Vildi að bann yrði lagt við bólusetningu barns síns Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. maí 2022 17:29 Bólusetning barna á höfuðborgarsvæðinu hófst í janúar á þessu ári. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðuneytið hefur vísað frá kæru móður sem hafði áður krafist þess af landlæknisembættinu að bann yrði lagt við bólusetningu barns hennar gegn Covid-19. Ráðuneytið taldi að ákvörðun embættisins væri ekki stjórnvaldsákvörðun, og því ekki kæranleg til ráðuneytisins. Í úrskurði ráðuneytisins eru málavextir raktir. Þeir eru á þá leið að í janúar á þessu ári sendi móðirin, sem er kærandi í málinu, bréf til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og landlæknisembættisins þar sem hún hefði lagt bann við því að barn hennar yrði bólusett. Erindinu var synjað af embætti landlæknis nokkrum dögum síðar. Í málinu vísaði móðirin til þess að sóttvarnalæknir og Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hafi frá síðustu áramótum staðið að bólusetningum barna á aldrinum 5-16 ára. Í þeim tilvikum þar sem foreldrar barnanna búi ekki á sama stað hafi sóttvarnalæknir sent út boð til lögheimilisforeldris og látið samþykki þess fyrir bólusetningu nægja, þrátt fyrir að forsjá foreldra væri sameiginleg. Hins vegar hafi samþykki beggja foreldra verið krafist þegar foreldrar byggju á sama lögheimili. Faðir barnsins er lögheimilisforeldri þess, en foreldrar þess fara saman með forsjá. Taldi áhættuminna að sleppa bólusetningu Byggði móðirin á því að sú túlkun, að láta samþykki lögheimilisforeldris duga, væri röng. Taldi hún að orðalag barnalaga um þá heilbrigðisþjónustu sem lögheimilisforeldrar gætu tekið afstöðu til næði ekki yfir bólusetningu gegn Covid-19. Þá bar hún við að barn hennar glímdi ekki við neina undirliggjandi sjúkdóma sem gerðu bólusetninguna nauðsynlega, sem er annað skilyrði barnalaga fyrir því að lögheimilisforeldri geti eitt tekið afstöðu til þeirrar heilbrigðisþjónustu sem barni er veitt. Þá sagði í kæru móðurinnar til ráðuneytisins að bólusetning færi jafnframt fram í miðjum heimsfaraldri við mjög óvenjulegar aðstæður, með bóluefnum sem ekki hefðu verið rannsökuð eða prófuð með jafn ítarlegum hætti og önnur bóluefni sem notuð væru hér á landi. Fjölmörg vestræn ríki hefðu komist að þeirri niðurstöðu að áhættuminna væri að sleppa bólusetningu barna á þeim aldri sem barn hennar væri. Ráðuneytið var með til skoðunar hvort taka bæri kæru móðurinnar um ákvörðum landlæknisembættisins til meðferðar eða ekki. Í kærunni var ekki vísað með beinum hætti til kæruheimildar, en af henni mátti þó ráða að móðirin teldi landlæknisembættið hafa tekið stjórnvaldsákvörðun, sem væri kæranleg til ráðuneytisins á grundvelli stjórnsýslulaga. Í niðurstöðukafla úrskurðarins segir að í þeim tilvikum þar sem forsjárforeldrar hefðu samið um lögheimili og fasta búsetu barns hjá öðru þeirra hefðu lögheimilisforeldrar heimild til að taka afgerandi ákvarðanir um líf barnsins, „svo sem um hvar barnið skuli eiga lögheimili innan lands, um val á leikskóla, grunnskóla og daggæslu, venjulega eða nauðsynlega heilbrigðisþjónustu og reglubundið tómstundastarf.“ Þá er einnig imprað á því hvað felist í venjulegri og nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu í skilningi barnalaga. Landlæknir geti ekki bannað þjónustu til ákveðinna einstaklinga Var það mat ráðuneytisins að ekki fengist betur séð en lögheimilisforeldri hefði heimildir til að taka ákvarðanir sem tengdust valkvæðum bólusetningum barna, en leitast skyldi við að forsjárforeldrar hefðu samráð um slíkar ákvarðanir, ef ágreiningur risi um heimildir forsjárforeldra í þessum efnum. Þá taldi ráðuneytið að ákvæði laga leiddu ekki til þess að landlæknisembættinu væri heimilt að mæla fyrir um bann við veitingu heilbrigðisþjónustu til tiltekinna einstaklinga. Því hefði embættinu ekki borið að setja málið í farveg stjórnsýslumála, sem lokið hefði verið með stjórnsýsluákvörðun. Þar sem ráðuneytið taldi ekki að landlæknisembættið hefði tekið stjórnvaldsákvörðun í skilningi stjórnsýslulaga, og ákvörðunin því ekki kæranleg til ráðuneytisins, var kæru móðurinnar vísað frá. Stjórnsýsla Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölskyldumál Börn og uppeldi Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Í úrskurði ráðuneytisins eru málavextir raktir. Þeir eru á þá leið að í janúar á þessu ári sendi móðirin, sem er kærandi í málinu, bréf til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og landlæknisembættisins þar sem hún hefði lagt bann við því að barn hennar yrði bólusett. Erindinu var synjað af embætti landlæknis nokkrum dögum síðar. Í málinu vísaði móðirin til þess að sóttvarnalæknir og Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hafi frá síðustu áramótum staðið að bólusetningum barna á aldrinum 5-16 ára. Í þeim tilvikum þar sem foreldrar barnanna búi ekki á sama stað hafi sóttvarnalæknir sent út boð til lögheimilisforeldris og látið samþykki þess fyrir bólusetningu nægja, þrátt fyrir að forsjá foreldra væri sameiginleg. Hins vegar hafi samþykki beggja foreldra verið krafist þegar foreldrar byggju á sama lögheimili. Faðir barnsins er lögheimilisforeldri þess, en foreldrar þess fara saman með forsjá. Taldi áhættuminna að sleppa bólusetningu Byggði móðirin á því að sú túlkun, að láta samþykki lögheimilisforeldris duga, væri röng. Taldi hún að orðalag barnalaga um þá heilbrigðisþjónustu sem lögheimilisforeldrar gætu tekið afstöðu til næði ekki yfir bólusetningu gegn Covid-19. Þá bar hún við að barn hennar glímdi ekki við neina undirliggjandi sjúkdóma sem gerðu bólusetninguna nauðsynlega, sem er annað skilyrði barnalaga fyrir því að lögheimilisforeldri geti eitt tekið afstöðu til þeirrar heilbrigðisþjónustu sem barni er veitt. Þá sagði í kæru móðurinnar til ráðuneytisins að bólusetning færi jafnframt fram í miðjum heimsfaraldri við mjög óvenjulegar aðstæður, með bóluefnum sem ekki hefðu verið rannsökuð eða prófuð með jafn ítarlegum hætti og önnur bóluefni sem notuð væru hér á landi. Fjölmörg vestræn ríki hefðu komist að þeirri niðurstöðu að áhættuminna væri að sleppa bólusetningu barna á þeim aldri sem barn hennar væri. Ráðuneytið var með til skoðunar hvort taka bæri kæru móðurinnar um ákvörðum landlæknisembættisins til meðferðar eða ekki. Í kærunni var ekki vísað með beinum hætti til kæruheimildar, en af henni mátti þó ráða að móðirin teldi landlæknisembættið hafa tekið stjórnvaldsákvörðun, sem væri kæranleg til ráðuneytisins á grundvelli stjórnsýslulaga. Í niðurstöðukafla úrskurðarins segir að í þeim tilvikum þar sem forsjárforeldrar hefðu samið um lögheimili og fasta búsetu barns hjá öðru þeirra hefðu lögheimilisforeldrar heimild til að taka afgerandi ákvarðanir um líf barnsins, „svo sem um hvar barnið skuli eiga lögheimili innan lands, um val á leikskóla, grunnskóla og daggæslu, venjulega eða nauðsynlega heilbrigðisþjónustu og reglubundið tómstundastarf.“ Þá er einnig imprað á því hvað felist í venjulegri og nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu í skilningi barnalaga. Landlæknir geti ekki bannað þjónustu til ákveðinna einstaklinga Var það mat ráðuneytisins að ekki fengist betur séð en lögheimilisforeldri hefði heimildir til að taka ákvarðanir sem tengdust valkvæðum bólusetningum barna, en leitast skyldi við að forsjárforeldrar hefðu samráð um slíkar ákvarðanir, ef ágreiningur risi um heimildir forsjárforeldra í þessum efnum. Þá taldi ráðuneytið að ákvæði laga leiddu ekki til þess að landlæknisembættinu væri heimilt að mæla fyrir um bann við veitingu heilbrigðisþjónustu til tiltekinna einstaklinga. Því hefði embættinu ekki borið að setja málið í farveg stjórnsýslumála, sem lokið hefði verið með stjórnsýsluákvörðun. Þar sem ráðuneytið taldi ekki að landlæknisembættið hefði tekið stjórnvaldsákvörðun í skilningi stjórnsýslulaga, og ákvörðunin því ekki kæranleg til ráðuneytisins, var kæru móðurinnar vísað frá.
Stjórnsýsla Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölskyldumál Börn og uppeldi Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu