Ný könnun Maskínu: Pawel úti, Líf inni og Framsókn fær fjóra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. maí 2022 16:41 Framsóknarflokkurinn náði góðum árangri í Alþingiskosningunum síðastliðið haust. Allt bendir til góðs árangurs í borginni í ár þar sem sjónvarpsmaðurinn Einar Þorsteinsson er í oddvitasæti. Vísir/Vilhelm Núverandi meirihluti í Reykjavík fengi tólf fulltrúa af 23 samkvæmt nýrri könnun Maskínu um fylgi flokkanna. Fylgi Framsóknar er á pari við Pírata en báðir flokkar fengju fjóra borgarfulltrúa verði niðurstaðan á morgun í samræmi við könnunina. Samfylkingin heldur velli sem stærsti flokkurinn í borginni í nýju könnuninni sem byggir á 660 svörum til Maskínu frá því í gær og í dag. Fylgi upp á 22,8 prósent myndi skila sex borgarfulltrúum samanborið við þá sjö sem flokkurinn hefur nú. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 20,5 prósent fylgi og er næststærsti flokkurinn. Slíkt fylgi myndi skila flokknum fimm borgarfulltrúm en flokkurinn hefur í dag átta. Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins sem næði inn fimm mönnum samkvæmt nýju könnuninni.Vísir/vilhelm Framsókn skýst upp fyrir Pírata með 14,6 prósenta fylgi. Framsókn fékk 3,2 prósent fylgi í kosningunum fyrir fjórum árum en fengi fjóra nú. Píratar mælast með 14,5 prósenta fylgi og myndu fjölga borgarfulltrúum úr tveimur í fjóra. Að neðan má sjá niðurstöður síðustu kannana Maskínu og úrslitin í kosningunum fyrir fjórum árum. Flokkur fólksins eykur stöðugt við fylgi sitt og er kominn í 6,5 prósent. Það dugar þó ekki til að fjölga borgarfulltrúum og aðeins oddvitinn Kolbrún Baldursdóttir næði inn. Sósíalistaflokkkurinn er á svipuðum slóðum með 6,3 prósent fylgi sem myndi skila inn oddvitanum Sönnu Magdalenu Mörtudóttur. Sanna Magdalena náði kjöri fyrir fjórum árum fyrir Sósíalistaflokkinn og heldur örugglega velli samkvæmt nýju könnuninni. Fylgi flokksins nú er á pari við kosningarnar 2018.Vísir/Vilhelm Viðreisn berst fyrir því að ná tveimur borgarfulltrúum inn en útlitið er ekki gott samkvæmt nýju könnuninni. Flokkurinn mælist með 5,4 prósenta fylgi, sem skilar einum borgarfulltrúa, en fékk 8,2 prósent fyrir fjórum árum. Þá fékk flokkurinn tvo fulltrúa. Nú ríkir mikil óvissa hvort Pawel Bartoszek, sem situr í öðru sæti listans, nái inn. Pawel Bartoszek nær ekki inn í borgarstjórn miðað við nýjustu könnun Maskínu.Vísir/Egill Vinstri græn eru í svipuðu basli. Flokkurinn mælist með 4,2 prósenta fylgi sem skilar aðeins oddvitanum Líf Magneudóttur í borgarstjórn, og það aðeins rétt svo. Stefán Pálsson, sem situr í öðru sæti, næði ekki inn og þarf eitthvað mikið að gerast á kjördag til að flokkurinn nái inn tveimur mönnum, miðað við könnun Maskínu. Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson er í öðru sæti hjá Vinstri grænum í borginni. Miðflokkurinn mælist með 3,5 prósent fylgi sem dugar ekki til að ná inn borgarfulltrúa. Þá segjast 1,2 prósent ætla að kjósa Ábyrga framtíð og 0,6 prósent styðja E-lista Bestu borgarinnar. Núverandi meirihluti Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna fengi tólf fulltrúa eða minnsta mögulega meirihluta. Óhætt er að segja að hann standi tæpt og í nýjum Þjóðarpúls Gallup er hann raunar fallinn. Þjóðarpúlsinn var gerður dagana 9. til 13. maí og samkvæmt honum fengi núverandi meirihluti ellefu fulltrúa. Nokkur samhljómur er með könnun Maskínu og Þjóðarpúlsinum. Þó munar því að Sjálfstæðisflokkurinn missir tvo fulltrúa en ekki þrjá á sama tíma og Píratar bæta við sig einum en ekki tveimur fulltrúum. Óhætt er að segja að núverandi meirihluti standi tæpt.Vísir/Vilhelm Að neðan má sjá niðurstöður úr helstu könnunum undanfarinna vikna í borginni. Skoðanakannanir Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Samfylkingin heldur velli sem stærsti flokkurinn í borginni í nýju könnuninni sem byggir á 660 svörum til Maskínu frá því í gær og í dag. Fylgi upp á 22,8 prósent myndi skila sex borgarfulltrúum samanborið við þá sjö sem flokkurinn hefur nú. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 20,5 prósent fylgi og er næststærsti flokkurinn. Slíkt fylgi myndi skila flokknum fimm borgarfulltrúm en flokkurinn hefur í dag átta. Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins sem næði inn fimm mönnum samkvæmt nýju könnuninni.Vísir/vilhelm Framsókn skýst upp fyrir Pírata með 14,6 prósenta fylgi. Framsókn fékk 3,2 prósent fylgi í kosningunum fyrir fjórum árum en fengi fjóra nú. Píratar mælast með 14,5 prósenta fylgi og myndu fjölga borgarfulltrúum úr tveimur í fjóra. Að neðan má sjá niðurstöður síðustu kannana Maskínu og úrslitin í kosningunum fyrir fjórum árum. Flokkur fólksins eykur stöðugt við fylgi sitt og er kominn í 6,5 prósent. Það dugar þó ekki til að fjölga borgarfulltrúum og aðeins oddvitinn Kolbrún Baldursdóttir næði inn. Sósíalistaflokkkurinn er á svipuðum slóðum með 6,3 prósent fylgi sem myndi skila inn oddvitanum Sönnu Magdalenu Mörtudóttur. Sanna Magdalena náði kjöri fyrir fjórum árum fyrir Sósíalistaflokkinn og heldur örugglega velli samkvæmt nýju könnuninni. Fylgi flokksins nú er á pari við kosningarnar 2018.Vísir/Vilhelm Viðreisn berst fyrir því að ná tveimur borgarfulltrúum inn en útlitið er ekki gott samkvæmt nýju könnuninni. Flokkurinn mælist með 5,4 prósenta fylgi, sem skilar einum borgarfulltrúa, en fékk 8,2 prósent fyrir fjórum árum. Þá fékk flokkurinn tvo fulltrúa. Nú ríkir mikil óvissa hvort Pawel Bartoszek, sem situr í öðru sæti listans, nái inn. Pawel Bartoszek nær ekki inn í borgarstjórn miðað við nýjustu könnun Maskínu.Vísir/Egill Vinstri græn eru í svipuðu basli. Flokkurinn mælist með 4,2 prósenta fylgi sem skilar aðeins oddvitanum Líf Magneudóttur í borgarstjórn, og það aðeins rétt svo. Stefán Pálsson, sem situr í öðru sæti, næði ekki inn og þarf eitthvað mikið að gerast á kjördag til að flokkurinn nái inn tveimur mönnum, miðað við könnun Maskínu. Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson er í öðru sæti hjá Vinstri grænum í borginni. Miðflokkurinn mælist með 3,5 prósent fylgi sem dugar ekki til að ná inn borgarfulltrúa. Þá segjast 1,2 prósent ætla að kjósa Ábyrga framtíð og 0,6 prósent styðja E-lista Bestu borgarinnar. Núverandi meirihluti Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna fengi tólf fulltrúa eða minnsta mögulega meirihluta. Óhætt er að segja að hann standi tæpt og í nýjum Þjóðarpúls Gallup er hann raunar fallinn. Þjóðarpúlsinn var gerður dagana 9. til 13. maí og samkvæmt honum fengi núverandi meirihluti ellefu fulltrúa. Nokkur samhljómur er með könnun Maskínu og Þjóðarpúlsinum. Þó munar því að Sjálfstæðisflokkurinn missir tvo fulltrúa en ekki þrjá á sama tíma og Píratar bæta við sig einum en ekki tveimur fulltrúum. Óhætt er að segja að núverandi meirihluti standi tæpt.Vísir/Vilhelm Að neðan má sjá niðurstöður úr helstu könnunum undanfarinna vikna í borginni.
Skoðanakannanir Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira