Betri Kópavogur fyrir alla Thelma Bergmann Árnadóttir skrifar 13. maí 2022 11:11 Framboð Vina Kópavogs er ekki sprottið af engu. Borið hefur á gagnrýni á neikvæða umræðu af okkar hálfu. Staðan er einfaldlega sú að þegar gengið er yfir mörk fólks, þá er jákvæðni ekki það sem kemur fyrst í hugann. Í stað þess að nöldra ofan í koddann ákvað góður hópur fólks að gera frekar eitthvað í málunum. Úr því spratt framboð Vina Kópavogs, sem hefur að geyma ótrúlega breiðan hóp fólks, með allskonar þekkingu og reynslu sem öll nýtist í bæjarstjórn, og er í raun stærsti styrkleiki framboðsins. Ef við komumst til áhrifa þá eru jákvæðar breytingar framundan. Við ætlum alls staðar að beita okkur fyrir almenning en ekki sérhagsmunina. Við viljum ekki styðja við að kjósendur þurfi að verja meiri tíma í bíl en fólk neyðist til í dag. Við viljum hugsa og efla þjónustu við íbúa svo að fólk og fjölskyldur blómstri í Kópavogi. Leikskólana og skólana leggjum við áherslu á að efla og samræma til að börnunum í öllum hverfum Kópavogs líði vel, og foreldrum þeirra líka. Það er nefnilega staðreynd að sterk tengsl eru milli líðanar foreldra og barna. Við viljum vinna með öryrkjum og fötluðum og ganga úr skugga um að ekki sé gengið á rétt þeirra og aðgengi í framkvæmdum bæjarins. Aðgengi þeirra á alltaf að vera í forgrunni og ekki má taka skref afturá bak í þeim málum. Við viljum efla lífsgæði samferðamanna okkq4. Við viljum líka standa vörð um íþrótta og menningastarf í bænum. Við viljum einfaldlega eiga gott samráð og samvinnu við bæjarbúa, gæta hagsmuna þeirra allra og byggja mannvænt samfélag sem gott er að búa í. Okkar helsta áherslumál eru virðing við íbúa og skipulagsmál. Við höfum fengið mikið lof fyrir það, en líka verið spurð um önnur málefni. Ég vek athygli á að skipulagsmálin, framtíðarsýnin sem mótuð er í skipulægi, tengis flest öllum viðfangsefnum sveitafélaga á einhvern hátt. Þetta helst allt í hendur. Leikskólamál tengjast skipulagsmálum, heilbrigðismál tengjast skipulagsmálum, málefni aldraðra og öryrkja tengjast skipulagsmálum. Málefni flóttafólks tengjast skipulagsmálum, og lengi mætti telja. Óskipulag og óhófleg þétting á þröngu svæðum sprengir alla innviði sem þjóna íbúum bæjarins. Það er eitthvað sem hefur því miður gerst í nokkrum hverfum bæjarins, og það eru fordæmin sem fólk óttast. Stóra spurningin er, hvaða hverfi er næst? Vinir Kópavogs eru fyrir allan Kópavog, ekki bara þau hverfi sem lent hafa í átökum við bæinn vegna óhóflegrar þéttingar og álags á umferð og þjónustu svæðisins. Frístundastyrkur barna Eitt mál verð ég að minnast á sérstaklega: Mér finnst strax þurfa að taka ákvarðanir um aðfrístundastyrkurinn dekki amk tvær tómstundir barna svo að öll börn fái jöfn tækifæri, þegar kemur að því að velja sér tómstundir. Því miður er það svo að allt of mörg börn geta bara valið sér eina grein til að stunda, og sum hver ekki neina. Ég vil að við leiðréttum þessa skekkju. Já takk. Kæri kjósandi, sá sem nýtir kosningarétt sinn skilar aldrei „dauðu atkvæði“. Hann tekur afstöðu um hvernig samfélag hann vill sjá þróast. Nú er mál að rísa upp, og segja „já takk“ við alvöru hagsmunagæslu fyrir íbúa og íbúalýðræði, vönduðum vinnubrögðum, jafnræði og fyrirsjáanlega. Með því að seta X við Y gerirðu það. Höfundur er fjármálastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Framboð Vina Kópavogs er ekki sprottið af engu. Borið hefur á gagnrýni á neikvæða umræðu af okkar hálfu. Staðan er einfaldlega sú að þegar gengið er yfir mörk fólks, þá er jákvæðni ekki það sem kemur fyrst í hugann. Í stað þess að nöldra ofan í koddann ákvað góður hópur fólks að gera frekar eitthvað í málunum. Úr því spratt framboð Vina Kópavogs, sem hefur að geyma ótrúlega breiðan hóp fólks, með allskonar þekkingu og reynslu sem öll nýtist í bæjarstjórn, og er í raun stærsti styrkleiki framboðsins. Ef við komumst til áhrifa þá eru jákvæðar breytingar framundan. Við ætlum alls staðar að beita okkur fyrir almenning en ekki sérhagsmunina. Við viljum ekki styðja við að kjósendur þurfi að verja meiri tíma í bíl en fólk neyðist til í dag. Við viljum hugsa og efla þjónustu við íbúa svo að fólk og fjölskyldur blómstri í Kópavogi. Leikskólana og skólana leggjum við áherslu á að efla og samræma til að börnunum í öllum hverfum Kópavogs líði vel, og foreldrum þeirra líka. Það er nefnilega staðreynd að sterk tengsl eru milli líðanar foreldra og barna. Við viljum vinna með öryrkjum og fötluðum og ganga úr skugga um að ekki sé gengið á rétt þeirra og aðgengi í framkvæmdum bæjarins. Aðgengi þeirra á alltaf að vera í forgrunni og ekki má taka skref afturá bak í þeim málum. Við viljum efla lífsgæði samferðamanna okkq4. Við viljum líka standa vörð um íþrótta og menningastarf í bænum. Við viljum einfaldlega eiga gott samráð og samvinnu við bæjarbúa, gæta hagsmuna þeirra allra og byggja mannvænt samfélag sem gott er að búa í. Okkar helsta áherslumál eru virðing við íbúa og skipulagsmál. Við höfum fengið mikið lof fyrir það, en líka verið spurð um önnur málefni. Ég vek athygli á að skipulagsmálin, framtíðarsýnin sem mótuð er í skipulægi, tengis flest öllum viðfangsefnum sveitafélaga á einhvern hátt. Þetta helst allt í hendur. Leikskólamál tengjast skipulagsmálum, heilbrigðismál tengjast skipulagsmálum, málefni aldraðra og öryrkja tengjast skipulagsmálum. Málefni flóttafólks tengjast skipulagsmálum, og lengi mætti telja. Óskipulag og óhófleg þétting á þröngu svæðum sprengir alla innviði sem þjóna íbúum bæjarins. Það er eitthvað sem hefur því miður gerst í nokkrum hverfum bæjarins, og það eru fordæmin sem fólk óttast. Stóra spurningin er, hvaða hverfi er næst? Vinir Kópavogs eru fyrir allan Kópavog, ekki bara þau hverfi sem lent hafa í átökum við bæinn vegna óhóflegrar þéttingar og álags á umferð og þjónustu svæðisins. Frístundastyrkur barna Eitt mál verð ég að minnast á sérstaklega: Mér finnst strax þurfa að taka ákvarðanir um aðfrístundastyrkurinn dekki amk tvær tómstundir barna svo að öll börn fái jöfn tækifæri, þegar kemur að því að velja sér tómstundir. Því miður er það svo að allt of mörg börn geta bara valið sér eina grein til að stunda, og sum hver ekki neina. Ég vil að við leiðréttum þessa skekkju. Já takk. Kæri kjósandi, sá sem nýtir kosningarétt sinn skilar aldrei „dauðu atkvæði“. Hann tekur afstöðu um hvernig samfélag hann vill sjá þróast. Nú er mál að rísa upp, og segja „já takk“ við alvöru hagsmunagæslu fyrir íbúa og íbúalýðræði, vönduðum vinnubrögðum, jafnræði og fyrirsjáanlega. Með því að seta X við Y gerirðu það. Höfundur er fjármálastjóri.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun