark Brennu í þremur leikjum og hún er sem stendur markahæst í Bestu deildinni. Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar vildi meina að Barbára Sól hefði brotið af sér í aðdraganda marksins þegar hún fór öxl í öxl við varnarmann heimaliðsins. Markið stóð hins vegar og staðan orðin 1-1. Þróttarar vöknuðu aðeins til lífsins eftir markið en lögðust fljótlega niður aftur. Selfyssingar héldu áfram að sækja en áttu ekki erindi sem erfiði og jafntefli lokaniðurstaða. Selfyssingar eflaust ósáttir með að ná bara í eitt stig eftir frammistöðu sína í seinni hálfleik. Af hverju var jafntefli? Þróttarar drápu bara leikinn í seinni hálfleik. Þær vörðust mjög vel og reyndu ekki mikið að sækja, þrátt fyrir að hafa skapað sér fín færi í fyrri hálfleik. Á öðrum degi hefði Selfoss eflaust tekist að sækja sigur með svona mikla yfirburði í seinni hálfleik. Hverjar stóðu upp úr? Varnarmenn Þróttar stóðu upp úr. Þær náðu að halda sóknarþunga Selfyssinga í skefjum og héldu þeim svo að flest skot voru fyrir utan teig. Fimm manna varnarlínan stóð fyrir sínu og þær gerðu vel að fá einungis eitt mark á sig. Hvað gekk illa? Færanýting Selfoss. Þær fara eflaust afar ósáttar af velli að hafa ekki náð að skora fleiri mörk og nýta sér yfirburði sína í seinni hálfleik. Hvað gerist næst? Bæði lið eiga útileik á laugardaginn, Selfoss fer norður að mæta Þór/KA en Þróttur fer til Eyja og eiga leik við ÍBV. „Það var ekki kveikt á varnarlínunni okkar á þessu augnabliki“ Björn Sigurbjörnsson þjálfar Selfoss í dag.Petter Arvidson/BILDBYRÅN Björn Sigurbjörnsson var allt annað en sáttur með að fá mark á sig svo snemma leiks. „Ég sá bara að það voru tveir leikmenn sem að voru ekki að dekka og það voru tveir leikmenn sem voru ódekkaðir þarna inni í boxinu og ég var ekkert í skýjunum með það, ég get alveg viðurkennt það. Við látum leiða okkur út í varnarleiknum og það kemur fyrirgjöf og boltinn skoppar. Það var bara kveikt á þeim. Það var ekki kveikt á varnarlínunni okkar á þessu augnabliki. Það kviknaði á okkur mjög fljótlega eftir það.“ Sagði þjálfari Selfoss í samtali við Vísi eftir leik. Hann var þó sáttur með spilamennskuna í seinni hálfleik. „Svona miðað við hvernig seinni hálfleikurinn spilaðist, þá er það náttúrulega svekkjandi að fá ekki þrjú stig með sér. En það er mjög sterkt að koma til baka eftir að fá mark á sig svona snemma í leiknum... ... Það var mjög góð spilamennska, hraður bolti, skipt á milli kanta og fullt af fínum opnunum í leik okkar og ég var bara mjög ánægður með það.“ „Þær fengu líklegast stigið sem þær áttu skilið í seinni hálfleik en kannski ekki eftir mistök frá dómaranum“ Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, var ekki sáttur með dómara leiksins.Vísir/Hulda Margrét Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar var allt annað með dómgæsluna í leiknum. Hann vill meina að jöfnunarmark Selfoss hafi verið ólöglegt. „ Þær fengu líklegast stigið sem þær áttu skilið í seinni hálfleik. Kannski ekki eftir mistök frá dómaranum, enn eina ferðina frá Ása. Þetta gerist endurtekið með hann, að minnsta kosti gegn okkur. Í fyrra gerði hann tvö mistök, úti gegn Fylki og úti gegn Breiðablik sem endaði á marki. Þetta var þriðja. Ég veit að það er staðreynd vegna þess að ég hef séð leikskýrslur dómara og þeir hafa metið þetta sem mistök. Svo þetta er í þriðja skipti sem hann hefur gert þetta með okkur og eitthvað verður að breytast.“ Hann var þó ánægður með útkomu leiksins. „Þær settu gríðarlega pressu á okkur og við gátum bara ekki sloppið út. Að hluta til vegna þreytu einnig vegna þess að það að spila á grasi er alltaf öðruvísi. Svo var spilamennskan okkar frekar slöpp. Ef þú hefðir boðið mér eitt stig fyrir leik, á útivelli gegn Selfoss eftir flotta byrjun mótsins hjá þeim, þá hefði ég tekið því.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti