Lenti á hausnum vegna vindhviðu en fær bætur Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. maí 2022 14:00 Dómurinn var kveðinn upp í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur, rúmum sjö árum frá því að slysið átti sér stað. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest bótaskyldu veitingarstaðarins Bryggjunnar á Akureyri vegna líkamstjóns sem kona varð fyrir á leið sinni inn á veitingastaðinn í september 2015. Konan hugðist snæða kvöldverð með fjölskyldu sinni og hélt í útidyrahurð staðarins þegar vindhviða feykti upp hurðinni en við það féll konan aftur fyrir sig niður þrjár tröppur og skall með hnakkann á gangstétt. Varð hún fyrir umtalsverðu líkamstjóni og krafði VÍS, vátryggjanda Bryggjunnar, um bætur sem synjuðu kröfunni. Deilan snerist að því hvort Bryggjan hafi sýnt af sér gáleysi á slysstaðnum. Fram kemur í dómnum að útidyrahurð Bryggjunnar hafi verið vís til þess að fjúka til en húsið stendur steinsnar frá sjó og opnast hurðin út á við. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að hurðarpumpa hurðarinnar var ótengd en ágreiningur aðila laut að því hvort hún hafi verið ótengd eða ekki þannig að um sök Bryggjunnar sé að ræða. Bryggjan bar því fyrir sig að um væri að ræða óhappatilvik og ósannað hafi verið að slys konunnar verði rakið til vanrækslu sinnar, heldur sé um að ræða eigin sök konunnar. Það hafi verið ósannað að hurðarpumpa hurðarinnar sem vindhviða feykti upp og olli í raun tjóninu, hafi verið ótengd þegar slysið átti sér stað þótt hún hafi verið ótengd þegar lögreglu bar að garði. Héraðsdómur hafnaði hins vegar þessum röksemdum og taldi það standa Bryggjunni nær að sanna þá staðhæfingu sína að pumpan hafi í reynd verið tengd þegar slysið átti sér stað. Hafi þeim ekki tekist sönnun þess og báru því hallann af því. Var því fallist á það með konunni að VÍS, vátryggjandi Bryggjunnar, skyldi bera ábyrgð á tjóni hennar vegna saknæmrar háttsemi þess síðarnefnda. Konunni var jafnframt greiddur málskostnaður úr hendi Bryggjunnar og fallist á gjafsókn hennar. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrstu var greint frá því að veitingarstaðurinn væri Bryggjan brugghús, hið rétta er að um var að ræða Bryggjuna á Akureyri. Dómsmál Veitingastaðir Tryggingar Reykjavík Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Sjá meira
Konan hugðist snæða kvöldverð með fjölskyldu sinni og hélt í útidyrahurð staðarins þegar vindhviða feykti upp hurðinni en við það féll konan aftur fyrir sig niður þrjár tröppur og skall með hnakkann á gangstétt. Varð hún fyrir umtalsverðu líkamstjóni og krafði VÍS, vátryggjanda Bryggjunnar, um bætur sem synjuðu kröfunni. Deilan snerist að því hvort Bryggjan hafi sýnt af sér gáleysi á slysstaðnum. Fram kemur í dómnum að útidyrahurð Bryggjunnar hafi verið vís til þess að fjúka til en húsið stendur steinsnar frá sjó og opnast hurðin út á við. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að hurðarpumpa hurðarinnar var ótengd en ágreiningur aðila laut að því hvort hún hafi verið ótengd eða ekki þannig að um sök Bryggjunnar sé að ræða. Bryggjan bar því fyrir sig að um væri að ræða óhappatilvik og ósannað hafi verið að slys konunnar verði rakið til vanrækslu sinnar, heldur sé um að ræða eigin sök konunnar. Það hafi verið ósannað að hurðarpumpa hurðarinnar sem vindhviða feykti upp og olli í raun tjóninu, hafi verið ótengd þegar slysið átti sér stað þótt hún hafi verið ótengd þegar lögreglu bar að garði. Héraðsdómur hafnaði hins vegar þessum röksemdum og taldi það standa Bryggjunni nær að sanna þá staðhæfingu sína að pumpan hafi í reynd verið tengd þegar slysið átti sér stað. Hafi þeim ekki tekist sönnun þess og báru því hallann af því. Var því fallist á það með konunni að VÍS, vátryggjandi Bryggjunnar, skyldi bera ábyrgð á tjóni hennar vegna saknæmrar háttsemi þess síðarnefnda. Konunni var jafnframt greiddur málskostnaður úr hendi Bryggjunnar og fallist á gjafsókn hennar. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrstu var greint frá því að veitingarstaðurinn væri Bryggjan brugghús, hið rétta er að um var að ræða Bryggjuna á Akureyri.
Dómsmál Veitingastaðir Tryggingar Reykjavík Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Sjá meira