Mikill viðsnúningur varð á rekstri félagsins frá árinu áður. Auk tekjuvaxtar var EBITDA félagsins – rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, skatta og fjármagnsliði – jákvæð um 63 milljónir króna í fyrra en hún hafði verið neikvæð um 61 milljón árið 2020.
Þá skilaði veitingakeðjan 12 milljóna króna tapi á síðasta ári samanborið við tap upp á heilar 119 milljónir árið 2020.
Stærsti hluthafinn í Joe á Íslandi er Eyja fjárfestingafélag, sem er í eigu Birgis Þórs Bieltvedt og eiginkonu hans, Eyglóar Bjarkar Kjartansdóttur, með 87 prósenta hlut. Þá á RE22, fjárfestingafélag Jón Björnssonar, forstjóra Origo, 13 prósenta hlut.
Tveir veitingastaðir voru opnaðir á síðasta ári en nýlega kom fram að þremur veitingastöðum í Leifsstöð, þar á meðal Joe and the Juice, yrði lokað á næstunni.