„Ég er aðeins að verða gráðug núna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2022 11:45 Harpa Þorsteinsdóttir hrósar hér Örnu Sig fyrir frammistöðu sína í sigurleiknum á Breiðabliki í gær. S2 Sport Miðvörðurinn Arna Sif Ásgrímsdóttir tryggði Valskonum 1-0 sigur á Breiðabliki í stórleik Bestu deildar kvenna í gærkvöldi en Arna var síðan gestur í Bestu mörkunum eftir leikinn. Arna Sif er nú búin að skora þrjú mörk í sex fyrstu leikjunum og hefur einnig farið fyrir Valsvörninni sem hefur haldið fjórum sinnum hreinu í fyrstu sex umferðunum. „Ég vil byrja á því að hrósa Örnu Sif fyrir frábæra frammistöðu í dag. Mér finnst merkilegt að þó hún hafi skorað þetta sigurmark þá má ekki gleyma því að hún hreinsaði í burtu einhverjar áttatíu hornspyrnur. Hún var ekki bara að skora heldur var hún líka að eiga virkilega góðan leik í hjarta varnarinnar eins og hún er búin að eiga ítrekað í sumar,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna. Arna Sif Ásgrímsdóttir skorar hér sigurmarkið í leiknum í gær.Vísir/Pawel Arna Sif spilaði með Valsliðinu fyrir fyrir fimm árum en fór síðan aftur heim til Þór/KA sumarið 2018. Hún snéri aftur á Hlíðarenda fyrir þetta tímabil og Harpa vildi fá hana til að bera þessi lið saman. „Þetta er einhvern veginn allt annað. Síðast þegar ég var hjá Val þá var Valur að koma upp aftur eftir smá lægð. Maður fann alveg fyrir því en núna eru þær búnar að vera á toppnum í smá tíma. Andrúmsloftið er öðruvísi, körfur á að vinna allt, mikil samkeppni í hópnum og bæði gæðin og standardinn er hærri. Þetta er frábær umhverfi að vera í,“ sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir. Arna Sif er mjög sátt við að spila við hliðina á Mist Edvardsdóttur. „Það er ógeðslega gaman. Hún er ógeðslega góð í fótbolta og miklu betri í fótbolta en mig minnti. Ég spilaði með henni bæði 2016 og 2017. þetta er bata ógeðslega góður fótboltamaður og það er heiður að spila þarna með henni,“ sagði Arna Sif. S2 Sport Helena Ólafsdóttir forvitnaðist um það hvort velgengi Valsliðsins í öðrum íþróttum sé að smitast inn í Valsliðið. „Já það er gríðarlega mikil stemmning og maður finnur það bara þegar maður labbar þarna inn. Það er einhvern veginn allir að hálfpartinn að peppa yfir sig og gefa hverjum öðrum fimmu. Ég held að það smiti klárlega í öll liðin,“ sagði Arna Sif. En eru miðverðirnir hjá Val í markakeppni? Arna Sif er með þrjú mörk og Mist með tvö. „Við erum ekki í markakeppni. Mist er svo slök yfir þessu. Hún ætlar ekki að setja sér nein markmið með mörk en ég er aðeins að verða gráðug núna,“ sagði Arna. „Ég hef alltaf skorað fjögur mörk á hverju einasta tímabili í svona átján ár og núna langar mig að fara í svona sex eða sjö. Ég ætla síðan einhvern tímann að finna mér lið þar sem ég fæ að vera senter,“ sagði Arna létt. Það má sjá spjallið við hana hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin: Arna Sif mættir í settið Besta deild kvenna Valur Bestu mörkin Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn Getur varla gengið lengur Sport Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Arna Sif er nú búin að skora þrjú mörk í sex fyrstu leikjunum og hefur einnig farið fyrir Valsvörninni sem hefur haldið fjórum sinnum hreinu í fyrstu sex umferðunum. „Ég vil byrja á því að hrósa Örnu Sif fyrir frábæra frammistöðu í dag. Mér finnst merkilegt að þó hún hafi skorað þetta sigurmark þá má ekki gleyma því að hún hreinsaði í burtu einhverjar áttatíu hornspyrnur. Hún var ekki bara að skora heldur var hún líka að eiga virkilega góðan leik í hjarta varnarinnar eins og hún er búin að eiga ítrekað í sumar,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna. Arna Sif Ásgrímsdóttir skorar hér sigurmarkið í leiknum í gær.Vísir/Pawel Arna Sif spilaði með Valsliðinu fyrir fyrir fimm árum en fór síðan aftur heim til Þór/KA sumarið 2018. Hún snéri aftur á Hlíðarenda fyrir þetta tímabil og Harpa vildi fá hana til að bera þessi lið saman. „Þetta er einhvern veginn allt annað. Síðast þegar ég var hjá Val þá var Valur að koma upp aftur eftir smá lægð. Maður fann alveg fyrir því en núna eru þær búnar að vera á toppnum í smá tíma. Andrúmsloftið er öðruvísi, körfur á að vinna allt, mikil samkeppni í hópnum og bæði gæðin og standardinn er hærri. Þetta er frábær umhverfi að vera í,“ sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir. Arna Sif er mjög sátt við að spila við hliðina á Mist Edvardsdóttur. „Það er ógeðslega gaman. Hún er ógeðslega góð í fótbolta og miklu betri í fótbolta en mig minnti. Ég spilaði með henni bæði 2016 og 2017. þetta er bata ógeðslega góður fótboltamaður og það er heiður að spila þarna með henni,“ sagði Arna Sif. S2 Sport Helena Ólafsdóttir forvitnaðist um það hvort velgengi Valsliðsins í öðrum íþróttum sé að smitast inn í Valsliðið. „Já það er gríðarlega mikil stemmning og maður finnur það bara þegar maður labbar þarna inn. Það er einhvern veginn allir að hálfpartinn að peppa yfir sig og gefa hverjum öðrum fimmu. Ég held að það smiti klárlega í öll liðin,“ sagði Arna Sif. En eru miðverðirnir hjá Val í markakeppni? Arna Sif er með þrjú mörk og Mist með tvö. „Við erum ekki í markakeppni. Mist er svo slök yfir þessu. Hún ætlar ekki að setja sér nein markmið með mörk en ég er aðeins að verða gráðug núna,“ sagði Arna. „Ég hef alltaf skorað fjögur mörk á hverju einasta tímabili í svona átján ár og núna langar mig að fara í svona sex eða sjö. Ég ætla síðan einhvern tímann að finna mér lið þar sem ég fæ að vera senter,“ sagði Arna létt. Það má sjá spjallið við hana hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin: Arna Sif mættir í settið
Besta deild kvenna Valur Bestu mörkin Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn Getur varla gengið lengur Sport Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn