Viðræður milli Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Vina Mosfellsbæjar hófust í gær og að sögn Dagnýjar var mikill samhljómur meðal framboða við fyrstu skref viðræðna.
Flokkarnir ætluðu að hittast aftur í dag en fyrir settan fundartíma sleit Framsóknarflokkurinn viðræðunum við Vini Mosfellsbæjar. Dagný segir ástæðurnar fyrir slitunum vera óljósar.
„Vera kann að afstaða Vina Mosfellsbæjar varðandi skipulagsmál og aðkomu íbúa að þeim, eigi þarna hlut að máli,“ segir Dagný.
Nú halda áfram viðræður Framsóknarflokksins við Viðreisn og Samfylkinguna og segir Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknar í Mosfellsbæ, að þær viðræður gangi vel.
Framsóknarflokkurinn sigraði kosningarnar og fékk fjóra menn inn í bæjarstjórn. Á seinasta kjörtímabili átti flokkurinn ekki einn mann í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Sjálfstæðisflokkurinn fékk einnig inn fjóra menn en Vinir Mosfellsbæjar, Samfylkingin og Viðreisn fengu öll einn mann kjörinn inn.
Fréttin hefur verið uppfærð.