Spánn: Fyrsta hitabylgja sumarsins Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 22. maí 2022 14:30 Retiro-garðurinn í Madrid. Cezaro De Luca/Europa Press via Getty Images Fyrsta hitabylgja sumarsins ríður nú yfir Spán af miklu afli. Hitinn hefur víða mælst yfir 40 gráður, og allt að 15 gráðum heitari en í meðalári. Það þarf ekkert að rökræða við Spánverja hvort áhrifa loftslagsbreytinga sé farið að gæta að einhverju marki. Þeir vita það og finna það á eigin skinni á hverju ári. Fjölmiðlar hafa kortlagt hvernig hitinn hefur hækkað um nokkrar gráður á nokkrum árum, meira en eðlilegt getur talist. Öfgar í báðar áttir Ný rannsókn veðurstofu Spánar bendir til þess að sumarhitarnir, sem miða við 30 gráðu hita, séu nú 20 til 40 dögum fyrr á ferðinni en fyrir hálfri öld. Og öfgarnar eru svo sem í allar áttir, ekki er nema rúmlega ár síðan að íbúar Madrid gátu rennt sér á gönguskíðum eftir Gran Vía, Laugavegi þeirra Madrídinga. Nú um helgina keyrir svo um þverbak í hina áttina. Hitinn í gær fór víða yfir 40 gráður og hefur ekki mælst svo hár í maí í meira en 20 ár. Mestur er hitinn í Guadalquivir-dalnum í Andalúsíu, heitasta svæði Spánar, en þar fór hitinn yfir 42 gráður í gær. Reyndar á bærinn Montoro í þessum sama dal, hitametið á Spáni, en þar mældist hitinn 47,4 gráður í ágúst í fyrra. Hitabylgja svona snemma árs hefur reyndar alls kyns vandamál í för með sér. Víða á Suður-Spáni er vinnutími fólks, sérstaklega þeirra sem vinna erfiðisvinnu utandyra, lagaður að veðurfari. Þannig byrja margir að vinna kl. 7 á morgnana yfir sumarið og hætta kl. 14, til að losna við að strita í 35 til 40 stiga hita, sem eykur verulega hættuna á vinnuslysum. En þessar breytingar taka yfirleitt gildi um miðjan júní og gilda til loka ágúst. Hitinn er mörgum óbærilegur Þá er hitinn skólabörnum óbærilegur og jafnvel hættulegur. Margir skólar eru ekki með loftkælingu og því hafa margir foreldrar gripið til þess ráðs að sækja börn sín fyrr en ella til þess að hlífa þeim við kæfandi hitanum. Á skólalóðinni er líka oft lítið um skugga. Hitinn sem berst yfir Spán og reyndar stóran hluta Suður-Evrópu þessa dagana kemur frá Norður-Afríku. Honum fylgir rauður rykkendur sandur frá Sahara eyðimörkinni sem veldur umtalsverðri mengun og mörgu fólki öndunarerfiðleikum. Þessi hiti er Spánverjum ekkert fagnaðarefni, ríkisstjórnin gaf út viðbragðsáætlun á fimmtudagskvöldið, þar sem fólki er bent á að gæta vel að því að drekka vel af vatni, klæðast ljósum fötum og fylgjast grannt með líðan barna, eldra fólks og þungaðra kvenna. Þá auka þessir hitar verulega líkur á að skógareldar brjótist út. Spánn Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira
Það þarf ekkert að rökræða við Spánverja hvort áhrifa loftslagsbreytinga sé farið að gæta að einhverju marki. Þeir vita það og finna það á eigin skinni á hverju ári. Fjölmiðlar hafa kortlagt hvernig hitinn hefur hækkað um nokkrar gráður á nokkrum árum, meira en eðlilegt getur talist. Öfgar í báðar áttir Ný rannsókn veðurstofu Spánar bendir til þess að sumarhitarnir, sem miða við 30 gráðu hita, séu nú 20 til 40 dögum fyrr á ferðinni en fyrir hálfri öld. Og öfgarnar eru svo sem í allar áttir, ekki er nema rúmlega ár síðan að íbúar Madrid gátu rennt sér á gönguskíðum eftir Gran Vía, Laugavegi þeirra Madrídinga. Nú um helgina keyrir svo um þverbak í hina áttina. Hitinn í gær fór víða yfir 40 gráður og hefur ekki mælst svo hár í maí í meira en 20 ár. Mestur er hitinn í Guadalquivir-dalnum í Andalúsíu, heitasta svæði Spánar, en þar fór hitinn yfir 42 gráður í gær. Reyndar á bærinn Montoro í þessum sama dal, hitametið á Spáni, en þar mældist hitinn 47,4 gráður í ágúst í fyrra. Hitabylgja svona snemma árs hefur reyndar alls kyns vandamál í för með sér. Víða á Suður-Spáni er vinnutími fólks, sérstaklega þeirra sem vinna erfiðisvinnu utandyra, lagaður að veðurfari. Þannig byrja margir að vinna kl. 7 á morgnana yfir sumarið og hætta kl. 14, til að losna við að strita í 35 til 40 stiga hita, sem eykur verulega hættuna á vinnuslysum. En þessar breytingar taka yfirleitt gildi um miðjan júní og gilda til loka ágúst. Hitinn er mörgum óbærilegur Þá er hitinn skólabörnum óbærilegur og jafnvel hættulegur. Margir skólar eru ekki með loftkælingu og því hafa margir foreldrar gripið til þess ráðs að sækja börn sín fyrr en ella til þess að hlífa þeim við kæfandi hitanum. Á skólalóðinni er líka oft lítið um skugga. Hitinn sem berst yfir Spán og reyndar stóran hluta Suður-Evrópu þessa dagana kemur frá Norður-Afríku. Honum fylgir rauður rykkendur sandur frá Sahara eyðimörkinni sem veldur umtalsverðri mengun og mörgu fólki öndunarerfiðleikum. Þessi hiti er Spánverjum ekkert fagnaðarefni, ríkisstjórnin gaf út viðbragðsáætlun á fimmtudagskvöldið, þar sem fólki er bent á að gæta vel að því að drekka vel af vatni, klæðast ljósum fötum og fylgjast grannt með líðan barna, eldra fólks og þungaðra kvenna. Þá auka þessir hitar verulega líkur á að skógareldar brjótist út.
Spánn Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira