Vinir Kópavogs þurfa að láta til sín taka Þórólfur Matthíasson skrifar 10. maí 2022 15:45 Um mitt ár 2020 fluttum við hjónin úr austurhluta Reykjavíkur í vesturhluta Kópavogs. Sögðum skilið við kröfuharðan garð og viðhaldsfrekt einbýlishús eins og margir á okkar aldri. Fundum okkur nýtt athvarf í velstaðsettu fjölbýli á nýjum þróunarreit. Skömmu síðar upphófust kynni okkar af skipulagsleysi skipulagsyfirvalda í okkar nýja sveitarfélagi. Skipulagsráð samþykkti að grendarkynna deiliskipulagsbreytingu. Í yfirskirft auglýsingar var skipulagsbreytingin sögð eiga við Auðbrekku 9-11, en þegar að var gáð reyndist breytingin eiga fyrst og fremst við Dalbrekku 2-14, en þær lóðir liggja að hvor annarri. Ætla má að margir hinna nýju íbúa í Dalbrekku 2-14 hafi hugsað sem svo að þessi breyting snerti þá ekki og hent bréfinu með tilkynningunni í ruslakörfuna. Við hjónin vorum ekki sátt við allar þær breytingar sem boðaðar voru. Reyndar sýndi nánari eftirgrennslan að verktakinn hafði unnið samkvæmt hinu ósamþykkta og þar með ólögmæta skipulagi allan tímann! Við sendum inn athugasemd og fengum léttvæg svör. Málið endaði fyrir Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála sem kvað upp þann úrskurð í febrúar 2021 að „..felld er úr gildi ákvörðun Bæjarstjórnar Kópavogsbæjar frá 9. októer á deiliskipulagi fyrir lóðina Auðbrekku 9-11“. Rökstuðningur ákvörðunarinnar er harkalegur áfellisdómur yfir verklagi Kópavogsbæjar: Deiliskipulag ekki unnið í samræmi við ákvæði reglugerðar, uppdráttur sem sýndur er í grendarkynningu nær ekki til allra breytinga sem gerðar eru, ekki sagt frá að dvalarsvæði í inngarði sé skert með fjölgun bílastæða, sagð að lóð stækki til suðurs þegar hún er stækkuð til norðurs, sagt að 245 fermetra bygging sé vestan við hús sem hún er raunverulega austan við, auk þess sem húsnúmer og hæð húsa stemma ekki við gildandi skipulag. Sumar þessara vitleysa eru klaufalegri en aðrar. Að norður breytist í suður og austur í vestur gæti verið vegna þess að sá sem samdi greinargerð hafi snúið teikningunni vitlaust á borðinu fyrir framan sig. Hin atriðin eru alvarlegri. Þetta er persónuleg reynsla okkar hjóna. Svo hef ég heyrt af reynslu fólksins í Hamraborginni sem er með fjölda mála í gangi hjá Úrskurðarnefndinni. Að ekki sé minnst á skipulag Suðurlandsvegarins sem liggur innan lögsögu Kópavogsbæjar í Lögbergsbrekku. Þar felldi fyrrnefnd nefnd framkvæmdaleyfi bæjarins úr gildi eftir að framkvæmdir voru hafnar með ærnum tilkostnaði fyrir alla hlutaðeigandi. Sá kostnaður hefði sparast hefði verklag bæjarins verið betra. Ég leyfi mér að draga þá ályktun að þessi persónulega reynsla afhjúpi vinnulag í skipulagsmálum sem þjónar ekki hagsmunum íbúa og almennings. Þess vegna þótti mér vænt um að vera boðið að sitja á lista hjá Vinum Kópavogs. Vinir Kópavogs vilja að skipulag sé fyrir fólk en ekki verktaka, að skipulag skili umgjörð fyrir gott og gjöfult og skemmtilegt mannlíf. Ég vil hvetja alla Kópavogsbúa sem vilja lifandi, manneskjulegan og skemmtilegan bæ til þess að setja X við Y á laugardaginn. Höfundur er prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og situr í 21. sæti á lista Vina Kópavogs til bæjarstjórnakosninga vorið 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Þórólfur Matthíasson Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Sjá meira
Um mitt ár 2020 fluttum við hjónin úr austurhluta Reykjavíkur í vesturhluta Kópavogs. Sögðum skilið við kröfuharðan garð og viðhaldsfrekt einbýlishús eins og margir á okkar aldri. Fundum okkur nýtt athvarf í velstaðsettu fjölbýli á nýjum þróunarreit. Skömmu síðar upphófust kynni okkar af skipulagsleysi skipulagsyfirvalda í okkar nýja sveitarfélagi. Skipulagsráð samþykkti að grendarkynna deiliskipulagsbreytingu. Í yfirskirft auglýsingar var skipulagsbreytingin sögð eiga við Auðbrekku 9-11, en þegar að var gáð reyndist breytingin eiga fyrst og fremst við Dalbrekku 2-14, en þær lóðir liggja að hvor annarri. Ætla má að margir hinna nýju íbúa í Dalbrekku 2-14 hafi hugsað sem svo að þessi breyting snerti þá ekki og hent bréfinu með tilkynningunni í ruslakörfuna. Við hjónin vorum ekki sátt við allar þær breytingar sem boðaðar voru. Reyndar sýndi nánari eftirgrennslan að verktakinn hafði unnið samkvæmt hinu ósamþykkta og þar með ólögmæta skipulagi allan tímann! Við sendum inn athugasemd og fengum léttvæg svör. Málið endaði fyrir Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála sem kvað upp þann úrskurð í febrúar 2021 að „..felld er úr gildi ákvörðun Bæjarstjórnar Kópavogsbæjar frá 9. októer á deiliskipulagi fyrir lóðina Auðbrekku 9-11“. Rökstuðningur ákvörðunarinnar er harkalegur áfellisdómur yfir verklagi Kópavogsbæjar: Deiliskipulag ekki unnið í samræmi við ákvæði reglugerðar, uppdráttur sem sýndur er í grendarkynningu nær ekki til allra breytinga sem gerðar eru, ekki sagt frá að dvalarsvæði í inngarði sé skert með fjölgun bílastæða, sagð að lóð stækki til suðurs þegar hún er stækkuð til norðurs, sagt að 245 fermetra bygging sé vestan við hús sem hún er raunverulega austan við, auk þess sem húsnúmer og hæð húsa stemma ekki við gildandi skipulag. Sumar þessara vitleysa eru klaufalegri en aðrar. Að norður breytist í suður og austur í vestur gæti verið vegna þess að sá sem samdi greinargerð hafi snúið teikningunni vitlaust á borðinu fyrir framan sig. Hin atriðin eru alvarlegri. Þetta er persónuleg reynsla okkar hjóna. Svo hef ég heyrt af reynslu fólksins í Hamraborginni sem er með fjölda mála í gangi hjá Úrskurðarnefndinni. Að ekki sé minnst á skipulag Suðurlandsvegarins sem liggur innan lögsögu Kópavogsbæjar í Lögbergsbrekku. Þar felldi fyrrnefnd nefnd framkvæmdaleyfi bæjarins úr gildi eftir að framkvæmdir voru hafnar með ærnum tilkostnaði fyrir alla hlutaðeigandi. Sá kostnaður hefði sparast hefði verklag bæjarins verið betra. Ég leyfi mér að draga þá ályktun að þessi persónulega reynsla afhjúpi vinnulag í skipulagsmálum sem þjónar ekki hagsmunum íbúa og almennings. Þess vegna þótti mér vænt um að vera boðið að sitja á lista hjá Vinum Kópavogs. Vinir Kópavogs vilja að skipulag sé fyrir fólk en ekki verktaka, að skipulag skili umgjörð fyrir gott og gjöfult og skemmtilegt mannlíf. Ég vil hvetja alla Kópavogsbúa sem vilja lifandi, manneskjulegan og skemmtilegan bæ til þess að setja X við Y á laugardaginn. Höfundur er prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og situr í 21. sæti á lista Vina Kópavogs til bæjarstjórnakosninga vorið 2022.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun