Megi heppnin vera með þér… að loknu fæðingarorlofi Heiðdís Geirsdóttir skrifar 12. maí 2022 14:00 Við maðurinn minn erum heppin, ég er á leið aftur að vinna í haust eftir dásamlegt fæðingarorlof og við erum ein af þessum heppnu. Við erum nefnilega með pláss hjá dagforeldri. Þetta er staðreynd og hún er pínulítið galin. Það á ekki að vera spurning um heppni að barn fái dagvistun að loknu fæðingarorlofi. Það er bara ekki sanngjarnt. Þegar frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar var samþykkt árið 2020 og fæðingarorlof lengt í 12 mánuði var mikið framfaraskref stigið. Nú er kominn tími til að taka næsta skref. Sannarlega væri heppilegast ef fæðingarorlof yrði lengt í 18 mánuði og barn kæmist þá beint inn á leikskóla að loknu fæðingarorlofi. Við getum því miður ekki boðið það hér, ríkið þyrfti að koma að slíku. En við getum þó boðið lausnir og fjölgað þeim úrræðum sem standa foreldrum til boða að loknu fæðingarorlofi, núna. Hvaða umönnun barn fær, þau tengsl sem það myndar og áreiti sem það verður fyrir fyrstu ár ævinnar hefur allt mikil mótandi áhrif á barnið. Í Kópavogi eru börn alla jafna komin með leikskólapláss á öðru aldursári, sum aðeins fyrr og önnur seinna, sá breytileiki stafar einkum af því að aðeins er unnt að taka stóran hóp ungra barna inn í skólana að hausti þegar elstu börnin fara á næsta skólastig, í grunnskóla. Með heimgreiðslum til foreldra væri hægt að gera foreldrum það kleift að vera heima með börn sín þar til þau fá pláss á leikskóla eða til tveggja ára aldurs. Það er skref sem Framsókn vill taka og myndi breyta miklu fyrir fjölskyldur ungra barna, núna. En ekki hafa allir foreldrar kost á eða hug á að vera svo lengi frá vinnu, hvað með þá? Jú fjölbreytni er lykilatriði í þessu eins og svo mörgu öðru. Framsókn ætlar að styrkja dagforeldra í bænum, leitast við að fjölga þeim og gera dagvistun hjá dagforeldrum að raunhæfum kosti fyrir foreldra sem það kjósa auk þess að bæta inntökuferli svo það sé ekki bara spurning um heppni að fá pláss. Það má nefnilega ekki gleyma því að leikskólar eru fyrst og fremst skólar, fyrsta skólastigið og því mikilvægt að gera greinarmun á dagvistun og faglegu skólastarfi. Vissulega má einnig tala fyrir fjölgun leikskólarýma og ungbarnadeildum en þau loforð eru eins og að pissa í skóinn sinn, skammgóður vermir. Með sífelldum loforðum um fjölgun barna í leikskólum er vegið að því mikilvæga og metnaðarfulla faglega starfi sem er í leikskólum bæjarins, en það starf er til fyrirmyndar i Kópavogi. Hlutfall faglærða starfsmanna á leikskólum í Kópavogi er með því hæsta sem þekkist á höfuðborgarsvæðinu og viljum við halda því þannig. Með fjölgun leikskólarýma myndi hlutfall leikskólakennara lækka enn frekar og það er ekki sú þróun sem við viljum sjá á fyrsta skólastiginu. Framsókn í Kópavogi vill raunhæfar lausnir en ekki tálsýn, við ætlum að gera það besta fyrir börnin og það er ekki endilega það sama sem hentar öllum börnum og foreldrum, það er því mikilvægt að bjóða fjölbreyttari mögulega að loknu fæðingarorlofi. Verum raunsæ, hættum að stóla á heppnina og mætumst á miðjunni í Kópavogi. Höfundur skipar 8. sæti á lista Framsóknar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fæðingarorlof Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Við maðurinn minn erum heppin, ég er á leið aftur að vinna í haust eftir dásamlegt fæðingarorlof og við erum ein af þessum heppnu. Við erum nefnilega með pláss hjá dagforeldri. Þetta er staðreynd og hún er pínulítið galin. Það á ekki að vera spurning um heppni að barn fái dagvistun að loknu fæðingarorlofi. Það er bara ekki sanngjarnt. Þegar frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar var samþykkt árið 2020 og fæðingarorlof lengt í 12 mánuði var mikið framfaraskref stigið. Nú er kominn tími til að taka næsta skref. Sannarlega væri heppilegast ef fæðingarorlof yrði lengt í 18 mánuði og barn kæmist þá beint inn á leikskóla að loknu fæðingarorlofi. Við getum því miður ekki boðið það hér, ríkið þyrfti að koma að slíku. En við getum þó boðið lausnir og fjölgað þeim úrræðum sem standa foreldrum til boða að loknu fæðingarorlofi, núna. Hvaða umönnun barn fær, þau tengsl sem það myndar og áreiti sem það verður fyrir fyrstu ár ævinnar hefur allt mikil mótandi áhrif á barnið. Í Kópavogi eru börn alla jafna komin með leikskólapláss á öðru aldursári, sum aðeins fyrr og önnur seinna, sá breytileiki stafar einkum af því að aðeins er unnt að taka stóran hóp ungra barna inn í skólana að hausti þegar elstu börnin fara á næsta skólastig, í grunnskóla. Með heimgreiðslum til foreldra væri hægt að gera foreldrum það kleift að vera heima með börn sín þar til þau fá pláss á leikskóla eða til tveggja ára aldurs. Það er skref sem Framsókn vill taka og myndi breyta miklu fyrir fjölskyldur ungra barna, núna. En ekki hafa allir foreldrar kost á eða hug á að vera svo lengi frá vinnu, hvað með þá? Jú fjölbreytni er lykilatriði í þessu eins og svo mörgu öðru. Framsókn ætlar að styrkja dagforeldra í bænum, leitast við að fjölga þeim og gera dagvistun hjá dagforeldrum að raunhæfum kosti fyrir foreldra sem það kjósa auk þess að bæta inntökuferli svo það sé ekki bara spurning um heppni að fá pláss. Það má nefnilega ekki gleyma því að leikskólar eru fyrst og fremst skólar, fyrsta skólastigið og því mikilvægt að gera greinarmun á dagvistun og faglegu skólastarfi. Vissulega má einnig tala fyrir fjölgun leikskólarýma og ungbarnadeildum en þau loforð eru eins og að pissa í skóinn sinn, skammgóður vermir. Með sífelldum loforðum um fjölgun barna í leikskólum er vegið að því mikilvæga og metnaðarfulla faglega starfi sem er í leikskólum bæjarins, en það starf er til fyrirmyndar i Kópavogi. Hlutfall faglærða starfsmanna á leikskólum í Kópavogi er með því hæsta sem þekkist á höfuðborgarsvæðinu og viljum við halda því þannig. Með fjölgun leikskólarýma myndi hlutfall leikskólakennara lækka enn frekar og það er ekki sú þróun sem við viljum sjá á fyrsta skólastiginu. Framsókn í Kópavogi vill raunhæfar lausnir en ekki tálsýn, við ætlum að gera það besta fyrir börnin og það er ekki endilega það sama sem hentar öllum börnum og foreldrum, það er því mikilvægt að bjóða fjölbreyttari mögulega að loknu fæðingarorlofi. Verum raunsæ, hættum að stóla á heppnina og mætumst á miðjunni í Kópavogi. Höfundur skipar 8. sæti á lista Framsóknar í Kópavogi.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun