Raðmorðingi á kreiki í Bilbao Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 14. maí 2022 17:01 Hinn grunaði færður til yfirheyrslu á lögreglustöð í Bilbao. GettyImages Lögreglan í Baskalandi á Spáni hefur handtekið mann sem er grunaður um að hafa myrt fjóra karlmenn í lok síðasta árs. Hinn grunaði raðmorðingi er 25 ára og rólegur og vinnusamur indælismaður að sögn tengdamóður hans. Fjórir karlmenn fundust látnir í hafnarborginni Bilbao í Baskalandi í september og október í fyrra. Alsæla fannst í líkum þessara fjögurra karla, en þó var ekkert sem benti til þess að mennirnir hefðu verið myrtir. Lögreglu fór þó að gruna að raðmorðingi væri á ferli í borginni þegar bróðir eins hinna látnu upplýsti lögreglu um að búið væri að tæma bankareikning hins látna. Við ítarlegri krufningu kom í ljós að allir fjórir höfðu látist af of stórum skammti af alsælu auk þess sem þeir höfðu allir notað sama stefnumótaappið fyrir karla sem leita karla. Einn slapp lifandi Í desember gerðist svo það að karlmaður í miðborg Bilbao komst við illan leik undan manni sem hann hafði kynnst á þessu sama stefnumótaappi, þegar hinn síðarnefndi reyndi að kyrkja hann. Tilræðismaðurinn lagði á flótta, en gleymdi í látunum bakpoka sínum. Í honum var flaska með fljótandi alsælu og skilríki sem tilheyrðu eða tengdust manni að nafni Nelson David. Lögregla setti þá aukinn kraft í rannsókn málsins, en hélt þó spilunum þétt að sér. Það var svo ekki fyrr en í síðustu viku, rúmum fjórum mánuðum síðar, að dagblaðið El Correo birti mynd og nafn af umræddum Nelson David. Strax sama dag gaf Nelson David sig fram við lögreglu. Hann er 25 ára, frá Kólumbíu og hefur búið í 3 ár á Spáni. Hann sagðist ekkert vita um hvað málið snerist, hann hefði engan myrt eða reynt að myrða og lofaði lögreglu fullri samvinnu. Segir að hinn grunaði sé dagfarsprúður ljúflingur Nelson David hefur átt kærustu síðan í fyrrasumar. Hann starfar á kjúklingastað sem tengdamóðir hans á og rekur. Hún segir í samtali við fjölmiðla að það sé algerlega óhugsandi að Nelson David sé raðmorðingi og það skrímsli sem fjölmiðlar dragi upp af honum. Hann sé rólegur og indæll, vinnusamur og láti fara lítið fyrir sér. Nelson David er í haldi lögreglu. Hann þverneitar sök, en eftir að hann var handtekinn hefur annar karl gefið sig fram við lögreglu og greint frá því að hann hafi naumlega sloppið úr höndum manns sem reyndi að kyrkja hann. Nú er þess bara beðið hvort báðir hinir heppnu sem komust lífs af bendi á Nelson David sem tilræðismanninn. Fari svo fer heldur að syrta í álinn fyrir hinum annars dagfarsprúða Nelson David. Samfélag samkynhneigðra í Baskalandi hefur hins vegar skotið föstum skotum að lögreglunni fyrir að draga lappirnar í rannsókn þessa máls. Hún hafi haft upplýsingar um Nelson David í fjóra mánuði án þess að handtaka hann eða kalla hann til yfirheyrslu. Spánn Erlend sakamál Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Fjórir karlmenn fundust látnir í hafnarborginni Bilbao í Baskalandi í september og október í fyrra. Alsæla fannst í líkum þessara fjögurra karla, en þó var ekkert sem benti til þess að mennirnir hefðu verið myrtir. Lögreglu fór þó að gruna að raðmorðingi væri á ferli í borginni þegar bróðir eins hinna látnu upplýsti lögreglu um að búið væri að tæma bankareikning hins látna. Við ítarlegri krufningu kom í ljós að allir fjórir höfðu látist af of stórum skammti af alsælu auk þess sem þeir höfðu allir notað sama stefnumótaappið fyrir karla sem leita karla. Einn slapp lifandi Í desember gerðist svo það að karlmaður í miðborg Bilbao komst við illan leik undan manni sem hann hafði kynnst á þessu sama stefnumótaappi, þegar hinn síðarnefndi reyndi að kyrkja hann. Tilræðismaðurinn lagði á flótta, en gleymdi í látunum bakpoka sínum. Í honum var flaska með fljótandi alsælu og skilríki sem tilheyrðu eða tengdust manni að nafni Nelson David. Lögregla setti þá aukinn kraft í rannsókn málsins, en hélt þó spilunum þétt að sér. Það var svo ekki fyrr en í síðustu viku, rúmum fjórum mánuðum síðar, að dagblaðið El Correo birti mynd og nafn af umræddum Nelson David. Strax sama dag gaf Nelson David sig fram við lögreglu. Hann er 25 ára, frá Kólumbíu og hefur búið í 3 ár á Spáni. Hann sagðist ekkert vita um hvað málið snerist, hann hefði engan myrt eða reynt að myrða og lofaði lögreglu fullri samvinnu. Segir að hinn grunaði sé dagfarsprúður ljúflingur Nelson David hefur átt kærustu síðan í fyrrasumar. Hann starfar á kjúklingastað sem tengdamóðir hans á og rekur. Hún segir í samtali við fjölmiðla að það sé algerlega óhugsandi að Nelson David sé raðmorðingi og það skrímsli sem fjölmiðlar dragi upp af honum. Hann sé rólegur og indæll, vinnusamur og láti fara lítið fyrir sér. Nelson David er í haldi lögreglu. Hann þverneitar sök, en eftir að hann var handtekinn hefur annar karl gefið sig fram við lögreglu og greint frá því að hann hafi naumlega sloppið úr höndum manns sem reyndi að kyrkja hann. Nú er þess bara beðið hvort báðir hinir heppnu sem komust lífs af bendi á Nelson David sem tilræðismanninn. Fari svo fer heldur að syrta í álinn fyrir hinum annars dagfarsprúða Nelson David. Samfélag samkynhneigðra í Baskalandi hefur hins vegar skotið föstum skotum að lögreglunni fyrir að draga lappirnar í rannsókn þessa máls. Hún hafi haft upplýsingar um Nelson David í fjóra mánuði án þess að handtaka hann eða kalla hann til yfirheyrslu.
Spánn Erlend sakamál Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira