Íþróttafólkið sem keppir um atkvæði á laugardaginn Sindri Sverrisson skrifar 11. maí 2022 08:02 Sverre Jakobsson, Axel Kárason, Hlynur Bæringsson, Eiður Aron SIgurbjörnsson, Þórey Edda Elísdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir eru öll á framboðslistum. EPA/Bára/Hulda Margrét/Getty/CrossFit.com Heimsmeistari, ólympíufarar og margfaldir Íslandsmeistarar eru á framboðslistum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á laugardaginn. Þar keppa líka samherjar um atkvæði kjósenda. Vísir renndi fyrir framboðslista um allt land og þar er að finna mörg þekkt nöfn úr íþróttaheiminum. Margir eru á fullri ferð í sinni íþrótt, jafnvel að keppa um kosningahelgina, á meðan að aðrir geta mögulega nýtt reynslu sína af íþróttasviðinu í keppninni um atkvæði. Stærsta alþjóðlega íþróttastjarnan í framboði er vafalaust Katrín Tanja Davíðsdóttir, heimsmeistari í CrossFit árin 2015 og 2016, sem er í 16. sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hún hefur þó „hlíft“ sínum 1.800 þúsund fylgjendum á Instagram við kosningaáróðri hingað til. Með henni á lista er Helgi Áss Grétarsson, stórmeistari í skák, en því verður reyndar ekki svarað hér hvort skák sé íþrótt. Það er nóg um að vera á heimili Heimis Arnar Árnasonar þessa dagana. Hann er oddviti Sjálfstæðismanna og Martha Hermannsdóttir, kona hans, er í úrslitakeppni handboltans með KA/Þór. Heimir og Sverre Jakobsson, sem er á lista Framsóknar, eru báðir í þjálfarateymi karlaliðs KA.samsett/vilhelm Það er stundum sagt að mikilvægt sé fyrir þjálfara að „vera með klefann með sér“. Silfurdrengurinn Sverre Jakobsson og Heimir Örn Árnason eru báðir aðstoðarþjálfarar karlaliðs KA í handbolta en bítast um atkvæði lærisveina sinna og annarra Akureyringa. Litlu munaði að KA væri á fullu í úrslitakeppni þessa dagana en afar naumt tap gegn Haukum gaf þjálfurunum svigrúm til að einbeita sér að kosningabaráttunni. Heimir leiðir lista Sjálfstæðismanna en Sverre, sem er reyndar sonur fyrrverandi bæjarstjórans Jakobs Björnssonar, er í 4. sæti hjá Framsókn. Axel Kárason dreymir eflaust um að færa kjósendum Íslandsmeistaratitil í næstu viku.vísir/bára Þekktasti dýralæknir landsins, EM-farinn Axel Kárason, stendur í ströngu við að reyna að tryggja körfuboltaliði Tindastóls fyrsta Íslandsmeistaratitil sinn frá upphafi en er á sama tíma í 9. sæti á lista Framsóknar fyrir kosningarnar í Skagafirði og Akrahreppi. Frjálsíþróttamaðurinn Ísak Óli Traustason er í 14. sæti á sama lista. Körfuboltamaðurinn og EM-farinn Hlynur Bæringsson úr Stjörnunni er nær því að komast í sveitarstjórn en hann er í 2. sæti á lista Framsóknar í Garðabæ. Í Garðabæ er nokkuð um íþróttafólk ofarlega á listum. Markadrottningin Harpa Þorsteinsdóttir er í 3. sæti Garðabæjarlistans og Guðjón Pétur Lýðsson, sem leikur knattspyrnu með ÍBV, er í 4. sætinu. Oddviti Miðflokksins í Garðabæ er Lárus Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta og atvinnumaður í Þýskalandi, og handboltamaðurinn Hrannar Bragi Eyjólfsson úr Stjörnunni er í 5. sæti Sjálfstæðismanna í Garðabæ. Sævar Birgisson keppti á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi 2014. Hann er í framboði í Mosfellsbæ.Getty/Paul Gilham Samherjar bítast um atkvæði Að minnsta kosti þrír ríkjandi Íslandsmeistarar í körfubolta eru í framboði, þar af tveir samherjar úr Þór Þorlákshöfn sem bítast um atkvæði. Davíð Arnar Ágústsson er í 7. sæti Sjálfstæðisflokks í Ölfusi en Emil Karel Einarsson í 7. sæti B-lista Framfarasinna í sama sveitarfélagi. Þuríður Birna Björnsdóttir Debes úr nýkrýndu Íslandsmeistaraliði Njarðvíkur er svo í 8. sæti Beinnar leiðar í Reykjanesbæ. Stangarstökkvari og körfuboltakona sameina krafta sína Auk fyrrnefnd Sverre eru fleiri ólympíufarar á listanum. Stangastökkvarinn Þórey Edda Elísdóttir er í 5. sæti Nýs afls í Húnaþingi vestra og á sama lista er reyndar einnig Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir sem á sínum tíma var besti varnarmaður landsins í körfubolta. Annar ólympíufari er svo skíðagöngumaðurinn Sævar Birgisson sem er í 3. sæti Framsóknar í Mosfellsbæ. Körfuboltasérfræðingurinn Ólöf Helga Pálsdóttir er á lista Samfylkingar í Grindavík.vísir/bára Mun fleiri mætti nefna enda ólíklegt að þessi upptalning verði tæmandi. Nefna má að fyrrnefndur Guðjón Pétur er ekki eini pólitíkusinn í fótboltaliði ÍBV því Eiður Aron Sigurbjörnsson er í 16. sæti H-lista Fyrir Heimaey. Gauti Gunnarsson úr handboltaliði ÍBV er í 13. sæti Eyjalistans. Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður Keflavíkur, er í 9. sæti Samfylkingar í Reykjanesbæ og í Grindavík eru Alexander Veigar Þórarinsson, titlaður knattspyrnuhetja, og körfuboltaþjálfarinn Ólöf Helga Pálsdóttir sömuleiðis á lista Samfylkingar, í 5. og 10. sæti. Á Akranesi eru tveir fyrrverandi landsliðsmenn og fulltrúar ÍA í fótbolta, þeir Þórður Guðjónsson og Ólafur G. Adolfsson, á lista Sjálfstæðismanna. Þórður er í 5. sæti en Ólafur í 17. sæti. Einar Þorvarðarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri HSÍ, hughreystir Guðjón Val Sigurðsson eftir tapleik. Hann sótti fjölda stórmóta með íslenska landsliðinu en er nú í bæjarpólitíkinni í Kópavogi.vísir/valli Markvörðurinn Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, sem varð til að mynda Íslandsmeistari með Þór/KA 2017, er í 7. sæti D-lista Sjálfstæðismanna og annarra lýðræðissinna, í Rangárþingi Eystra. Frjálsíþróttakappinn Sigurbjörn Árni Arngrímsson, sem í seinni tíð er þekktastur fyrir lýsingar sínar í sjónvarpi, er í 17. sæti K-lista í Skútustaðahreppi og Þingeyjarsveit. Í Kópavogi er Einar Þorvarðarson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í handbolta sem síðar varð framkvæmdastjóri HSÍ, í 2. sæti á lista Viðreisnar. Leó Snær Pétursson, handboltamaður úr Stjörnunni, er í 6. sæti Viðreisnar og Willum Þór Þórsson í 20. sæti Framsóknar. Lista Framsóknar leiðir Orri Hlöðversson sem hætti sem formaður Íslensks toppfótbolta á síðasta ári. Á Akureyri eru ekki bara Sverre og Heimir að bítast um atkvæði því Birna Baldursdóttir, fyrrverandi Íslandsmeistari í blaki, strandblaki og íshokkí, er í 7. sæti L-listans og liðsfélagi hennar úr blaklandsliðinu á sínum tíma, Hulda Elma Eysteinsdóttir, er í 2. sæti. Í Hafnarfirði er markvörðurinn Daði Lárusson, fyrrverandi Íslandsmeistari með FH í fótbolta, í 19. sæti Viðreisnar og Guðbjörg Norðfjörð, fyrrverandi landsliðskona í körfubolta og nú varaformaður KKÍ, í 16. sæti Samfylkingar. Þá er Sigurður P. Sigmundsson, fyrrverandi Íslandsmethafi í maraþoni, oddviti Bæjarlistans í Hafnarfirði. Vert er að ítreka að listinn er ekki tæmandi en ljóst er að nóg er af kappsömu íþróttafólki sem vonast eftir atkvæðum kjósenda þegar gengið verður til kosninga á laugardaginn. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Handbolti Körfubolti Fótbolti Frjálsar íþróttir Blak Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Fleiri fréttir „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig „Þetta er í okkar höndum í næsta leik“ „Þurfum bara að keyra á þetta og vera óhræddir og spila okkar fótbolta“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Unnu seinni leikinn en eru úr leik Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Þorleifur lokið keppni á HM Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjá meira
Vísir renndi fyrir framboðslista um allt land og þar er að finna mörg þekkt nöfn úr íþróttaheiminum. Margir eru á fullri ferð í sinni íþrótt, jafnvel að keppa um kosningahelgina, á meðan að aðrir geta mögulega nýtt reynslu sína af íþróttasviðinu í keppninni um atkvæði. Stærsta alþjóðlega íþróttastjarnan í framboði er vafalaust Katrín Tanja Davíðsdóttir, heimsmeistari í CrossFit árin 2015 og 2016, sem er í 16. sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hún hefur þó „hlíft“ sínum 1.800 þúsund fylgjendum á Instagram við kosningaáróðri hingað til. Með henni á lista er Helgi Áss Grétarsson, stórmeistari í skák, en því verður reyndar ekki svarað hér hvort skák sé íþrótt. Það er nóg um að vera á heimili Heimis Arnar Árnasonar þessa dagana. Hann er oddviti Sjálfstæðismanna og Martha Hermannsdóttir, kona hans, er í úrslitakeppni handboltans með KA/Þór. Heimir og Sverre Jakobsson, sem er á lista Framsóknar, eru báðir í þjálfarateymi karlaliðs KA.samsett/vilhelm Það er stundum sagt að mikilvægt sé fyrir þjálfara að „vera með klefann með sér“. Silfurdrengurinn Sverre Jakobsson og Heimir Örn Árnason eru báðir aðstoðarþjálfarar karlaliðs KA í handbolta en bítast um atkvæði lærisveina sinna og annarra Akureyringa. Litlu munaði að KA væri á fullu í úrslitakeppni þessa dagana en afar naumt tap gegn Haukum gaf þjálfurunum svigrúm til að einbeita sér að kosningabaráttunni. Heimir leiðir lista Sjálfstæðismanna en Sverre, sem er reyndar sonur fyrrverandi bæjarstjórans Jakobs Björnssonar, er í 4. sæti hjá Framsókn. Axel Kárason dreymir eflaust um að færa kjósendum Íslandsmeistaratitil í næstu viku.vísir/bára Þekktasti dýralæknir landsins, EM-farinn Axel Kárason, stendur í ströngu við að reyna að tryggja körfuboltaliði Tindastóls fyrsta Íslandsmeistaratitil sinn frá upphafi en er á sama tíma í 9. sæti á lista Framsóknar fyrir kosningarnar í Skagafirði og Akrahreppi. Frjálsíþróttamaðurinn Ísak Óli Traustason er í 14. sæti á sama lista. Körfuboltamaðurinn og EM-farinn Hlynur Bæringsson úr Stjörnunni er nær því að komast í sveitarstjórn en hann er í 2. sæti á lista Framsóknar í Garðabæ. Í Garðabæ er nokkuð um íþróttafólk ofarlega á listum. Markadrottningin Harpa Þorsteinsdóttir er í 3. sæti Garðabæjarlistans og Guðjón Pétur Lýðsson, sem leikur knattspyrnu með ÍBV, er í 4. sætinu. Oddviti Miðflokksins í Garðabæ er Lárus Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta og atvinnumaður í Þýskalandi, og handboltamaðurinn Hrannar Bragi Eyjólfsson úr Stjörnunni er í 5. sæti Sjálfstæðismanna í Garðabæ. Sævar Birgisson keppti á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi 2014. Hann er í framboði í Mosfellsbæ.Getty/Paul Gilham Samherjar bítast um atkvæði Að minnsta kosti þrír ríkjandi Íslandsmeistarar í körfubolta eru í framboði, þar af tveir samherjar úr Þór Þorlákshöfn sem bítast um atkvæði. Davíð Arnar Ágústsson er í 7. sæti Sjálfstæðisflokks í Ölfusi en Emil Karel Einarsson í 7. sæti B-lista Framfarasinna í sama sveitarfélagi. Þuríður Birna Björnsdóttir Debes úr nýkrýndu Íslandsmeistaraliði Njarðvíkur er svo í 8. sæti Beinnar leiðar í Reykjanesbæ. Stangarstökkvari og körfuboltakona sameina krafta sína Auk fyrrnefnd Sverre eru fleiri ólympíufarar á listanum. Stangastökkvarinn Þórey Edda Elísdóttir er í 5. sæti Nýs afls í Húnaþingi vestra og á sama lista er reyndar einnig Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir sem á sínum tíma var besti varnarmaður landsins í körfubolta. Annar ólympíufari er svo skíðagöngumaðurinn Sævar Birgisson sem er í 3. sæti Framsóknar í Mosfellsbæ. Körfuboltasérfræðingurinn Ólöf Helga Pálsdóttir er á lista Samfylkingar í Grindavík.vísir/bára Mun fleiri mætti nefna enda ólíklegt að þessi upptalning verði tæmandi. Nefna má að fyrrnefndur Guðjón Pétur er ekki eini pólitíkusinn í fótboltaliði ÍBV því Eiður Aron Sigurbjörnsson er í 16. sæti H-lista Fyrir Heimaey. Gauti Gunnarsson úr handboltaliði ÍBV er í 13. sæti Eyjalistans. Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður Keflavíkur, er í 9. sæti Samfylkingar í Reykjanesbæ og í Grindavík eru Alexander Veigar Þórarinsson, titlaður knattspyrnuhetja, og körfuboltaþjálfarinn Ólöf Helga Pálsdóttir sömuleiðis á lista Samfylkingar, í 5. og 10. sæti. Á Akranesi eru tveir fyrrverandi landsliðsmenn og fulltrúar ÍA í fótbolta, þeir Þórður Guðjónsson og Ólafur G. Adolfsson, á lista Sjálfstæðismanna. Þórður er í 5. sæti en Ólafur í 17. sæti. Einar Þorvarðarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri HSÍ, hughreystir Guðjón Val Sigurðsson eftir tapleik. Hann sótti fjölda stórmóta með íslenska landsliðinu en er nú í bæjarpólitíkinni í Kópavogi.vísir/valli Markvörðurinn Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, sem varð til að mynda Íslandsmeistari með Þór/KA 2017, er í 7. sæti D-lista Sjálfstæðismanna og annarra lýðræðissinna, í Rangárþingi Eystra. Frjálsíþróttakappinn Sigurbjörn Árni Arngrímsson, sem í seinni tíð er þekktastur fyrir lýsingar sínar í sjónvarpi, er í 17. sæti K-lista í Skútustaðahreppi og Þingeyjarsveit. Í Kópavogi er Einar Þorvarðarson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í handbolta sem síðar varð framkvæmdastjóri HSÍ, í 2. sæti á lista Viðreisnar. Leó Snær Pétursson, handboltamaður úr Stjörnunni, er í 6. sæti Viðreisnar og Willum Þór Þórsson í 20. sæti Framsóknar. Lista Framsóknar leiðir Orri Hlöðversson sem hætti sem formaður Íslensks toppfótbolta á síðasta ári. Á Akureyri eru ekki bara Sverre og Heimir að bítast um atkvæði því Birna Baldursdóttir, fyrrverandi Íslandsmeistari í blaki, strandblaki og íshokkí, er í 7. sæti L-listans og liðsfélagi hennar úr blaklandsliðinu á sínum tíma, Hulda Elma Eysteinsdóttir, er í 2. sæti. Í Hafnarfirði er markvörðurinn Daði Lárusson, fyrrverandi Íslandsmeistari með FH í fótbolta, í 19. sæti Viðreisnar og Guðbjörg Norðfjörð, fyrrverandi landsliðskona í körfubolta og nú varaformaður KKÍ, í 16. sæti Samfylkingar. Þá er Sigurður P. Sigmundsson, fyrrverandi Íslandsmethafi í maraþoni, oddviti Bæjarlistans í Hafnarfirði. Vert er að ítreka að listinn er ekki tæmandi en ljóst er að nóg er af kappsömu íþróttafólki sem vonast eftir atkvæðum kjósenda þegar gengið verður til kosninga á laugardaginn.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Handbolti Körfubolti Fótbolti Frjálsar íþróttir Blak Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Fleiri fréttir „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig „Þetta er í okkar höndum í næsta leik“ „Þurfum bara að keyra á þetta og vera óhræddir og spila okkar fótbolta“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Unnu seinni leikinn en eru úr leik Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Þorleifur lokið keppni á HM Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjá meira
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti