Leiðtoginn í höfuðvígi Miðflokksins Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. maí 2022 20:31 Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir er oddviti Miðflokksins í Grindavík. Hún leiddi flokk sinn til stórsigurs í bænum. Vísir/Arnar Grindavík er orðin stærsta vígi Miðflokksins, og jafnframt eitt það síðasta, á sveitarstjórnarstiginu. Oddviti flokksins í bænum átti ekki von á því að flokkurinn ynni slíkan stórsigur - en telur ýmsar ástæður liggja þar að baki. Miðflokkurinn reið ekki sérlega feitum hesti frá nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum á landsvísu, þurrkaðist hreinlega víða út. En því var snaröfugt farið í Grindavík. Flokkurinn náði alls inn sex sveitarstjórnarmönnum; einum á Akureyri, í Norðurþingi og Múlaþingi - og heilum þremur í Grindavík. Þar vann flokkurinn sannkallaðan stórsigur - bætti við sig tveimur mönnum og er stærsti flokkurinn í bæjarstjórn. Og kynnum nú til sögunnar konuna sem leiddi listann til sigurs; Hallfríði Hólmgrímsdóttur, viðskiptafræðing og bæjarfulltrúa. „Við vorum með meðbyr, klárlega, þannig að ég átti alveg von á að við myndum bæta við okkur. En ekki tveimur mönnum,“ segir Hallfríður við fréttastofu fyrir utan bæjarskrifstofurnar í Grindavík. Elska Grindvíkingar Sigmund Davíð? Íbúar vilji greinilega breytingar en Sjálfstæðisflokkur og Framsókn mynduðu meirihluta á kjörtímabilinu sem nú er að klárast. Hallfríður telur ekki að sigurinn skrifist á mikið persónufylgi hennar í bænum - þó að fólk hafi greinilega verið ánægt með störf hennar. „Ég held ég hafi staðið mig gríðarlega vel á kjörtímabilinu. Hópurinn okkar er ofboðslega flottur og málefni eldri borgara voru í hávegum höfð hjá okkur.“ Þannig að þú túlkar þetta ekki sem svo að Grindavík sé endilega eitthvað höfuðvígi Miðflokksins, að hér séu allir svo miklir stuðningsmenn Sigmundar Davíðs [Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins]? „Kannski í og með en að minnsta kosti er það þannig að Grindvíkingar eru búnir að velja sér leiðtoga til að leiða vinnu næstu fjögurra ára,“ segir Hallfríður. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Miðflokkurinn Grindavík Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Miðflokkurinn reið ekki sérlega feitum hesti frá nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum á landsvísu, þurrkaðist hreinlega víða út. En því var snaröfugt farið í Grindavík. Flokkurinn náði alls inn sex sveitarstjórnarmönnum; einum á Akureyri, í Norðurþingi og Múlaþingi - og heilum þremur í Grindavík. Þar vann flokkurinn sannkallaðan stórsigur - bætti við sig tveimur mönnum og er stærsti flokkurinn í bæjarstjórn. Og kynnum nú til sögunnar konuna sem leiddi listann til sigurs; Hallfríði Hólmgrímsdóttur, viðskiptafræðing og bæjarfulltrúa. „Við vorum með meðbyr, klárlega, þannig að ég átti alveg von á að við myndum bæta við okkur. En ekki tveimur mönnum,“ segir Hallfríður við fréttastofu fyrir utan bæjarskrifstofurnar í Grindavík. Elska Grindvíkingar Sigmund Davíð? Íbúar vilji greinilega breytingar en Sjálfstæðisflokkur og Framsókn mynduðu meirihluta á kjörtímabilinu sem nú er að klárast. Hallfríður telur ekki að sigurinn skrifist á mikið persónufylgi hennar í bænum - þó að fólk hafi greinilega verið ánægt með störf hennar. „Ég held ég hafi staðið mig gríðarlega vel á kjörtímabilinu. Hópurinn okkar er ofboðslega flottur og málefni eldri borgara voru í hávegum höfð hjá okkur.“ Þannig að þú túlkar þetta ekki sem svo að Grindavík sé endilega eitthvað höfuðvígi Miðflokksins, að hér séu allir svo miklir stuðningsmenn Sigmundar Davíðs [Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins]? „Kannski í og með en að minnsta kosti er það þannig að Grindvíkingar eru búnir að velja sér leiðtoga til að leiða vinnu næstu fjögurra ára,“ segir Hallfríður.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Miðflokkurinn Grindavík Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira