Nú hafa fleiri aðstandendur og vinir keppenda og annarra í hópnum flogið út til Ítalíu til þess að að taka þátt í þessu ævintýri og auðvitað fylgjast með úrslitunum. Fleiri munu svo bætast við í vikunni. Ekki eru þó allir Íslendingarnir hérna úti í Tórínó með miða á lokakvöldið.
Íslenski hópurinn fékk langþráðan frídag í gær frá formlegum æfingum og viðtölum eftir mikla keyrslu síðustu daga.

Guðrún Jóna Stefánsdóttir unnusta Rúnars Freys Gíslasonar er mætt til Ítalíu og flökkuðu um Tórínó í gær.
Íris Tanja Flygering kærasta Elínar Eyþórsdóttur birti flotta mynd af sér í borginni gær.
Felix Bergsson birti mynd af sér ásamt eiginmanninum Baldri Þórhallssyni en þeir náðu að skoða borgina saman í gær.
Hópurinn endaði svo daginn á því að fara saman út að borða og sýndu þau frá því á samfélagsmiðlum. Eins og systkinin hafa talað um í viðtölum í Júrógarðinum stendur mjög þéttur hópur í kringum þau.

Í kvöld fer fram seinna undanúrslitakvöld Eurovision en á morgun æfa Systur svo á sviðinu í Pala Alpitour höllinni ásamt öllum þeim sem komast áfram á lokakvöldið.
Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir eru fulltrúar fréttastofunnar á Eurovision í Tórínó á Ítalíu. Munu þær birta fréttir, viðtöl, hlaðvörp og auðvitað líka reglulega þætti af Júrógarðinum.
Alla umfjöllun okkar um Eurovision keppnina má finna HÉR á Lífinu á Vísi.