Flokkadráttur skaðar lýðræðið Arnar Þór Jónsson skrifar 13. maí 2022 10:10 „Markmið áróðursmeistarans er að láta einn flokk manna gleyma því að fólk í öðrum flokkum sé mennskt.“ Ofangreind tilvitnun er höfð eftir Aldous Huxley (1894-1963), höfund bókanna Brave New World (1932) og Brave New World Revisited (1958). Í síðarnefnda ritinu segir Huxley að einræðisherrar fyrri tíðar hafi fallið af stalli þar sem þeir hafi „aldrei getað séð þegnunum fyrir nægilega miklu brauði, fjölleikasýningum, kraftaverkum og leyndardómum“. Þeir hafi heldur ekki ráðið yfir nægilega skilvirku kerfi til að stýra hugsunum fólks. Huxley setti fram þann spádóm að undir vísindalegu gerræði yrði menntakerfinu beitt í þágu valdsins. Slíkt uppeldi tryggði að flestum dytti aldrei í hug að rísa gegn ríkjandi stjórnvöldum. Á þessum grunni taldi Huxley ekkert benda til þess að vísindalegri harðstjórn yrði nokkru sinni velt af stalli: Óspennandi sannleika mætti alltaf fela með spennandi lygi. Við lifum nú á tímum þegar hrollvekjandi vísindaskáldskapur Huxleys færist stöðugt nær raunveruleikanum: Eftirlitsstofnanir og tæknirisar seilast sífellt lengra inn í einkalíf almennings; heilnæm einstaklingshyggja og heilbrigð skynsemi víkur fyrir kröfum um kæfandi hlýðni og þegjandi undirgefni; borgaralegt frelsi á í vök að verjast gagnvart hvers kyns ofríki. Í slíku umhverfi er þess jafnvel krafist að vikið sé frá grundvallarskilyrðum réttarríkisins um það að allir séu jafnir fyrir lögunum. Áróðursvélarnar mala daglangt og árlangt í þágu þeirra sem gera tilkall til áhrifa og valda. En hverjir knýja þessar vélar áfram? Einn háskalegasti maður 20. aldar, Edward Bernays (1891-1995), sagði að þeir sem það gerðu væru í raun hinir „ósýnilegu valdhafar“ og hin „sanna valdastétt“. Ef við viljum geta greint rétt frá röngu, sannleik frá lygi, þá getum við ekki leyft okkur að aftengja eigin dómgreind. Við þurfum að geta séð það sem er satt, ekki bara það sem er þægilegt. Sem hugsandi, kjósandi, ábyrgar siðferðisverur getum við m.ö.o. ekki byggt heimsmynd okkar á áróðri. Til að fræðast nánar um fyrirbærið áróður og allan þann háska sem af því stafar, gefst okkur tækifæri til að sækja fyrirlestur prófessors Mark Crispin Miller nk. laugardag í Hörpu, kl. 13.00. Við þurfum ekki að vera sammála, en við getum hlustað með opnum huga og nýtt reynslu hans til að skerpa á eigin athygli, hugsun og dómgreind. Á þeim grunni getum við nýtt kosningaréttinn á ábyrgan, fordómalausan og upplýstan hátt. Það er réttur okkar og skylda gagnvart lýðræðinu. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Þór Jónsson Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Sjá meira
„Markmið áróðursmeistarans er að láta einn flokk manna gleyma því að fólk í öðrum flokkum sé mennskt.“ Ofangreind tilvitnun er höfð eftir Aldous Huxley (1894-1963), höfund bókanna Brave New World (1932) og Brave New World Revisited (1958). Í síðarnefnda ritinu segir Huxley að einræðisherrar fyrri tíðar hafi fallið af stalli þar sem þeir hafi „aldrei getað séð þegnunum fyrir nægilega miklu brauði, fjölleikasýningum, kraftaverkum og leyndardómum“. Þeir hafi heldur ekki ráðið yfir nægilega skilvirku kerfi til að stýra hugsunum fólks. Huxley setti fram þann spádóm að undir vísindalegu gerræði yrði menntakerfinu beitt í þágu valdsins. Slíkt uppeldi tryggði að flestum dytti aldrei í hug að rísa gegn ríkjandi stjórnvöldum. Á þessum grunni taldi Huxley ekkert benda til þess að vísindalegri harðstjórn yrði nokkru sinni velt af stalli: Óspennandi sannleika mætti alltaf fela með spennandi lygi. Við lifum nú á tímum þegar hrollvekjandi vísindaskáldskapur Huxleys færist stöðugt nær raunveruleikanum: Eftirlitsstofnanir og tæknirisar seilast sífellt lengra inn í einkalíf almennings; heilnæm einstaklingshyggja og heilbrigð skynsemi víkur fyrir kröfum um kæfandi hlýðni og þegjandi undirgefni; borgaralegt frelsi á í vök að verjast gagnvart hvers kyns ofríki. Í slíku umhverfi er þess jafnvel krafist að vikið sé frá grundvallarskilyrðum réttarríkisins um það að allir séu jafnir fyrir lögunum. Áróðursvélarnar mala daglangt og árlangt í þágu þeirra sem gera tilkall til áhrifa og valda. En hverjir knýja þessar vélar áfram? Einn háskalegasti maður 20. aldar, Edward Bernays (1891-1995), sagði að þeir sem það gerðu væru í raun hinir „ósýnilegu valdhafar“ og hin „sanna valdastétt“. Ef við viljum geta greint rétt frá röngu, sannleik frá lygi, þá getum við ekki leyft okkur að aftengja eigin dómgreind. Við þurfum að geta séð það sem er satt, ekki bara það sem er þægilegt. Sem hugsandi, kjósandi, ábyrgar siðferðisverur getum við m.ö.o. ekki byggt heimsmynd okkar á áróðri. Til að fræðast nánar um fyrirbærið áróður og allan þann háska sem af því stafar, gefst okkur tækifæri til að sækja fyrirlestur prófessors Mark Crispin Miller nk. laugardag í Hörpu, kl. 13.00. Við þurfum ekki að vera sammála, en við getum hlustað með opnum huga og nýtt reynslu hans til að skerpa á eigin athygli, hugsun og dómgreind. Á þeim grunni getum við nýtt kosningaréttinn á ábyrgan, fordómalausan og upplýstan hátt. Það er réttur okkar og skylda gagnvart lýðræðinu. Höfundur er lögmaður.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar