Rússar vilja skipta á körfuboltakonunni og Kaupmanni dauðans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. maí 2022 08:00 Brittney Griner hefur setið í fangelsi í Rússlandi síðan í febrúar. Getty/Mike Mattina Ein besta körfuboltakona heims, Brittney Griner, er enn í haldi Rússa sem framlengdu gæsluvarðhald hennar um heilan mánuð fyrir helgi. Nýjustu fréttir er að Rússarnir vilji nota hana sem „skiptimynt“ til að fá til baka vopnasölumanninn Viktor But sem hefur verið í haldi Bandaríkjamanna frá 2012. Viktor But hefur viðurnefnið Kaupmaður dauðans en hann stundaði það að smygla vopnum til Afríku og Miðausturlanda í kringum aldarmótin. FULL STORY: Griner s detention extended the same day Russian news agency says there s a swap to be done to get her home. US officials say it s a classic negotiating ploy. But what does it mean for her? Experts say it s hard to tell. https://t.co/G8tkUOnyPm— T.J. Quinn (@TJQuinnESPN) May 13, 2022 Fréttirnar koma í gegnum rússneska fréttamiðillinn Tass sem lútir að stjórn yfirvalda. Aftonbladet segir frá. Griner var handtekin á Sheremetyevo flugvellinum í Moskvu í febrúar og var gert það að sök að hafa verið með hassolíu í farangri sínum á flugvellinum, sem notuð er til rafrettureykinga. Griner verður að öllum líkindum ákærð fyrir fíkniefnasmygl og á yfir höfði sér fimm til tíu ára fangelsi verði hún dæmd sek. Griner, ætti að vera byrjuð að spila með liði sínu í WNBA-deildinni en líkt og fleiri af þeim bestu þá spila þær í Evrópu á meðan ekki er spilað í WNBA. Sportbladet Hún er 31 árs gömul, spilar sem miðherji og hefur einu sinni orðið WNBA-meistari, tvisvar verið stigahæsti leikmaður WNBA-deildarinnar, tvisvar verið kosin varnarmaður ársins í WNBA og þrisvar verið valin í lið ársins. Hún hefur einnig unnið Euroleague deildina fjórum sinnum auk þess að verða tvisvar heimsmeistari og tvisvar sinnum Ólympíumeistari með bandaríska landsliðinu. Griner varð fyrsta konan í sögu WNBA-deildarinnar til að troða tvisvar sinnum í sama leiknum en hún er með 17,7 stig, 7,6 fráköst og 2,9 varin skot að meðaltali í 254 leikjum á WNBA-ferlinum. Bandarísk yfirvöld segja að varðhaldið yfir Griner sé ólögmætt og eru að vinna að því að henni verði sleppt. Viktor But er sagður fyrirmyndin af persónu Nicholas Cage í Hollywood kvikmyndinni Lord of war. Hann var handtekinn í Tælandi árið 2008 og framseldur í framhaldinu til Bandaríkjanna. Fjórum árum seinna var hann dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir að smygla vopnum til uppreisnarmanna í Kólumbíu en vopnin voru síðan notuð gegn bandarískum ríkisborgurum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=XvPGIcVRKco">watch on YouTube</a> NBA Innrás Rússa í Úkraínu Mál Brittney Griner Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Fleiri fréttir Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sjá meira
Nýjustu fréttir er að Rússarnir vilji nota hana sem „skiptimynt“ til að fá til baka vopnasölumanninn Viktor But sem hefur verið í haldi Bandaríkjamanna frá 2012. Viktor But hefur viðurnefnið Kaupmaður dauðans en hann stundaði það að smygla vopnum til Afríku og Miðausturlanda í kringum aldarmótin. FULL STORY: Griner s detention extended the same day Russian news agency says there s a swap to be done to get her home. US officials say it s a classic negotiating ploy. But what does it mean for her? Experts say it s hard to tell. https://t.co/G8tkUOnyPm— T.J. Quinn (@TJQuinnESPN) May 13, 2022 Fréttirnar koma í gegnum rússneska fréttamiðillinn Tass sem lútir að stjórn yfirvalda. Aftonbladet segir frá. Griner var handtekin á Sheremetyevo flugvellinum í Moskvu í febrúar og var gert það að sök að hafa verið með hassolíu í farangri sínum á flugvellinum, sem notuð er til rafrettureykinga. Griner verður að öllum líkindum ákærð fyrir fíkniefnasmygl og á yfir höfði sér fimm til tíu ára fangelsi verði hún dæmd sek. Griner, ætti að vera byrjuð að spila með liði sínu í WNBA-deildinni en líkt og fleiri af þeim bestu þá spila þær í Evrópu á meðan ekki er spilað í WNBA. Sportbladet Hún er 31 árs gömul, spilar sem miðherji og hefur einu sinni orðið WNBA-meistari, tvisvar verið stigahæsti leikmaður WNBA-deildarinnar, tvisvar verið kosin varnarmaður ársins í WNBA og þrisvar verið valin í lið ársins. Hún hefur einnig unnið Euroleague deildina fjórum sinnum auk þess að verða tvisvar heimsmeistari og tvisvar sinnum Ólympíumeistari með bandaríska landsliðinu. Griner varð fyrsta konan í sögu WNBA-deildarinnar til að troða tvisvar sinnum í sama leiknum en hún er með 17,7 stig, 7,6 fráköst og 2,9 varin skot að meðaltali í 254 leikjum á WNBA-ferlinum. Bandarísk yfirvöld segja að varðhaldið yfir Griner sé ólögmætt og eru að vinna að því að henni verði sleppt. Viktor But er sagður fyrirmyndin af persónu Nicholas Cage í Hollywood kvikmyndinni Lord of war. Hann var handtekinn í Tælandi árið 2008 og framseldur í framhaldinu til Bandaríkjanna. Fjórum árum seinna var hann dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir að smygla vopnum til uppreisnarmanna í Kólumbíu en vopnin voru síðan notuð gegn bandarískum ríkisborgurum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=XvPGIcVRKco">watch on YouTube</a>
NBA Innrás Rússa í Úkraínu Mál Brittney Griner Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Fleiri fréttir Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn