Þurfa allir að eiga húsnæði? Bergljót Kristinsdóttir skrifar 13. maí 2022 12:11 Íslendingar skera sig úr hópi annarra Evrópubúa með því að flestir telja nauðsynlegt að eiga sitt eigið húsnæði. Þetta sjónarmið er mögulega að breytast með yngri kynslóðum sem hafa kynnst öðrum sjónarmiðum. Í flestum borgum Evrópu er hlutfall leiguíbúða mun hærra en hér þekkist og krafa um húsnæðiseign ekki eins sjálfsögð og hérlendis. Í Berlín er t.d. um 80% íbúða leiguhúsnæði. Þar eru líka gerðar kröfur til húsnæðiseigenda sem koma í veg fyrir óheft leiguverð. T.d. má ekki hækka leigu nema gerðar séu lagfæringar eða breytingar á húsnæðinu sem gera það verðmætara. Af hverju? Allir vilja öruggt þak yfir höfuðið. Skiljanlega. Hérlendis hafa húseigendum á hinum almenna leigumarkaði aldrei verið sett skilyrði sem koma í veg fyrir óheft leiguverð og leigjendur hafa lítið búsetuöryggi. Eðlileg afleiðing þess er að fólk keppist við að eignast sitt eigið húsnæði þar sem það situr sjálft við stjórnvölinn oft án þess að geta það með góðu móti fjárhagslega. Gamla sjálfstæðishugsjónin að vera sinn eigin herra er þrautseig í minni þjóðarinnar. Er betra að eiga húsnæði? Þjóðin hefur breyst frá því að vera þúsundþjalasmiðir sem byggðu sín hús og sinntu öllu viðhaldi, allt frá málningu til pípulagna, í það að sérhæfa sig innan einnar faggreinar og láta aðra sérfræðinga um að sinna þeim málum sem ekki eru á þekkingarsviði hvers og eins. Þessi breyting hefur það í för með sér að flestum ætti að vera þægð í því að þurfa ekki að hafa áhyggjur af viðhaldi húseigna. Betra að láta sérfræðingana um viðhaldið og að fylgjast með þörf á viðhaldi sem skiptir ekki minna máli. Leigufélög eða búseturéttaríbúðir þar sem séð er um allt viðhald eru góður kostur fyrir þá sem ekki eru þúsundþjalasmiðir. Við eigum að þora að byggja upp sterk óhagnaðardrifin leigufélög sem sinna þörfum íbúanna. Sunnuhlíðarsamtökin í Kópavogi eru dæmi um óhagnaðardrifin búseturéttarsamtök fyrir eldra fólk. Þar er alltaf langur biðlisti fólks sem bíður þess að komast í öruggt skjól án þess að hafa áhyggjur af viðhaldi. Staðan í Kópavogi Meirihluti sjálfstæðis- og framsóknarmanna hefur verið nær óslitið við völd í Kópavogi í 32 ár. Þeir eru enn fastir hugsunarhætti Bjarts í Sumarhúsum þar sem öllu skipti að vera sjálfs síns herra. Þar á bæ er staðhæft að allir vilji eignast sitt eigið húsnæði. Ef hamrað er nógu lengi á sömu tuggunni og ekkert gert til að breyta hugsunarhætti þá er eðlilegt að almenningur telji það hið eina rétta. En með breyttri samsetningu þjóðfélagsins þurfum við að líta til annarra kosta sem eru jafnvel betri. Óhagnaðardrifið búseturéttar- og leigukerfi þar sem íbúar bera ekki ábyrgð á viðhaldi er valkostur sem öll sveitarfélög eiga að stuðla að. Þannig þjónar sveitarfélagið íbúunum best. Samfylkingin í Kópavogi vill styðja við slík félög. Kjósum jafnrétti til húsnæðis á laugardaginn. Höfundur er oddvitaefni Samfylkingarinnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Kópavogur Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Húsnæðismál Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Íslendingar skera sig úr hópi annarra Evrópubúa með því að flestir telja nauðsynlegt að eiga sitt eigið húsnæði. Þetta sjónarmið er mögulega að breytast með yngri kynslóðum sem hafa kynnst öðrum sjónarmiðum. Í flestum borgum Evrópu er hlutfall leiguíbúða mun hærra en hér þekkist og krafa um húsnæðiseign ekki eins sjálfsögð og hérlendis. Í Berlín er t.d. um 80% íbúða leiguhúsnæði. Þar eru líka gerðar kröfur til húsnæðiseigenda sem koma í veg fyrir óheft leiguverð. T.d. má ekki hækka leigu nema gerðar séu lagfæringar eða breytingar á húsnæðinu sem gera það verðmætara. Af hverju? Allir vilja öruggt þak yfir höfuðið. Skiljanlega. Hérlendis hafa húseigendum á hinum almenna leigumarkaði aldrei verið sett skilyrði sem koma í veg fyrir óheft leiguverð og leigjendur hafa lítið búsetuöryggi. Eðlileg afleiðing þess er að fólk keppist við að eignast sitt eigið húsnæði þar sem það situr sjálft við stjórnvölinn oft án þess að geta það með góðu móti fjárhagslega. Gamla sjálfstæðishugsjónin að vera sinn eigin herra er þrautseig í minni þjóðarinnar. Er betra að eiga húsnæði? Þjóðin hefur breyst frá því að vera þúsundþjalasmiðir sem byggðu sín hús og sinntu öllu viðhaldi, allt frá málningu til pípulagna, í það að sérhæfa sig innan einnar faggreinar og láta aðra sérfræðinga um að sinna þeim málum sem ekki eru á þekkingarsviði hvers og eins. Þessi breyting hefur það í för með sér að flestum ætti að vera þægð í því að þurfa ekki að hafa áhyggjur af viðhaldi húseigna. Betra að láta sérfræðingana um viðhaldið og að fylgjast með þörf á viðhaldi sem skiptir ekki minna máli. Leigufélög eða búseturéttaríbúðir þar sem séð er um allt viðhald eru góður kostur fyrir þá sem ekki eru þúsundþjalasmiðir. Við eigum að þora að byggja upp sterk óhagnaðardrifin leigufélög sem sinna þörfum íbúanna. Sunnuhlíðarsamtökin í Kópavogi eru dæmi um óhagnaðardrifin búseturéttarsamtök fyrir eldra fólk. Þar er alltaf langur biðlisti fólks sem bíður þess að komast í öruggt skjól án þess að hafa áhyggjur af viðhaldi. Staðan í Kópavogi Meirihluti sjálfstæðis- og framsóknarmanna hefur verið nær óslitið við völd í Kópavogi í 32 ár. Þeir eru enn fastir hugsunarhætti Bjarts í Sumarhúsum þar sem öllu skipti að vera sjálfs síns herra. Þar á bæ er staðhæft að allir vilji eignast sitt eigið húsnæði. Ef hamrað er nógu lengi á sömu tuggunni og ekkert gert til að breyta hugsunarhætti þá er eðlilegt að almenningur telji það hið eina rétta. En með breyttri samsetningu þjóðfélagsins þurfum við að líta til annarra kosta sem eru jafnvel betri. Óhagnaðardrifið búseturéttar- og leigukerfi þar sem íbúar bera ekki ábyrgð á viðhaldi er valkostur sem öll sveitarfélög eiga að stuðla að. Þannig þjónar sveitarfélagið íbúunum best. Samfylkingin í Kópavogi vill styðja við slík félög. Kjósum jafnrétti til húsnæðis á laugardaginn. Höfundur er oddvitaefni Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun