Börnin eiga betra skilið - Bíddu pabbi Geir Ólafsson skrifar 10. maí 2022 18:00 Sem faðir og einstaklingur í okkar samfélagi er sorglegt til þess að hugsa að ungt fólk, börn með fjölþættan vanda, þurfi að bíða eftir greiningum á sínum vanda svo árum skiptir. Lífskeið barns er stutt og hver mínúta, hver klukkustund er mikilvæg. Svo árum skiptir hafa læknar Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans (BUGL) barist fyrir því að úr þessu ástandi verði bætt. Í lögum nr. 83/2003 um Ráðgjafa- og greiningastöð ríkisins segir í 1. mgr. laganna: ,,Markmið laga þessara er að tryggja að börn með alvarlegar þroskaraskanir sem geta leitt til fötlunar fái greiningu, ráðgjöf og önnur úrræði sem miða að því að draga úr afleiðingum röskunarinnar, enn fremur að tryggja öflun, viðhald og miðlun fræðilegrar þekkingar á þessu sviði." Vandi barnanna er mikill og aðstandendur þeirra oftar en ekki ráðþrota. Miðflokkurinn vill koma upp e.k. forgreiningu á stöðu barna sem fagfólk á vegum borgarinnar gætu mótað. Með því má styðja betur við skóla, börnin og aðstandendur þeirra. Í 3. mgr. segir að markmið; „Ráðgjafar- og greiningarstöðvar er fjölþætt og fjölskyldumiðuð með áherslu á snemmtæka íhlutun. Leiðarljós þjónustunnar er að stuðla að sjálfsbjörg barns og virkri þátttöku þess í samfélaginu.“ Taki það aðstandendur barna mörg ár að fá viðeigandi greiningu á barni, svo grípa megi inn með snemmtækri íhlutun, er raunveruleg hætta að barn fái ekki rétta meðferð, rétt lyf og viðeigandi úrræði önnur. Hér gæti verið um vandamál vegna málþroska, lesblindu og margvísleg þroskafrávik önnur. Ekki aðeins er mikilvægt að bregðast ekki barninu heldur ekki síður að tryggja foreldrum og öðrum aðstandendum blómlega framtíð fyrir barnið. Börn með fötlun eiga þennan rétt og sáttmáli Sameinuðuþjóðanna um málefni þeirra staðfestir það. Ekki er séð, þrátt fyrir barnamála- eða heilbrigðisráðherra, að það sé brugðist skjótt við. Foreldrar hafa þurft að berjast fyrir réttindum fatlaðra barna sinna svo úr þeim mörgum er úr allur þróttur og vonleysi blasir við. Við í Miðflokknum erum raunsönn, framkvæmum það sem við höfum lofað og mun ég gera mitt allra besta til að standa vörð um þennan málstað. „Bíddu pabbi, bíddu mín, bíddu því ég kem til þín.“ Við munum ekki láta ykkur bíða of lengi. Höfundur er tónlistarmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Mest lesið Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sem faðir og einstaklingur í okkar samfélagi er sorglegt til þess að hugsa að ungt fólk, börn með fjölþættan vanda, þurfi að bíða eftir greiningum á sínum vanda svo árum skiptir. Lífskeið barns er stutt og hver mínúta, hver klukkustund er mikilvæg. Svo árum skiptir hafa læknar Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans (BUGL) barist fyrir því að úr þessu ástandi verði bætt. Í lögum nr. 83/2003 um Ráðgjafa- og greiningastöð ríkisins segir í 1. mgr. laganna: ,,Markmið laga þessara er að tryggja að börn með alvarlegar þroskaraskanir sem geta leitt til fötlunar fái greiningu, ráðgjöf og önnur úrræði sem miða að því að draga úr afleiðingum röskunarinnar, enn fremur að tryggja öflun, viðhald og miðlun fræðilegrar þekkingar á þessu sviði." Vandi barnanna er mikill og aðstandendur þeirra oftar en ekki ráðþrota. Miðflokkurinn vill koma upp e.k. forgreiningu á stöðu barna sem fagfólk á vegum borgarinnar gætu mótað. Með því má styðja betur við skóla, börnin og aðstandendur þeirra. Í 3. mgr. segir að markmið; „Ráðgjafar- og greiningarstöðvar er fjölþætt og fjölskyldumiðuð með áherslu á snemmtæka íhlutun. Leiðarljós þjónustunnar er að stuðla að sjálfsbjörg barns og virkri þátttöku þess í samfélaginu.“ Taki það aðstandendur barna mörg ár að fá viðeigandi greiningu á barni, svo grípa megi inn með snemmtækri íhlutun, er raunveruleg hætta að barn fái ekki rétta meðferð, rétt lyf og viðeigandi úrræði önnur. Hér gæti verið um vandamál vegna málþroska, lesblindu og margvísleg þroskafrávik önnur. Ekki aðeins er mikilvægt að bregðast ekki barninu heldur ekki síður að tryggja foreldrum og öðrum aðstandendum blómlega framtíð fyrir barnið. Börn með fötlun eiga þennan rétt og sáttmáli Sameinuðuþjóðanna um málefni þeirra staðfestir það. Ekki er séð, þrátt fyrir barnamála- eða heilbrigðisráðherra, að það sé brugðist skjótt við. Foreldrar hafa þurft að berjast fyrir réttindum fatlaðra barna sinna svo úr þeim mörgum er úr allur þróttur og vonleysi blasir við. Við í Miðflokknum erum raunsönn, framkvæmum það sem við höfum lofað og mun ég gera mitt allra besta til að standa vörð um þennan málstað. „Bíddu pabbi, bíddu mín, bíddu því ég kem til þín.“ Við munum ekki láta ykkur bíða of lengi. Höfundur er tónlistarmaður
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun