Hvað leynist í dýnunni?
- Sviti í lítravís! Meðalmaður skilar af sér 250 ml af svita yfir nóttina. Það þýðir að hátt í 90 lítrar af svita enda í dýnunni þinni á ári! Þá eru ekki meðtalin slysin sem geta orðið, til dæmis þegar við hellum niður kaffinu sem okkur var fært í rúmið.
- Mögulega mygla! Uppsafnaður raki í rúmdýnu er ávísun á að mygla geti myndast með tilheyrandi áhættu fyrir heilsuna.
- Dauðar húðfrumur og rykmaurar! Allan sólarhringinn hrynja af okkur dauðar húðfrumur og ekki nóg með það þá eru þær í sérstöku uppáhaldi rykmauranna sem búa í svefnherberginu. Já þú last rétt, rykmaurar búa í rúminu þínu og skipta hundruðum þúsunda. Samkvæmt Vísindavef HÍ þrífast rykmaurarnir best ef hitastigið er yfir 20 gráðum og rakastigið yfir 50% og það sem verra er, eftir að þeir hafa nærst á húðflögum skilja þeir eftir sig úrgang. Oj.

Lausnin er einföld
- Nota hlífðarlak á dýnuna númer eitt tvö og þrjú! Hlífðarlakið ver dýnuna fyrir svita, húðfrumum og hverslags slysum og lítið mál er að demba því í þvottavél með reglulegu millibili. Hlífðarlökin frá Caress í Vogue fyrir heimilið eru 100% vatnsheld en anda samt ótrúlega vel og verja þannig dýnuna án þess að breyta eiginleikum hennar. Hlífðarlökin eru fáanleg í öllum stærðum og ná 40 cm niður. Dýnan helst blettalaus og fersk og þú getur lagst til svefns í hreinu rúmi.

- Ekki búa um rúmið. Betra er að láta lofta vel um dýnuna yfir daginn og sniðugt að brjóta sængina einfaldlega saman til fóta áður en farið er til vinnu á morgnana og hafa gluggann opinn. Svo má búa um þegar heim er komið til að hafa snyrtilegt.

- Ryksuga svefnherbergið oft og strjúka úr gluggum því algengt er að í einu grammi af ryki séu 100 til 500 rykmaurar en þeir geta verið allt að 20 þúsund. Hve oft á að ryksuga? Hver rykmaur lifir í 3 til 4 vikur og getur átt 25 til 30 þúsund afkvæmi á þeim tíma. Því oftar sem ryksugan er á ferðinni í viku því betra.
