Aðeins tímaspursmál að þyrla yrði ekki til taks Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2022 15:31 Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Vísir/Vilhelm Það var ekki spurning um hvort heldur hvenær sú staða kæmi upp að ekki væri hægt að manna þyrlu Landhelgisgæslunnar fyrir útkall líkt og gerðist í dag, að sögn formanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Keyra þurfti með mann sem slasaðist alvarlega í bílslysi undir Eyjafjöllum í morgun þar sem ekki tókst að leysa af veikan flugstjóra á þyrlu Landhelgisgæslunnar. Flugmenn hjá Landhelgisgæslunni hafa verið samningslausir í á þriðja ár og er sagt sífellt erfiðara að manna vaktir hjá þyrlum gæslunnar af þeim sökum. Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir stöðuna sem kom upp í dag ekki hluta af kjarabaráttu flugmanna heldur eitthvað sem hafi verið yfirvofandi. „Það var ekki spurning um hvort heldur hvenær þessi staða kæmi upp, því miður,“ segir hann við Vísi. Í þessum mánuði vilji svo til að flugmenn og flugstjórar séu í þjálfun og aðeins einn flugstjóri sé á vakt. Sá hafi vaknað veikur í morgun en hann hafi verið á vakt frá því á miðvikudag í útköllum og verkefnum fyrir Gæsluna. „Því miður, þá er það bara ömurlegt að staðan sé svona,“ segir Jón Þór. Flugmenn Landhelgisgæslunnar hafi hingað til og ætli héðan í frá að reyna að mæta á allar vaktir, jafnvel þó að þeir séu í fríi. „Menn hafa gert það, komið úr fríum og barneignarleyfum til að manna vaktir,“ segir formaðurinn. Ekki spurning um krónur og aura Ástæðan fyrir því að ekki hefur náðst saman á milli flugmannanna og ríkisins er krafa þess síðarnefnda um að fella niður svonefnda starfsaldurslista sem flugmennirnir líta á sem nauðsynlega til að tryggja flugöryggi, að sögn Jóns Þórs. Listarnir veiti flugstjórum og flugmönnum rétt til að taka ákvarðanir um flugöryggi án þess að eiga á hættu að vinnuveitandi refsi þeim fyrir það. Jón Þór segir flugmenn ekki tilbúna að gefa þann rétt eftir. Listar sem þessar komi meðal annars í veg fyrir að hægt sé að skikka flugmenn til að mæta á vakt líkt og í dag, hvort sem þeir séu veikir eða á frívakt. Jón Þór segir þetta hluta af flugöryggi og óskiljanlegt sé að fjármálaráðuneytið vilji listana feiga. Ábyrgðin á herðum fjármálaráðherra og samninganefndar ríkisins Engar kröfur hafi komið fram um hækkuð laun flugmanna og stjóra. Jón Þór segir þá hafa boðist til að frysta laun sín til 2023 líkt og gert hafi verið á almenna markaðinum. Hann telur skrýtið að fulltrúar ríkisins vilji ekki einu sinni skrifa undir tímabundinn samning. „Einhver ber ábyrgð á þessu. Eins og staðan er í dag er það bara fjármálaráðherra og samninganefnd ríkisins,“ segir hann. Landhelgisgæslan Fréttir af flugi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira
Keyra þurfti með mann sem slasaðist alvarlega í bílslysi undir Eyjafjöllum í morgun þar sem ekki tókst að leysa af veikan flugstjóra á þyrlu Landhelgisgæslunnar. Flugmenn hjá Landhelgisgæslunni hafa verið samningslausir í á þriðja ár og er sagt sífellt erfiðara að manna vaktir hjá þyrlum gæslunnar af þeim sökum. Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir stöðuna sem kom upp í dag ekki hluta af kjarabaráttu flugmanna heldur eitthvað sem hafi verið yfirvofandi. „Það var ekki spurning um hvort heldur hvenær þessi staða kæmi upp, því miður,“ segir hann við Vísi. Í þessum mánuði vilji svo til að flugmenn og flugstjórar séu í þjálfun og aðeins einn flugstjóri sé á vakt. Sá hafi vaknað veikur í morgun en hann hafi verið á vakt frá því á miðvikudag í útköllum og verkefnum fyrir Gæsluna. „Því miður, þá er það bara ömurlegt að staðan sé svona,“ segir Jón Þór. Flugmenn Landhelgisgæslunnar hafi hingað til og ætli héðan í frá að reyna að mæta á allar vaktir, jafnvel þó að þeir séu í fríi. „Menn hafa gert það, komið úr fríum og barneignarleyfum til að manna vaktir,“ segir formaðurinn. Ekki spurning um krónur og aura Ástæðan fyrir því að ekki hefur náðst saman á milli flugmannanna og ríkisins er krafa þess síðarnefnda um að fella niður svonefnda starfsaldurslista sem flugmennirnir líta á sem nauðsynlega til að tryggja flugöryggi, að sögn Jóns Þórs. Listarnir veiti flugstjórum og flugmönnum rétt til að taka ákvarðanir um flugöryggi án þess að eiga á hættu að vinnuveitandi refsi þeim fyrir það. Jón Þór segir flugmenn ekki tilbúna að gefa þann rétt eftir. Listar sem þessar komi meðal annars í veg fyrir að hægt sé að skikka flugmenn til að mæta á vakt líkt og í dag, hvort sem þeir séu veikir eða á frívakt. Jón Þór segir þetta hluta af flugöryggi og óskiljanlegt sé að fjármálaráðuneytið vilji listana feiga. Ábyrgðin á herðum fjármálaráðherra og samninganefndar ríkisins Engar kröfur hafi komið fram um hækkuð laun flugmanna og stjóra. Jón Þór segir þá hafa boðist til að frysta laun sín til 2023 líkt og gert hafi verið á almenna markaðinum. Hann telur skrýtið að fulltrúar ríkisins vilji ekki einu sinni skrifa undir tímabundinn samning. „Einhver ber ábyrgð á þessu. Eins og staðan er í dag er það bara fjármálaráðherra og samninganefnd ríkisins,“ segir hann.
Landhelgisgæslan Fréttir af flugi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira