Klopp: Ekki líklegt en mögulegt Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. maí 2022 22:09 Jürgen Klopp gerir sér grein fyrir því að Englandsmeistaratitillinn sé líklega á leið til Manchester City, en heldur þó í vonina. Clive Rose/Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hrósaði sínum mönnum eftir 2-1 sigur gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Sigurinn þýðir að Liverpool á enn möguleika á að vinna Englandsmeistaratitilinn, en Klopp gerir sér grein fyrir því að það verði að teljast ólíklegt. „Algjörlega frábært hvernig við spiluðum eftir að hafa gert níu breytingar,“ sagði Klopp að leik loknum. „Ég sá frábæra frammistöðu. Hugarfarið eftir að við lentum 1-0 undir þar sem við hefðum líklega átt að fá aukaspyrnu. Við vorum allir frekar hneykslaðir en strákarnir náðu að róa sig.“ „Svo skourm við frábært mark. Við vorum inni í leiknum allan tíman, en það opnaði leikinn aftur. Við héldum áfram í seinni hálfleik, áttum kafla þar sem við stjórnuðum leiknum ekki alveg nógu vel, en skoruðum svo og þá varð þetta aðlilegt aftur.“ Eins og Klopp kom inn á þá gerði hann níu breytingar á liðinu og því voru nokkrir sem ráku upp stór augu þegar byrjunarliðið var gert opinbert. Þjóðverjinn segir að þetta hafi verið áhætta sem hann hefði tekið ábyrgðina á ef illa hefði farið. „Þetta var frábær leikur og ótrúleg frammistaða. Níu breytingar. Það er leikmönnunum að þakka að þetta hafi virkað. Ef þetta hefði klikkað þá hefði það þúsund prósent verið á minni ábyrgð.“ Liverpool er nú einu stigi á eftir Englandsmeisturum Manchester Cityr fyrir lokaumferðina. Liverpool mætir Wolves í lokaleik sínum á meðan City tekur á móti Aston Villa og Klopp gerir sér grein fyrir því að líkurnar á titlinum séu ekki miklar. „Auðvitað er það ólíklegt af því að City spilar á móti Aston Villa á heimavelli og Villa spilar líka erfiðan leik á móti Burnley sem er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni á fimmtudaginn.“ „En þetta er fótbolti. Ég held að þegar City varð meistari [árið 2019] þá hafi það munað ellefu millimetrum. Ef við viljum verða meistarar þá þurfum við að byrja á því að vinna okkar leik og vona svo að Aston Villa taki stig af City.“ „Það er möguleiki. Ekki líklegt en mögulegt. Það er nóg,“ sagði vongóður Klopp að lokum. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Bað kærastann sinn afsökunar Sport Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Sjá meira
„Algjörlega frábært hvernig við spiluðum eftir að hafa gert níu breytingar,“ sagði Klopp að leik loknum. „Ég sá frábæra frammistöðu. Hugarfarið eftir að við lentum 1-0 undir þar sem við hefðum líklega átt að fá aukaspyrnu. Við vorum allir frekar hneykslaðir en strákarnir náðu að róa sig.“ „Svo skourm við frábært mark. Við vorum inni í leiknum allan tíman, en það opnaði leikinn aftur. Við héldum áfram í seinni hálfleik, áttum kafla þar sem við stjórnuðum leiknum ekki alveg nógu vel, en skoruðum svo og þá varð þetta aðlilegt aftur.“ Eins og Klopp kom inn á þá gerði hann níu breytingar á liðinu og því voru nokkrir sem ráku upp stór augu þegar byrjunarliðið var gert opinbert. Þjóðverjinn segir að þetta hafi verið áhætta sem hann hefði tekið ábyrgðina á ef illa hefði farið. „Þetta var frábær leikur og ótrúleg frammistaða. Níu breytingar. Það er leikmönnunum að þakka að þetta hafi virkað. Ef þetta hefði klikkað þá hefði það þúsund prósent verið á minni ábyrgð.“ Liverpool er nú einu stigi á eftir Englandsmeisturum Manchester Cityr fyrir lokaumferðina. Liverpool mætir Wolves í lokaleik sínum á meðan City tekur á móti Aston Villa og Klopp gerir sér grein fyrir því að líkurnar á titlinum séu ekki miklar. „Auðvitað er það ólíklegt af því að City spilar á móti Aston Villa á heimavelli og Villa spilar líka erfiðan leik á móti Burnley sem er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni á fimmtudaginn.“ „En þetta er fótbolti. Ég held að þegar City varð meistari [árið 2019] þá hafi það munað ellefu millimetrum. Ef við viljum verða meistarar þá þurfum við að byrja á því að vinna okkar leik og vona svo að Aston Villa taki stig af City.“ „Það er möguleiki. Ekki líklegt en mögulegt. Það er nóg,“ sagði vongóður Klopp að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Bað kærastann sinn afsökunar Sport Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Sjá meira