Virðing vinnandi fólks Drífa Snædal skrifar 13. maí 2022 15:40 Barátta hinna vinnandi stétta hefur ekki bara snúist um atvinnu- og afkomuöryggi síðan í árdaga heldur ekki síður að geta borið höfuðið hátt, eiga rödd í samfélaginu og geta talað og tjáð sig án þess að hefnast fyrir það. Það er líka grundvöllur lýðræðisríkja og stöðugt hefur lagaramminn verið þéttur, nú síðast með vernd uppljóstrara. Að því sögðu er munur á málfrelsi og hatursorðræðu, munur sem flest eru með á hreinu. Sem vinnandi manneskja áttu að geta talað frjálst á kaffistofunni, viðrað þínar skoðanir og meira að segja haft áhuga og álit á störfum yfirmanna. Það er hluti af því að vera frjáls manneskja að geta talað frjálst án þess að hefnast fyrir það. Í vikunni fékk ég þær upplýsingar að Icelandair krefði flugfreyjur og -þjóna um að nota app til að meta samstarfsfólk sitt, meðal annars frammistöðu, samskiptahæfileika og viðhorf til yfirmanna og fyrirtækis. Það er alls óvíst hvernig þessar upplýsingar verða notaðar, af hverju aðeins þessi stétt er útsett fyrir þessum reglum en ekki til dæmis flugmenn og hvernig þetta hefur áhrif á stöðu atvinnu- og afkomuöryggi. Eitt er þó vitað; að hvetja fólk til að vera stöðugt að meta samstarfsfélaga býr til tortryggni, gerir fólk vart um sig og ýtir undir þöggun. Flugfreyjur og -þjónar eru stétt sem reglulega er sagt upp störfum vegna samdráttar og nýlega var Icelandair dæmt fyrir brot á reglum um endurráðningar þar sem starfsreynsla var látin víkja. Það er því fullt tilefni fyrir starfsfólk að vera uggandi yfir eigin stöðu þegar því ber að klaga vinnufélaga eftir hverja vakt. Vinnufélaga sem það starfar ekki með á hverjum degi og þekkja oft lítið. Það er hvorki virðing fyrir málfrelsi né virðing vinnandi fólks sem ræður þarna ferðinni heldur eitthvað allt, allt annað. Á morgun er kosið til sveitastjórna. Rétturinn til að kjósa er ekki sjálfsagður og lýðræði stendur höllum fæti víða í heiminum - nýtum réttinn okkar og skilum okkar atkvæði á morgun! Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Barátta hinna vinnandi stétta hefur ekki bara snúist um atvinnu- og afkomuöryggi síðan í árdaga heldur ekki síður að geta borið höfuðið hátt, eiga rödd í samfélaginu og geta talað og tjáð sig án þess að hefnast fyrir það. Það er líka grundvöllur lýðræðisríkja og stöðugt hefur lagaramminn verið þéttur, nú síðast með vernd uppljóstrara. Að því sögðu er munur á málfrelsi og hatursorðræðu, munur sem flest eru með á hreinu. Sem vinnandi manneskja áttu að geta talað frjálst á kaffistofunni, viðrað þínar skoðanir og meira að segja haft áhuga og álit á störfum yfirmanna. Það er hluti af því að vera frjáls manneskja að geta talað frjálst án þess að hefnast fyrir það. Í vikunni fékk ég þær upplýsingar að Icelandair krefði flugfreyjur og -þjóna um að nota app til að meta samstarfsfólk sitt, meðal annars frammistöðu, samskiptahæfileika og viðhorf til yfirmanna og fyrirtækis. Það er alls óvíst hvernig þessar upplýsingar verða notaðar, af hverju aðeins þessi stétt er útsett fyrir þessum reglum en ekki til dæmis flugmenn og hvernig þetta hefur áhrif á stöðu atvinnu- og afkomuöryggi. Eitt er þó vitað; að hvetja fólk til að vera stöðugt að meta samstarfsfélaga býr til tortryggni, gerir fólk vart um sig og ýtir undir þöggun. Flugfreyjur og -þjónar eru stétt sem reglulega er sagt upp störfum vegna samdráttar og nýlega var Icelandair dæmt fyrir brot á reglum um endurráðningar þar sem starfsreynsla var látin víkja. Það er því fullt tilefni fyrir starfsfólk að vera uggandi yfir eigin stöðu þegar því ber að klaga vinnufélaga eftir hverja vakt. Vinnufélaga sem það starfar ekki með á hverjum degi og þekkja oft lítið. Það er hvorki virðing fyrir málfrelsi né virðing vinnandi fólks sem ræður þarna ferðinni heldur eitthvað allt, allt annað. Á morgun er kosið til sveitastjórna. Rétturinn til að kjósa er ekki sjálfsagður og lýðræði stendur höllum fæti víða í heiminum - nýtum réttinn okkar og skilum okkar atkvæði á morgun! Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar