Þurfa ekki að greiða fyrir þá sem borguðu ekki fyrir bílastæðin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. maí 2022 22:00 Deilt var um greiðslur vegna notkunar á bílastæðum í bílastæðahúsi Hafnartorgs. Vísir/Vilhelm Brimborg ehf. þarf ekki að greiða Rekstrarfélagi Hafnartorgs rúmar fimmtíu þúsund krónur í deilu félaganna um hvort að Brimborg bæri ábyrgð á því að greiða fyrir þá viðskiptavini bílaleigu félagsins sem nýttu sér bílastæði við Hafnartorg án þess að greiða fyrir það. Deila Brimborgar og Rekstrarfélagsins Hafnartorgs snerist um þá leigutaka bílaleigu Brimborgar sem höfðu lagt í stæði í bílastæðahúsi við Hafnartorg í Reykjavík en ekki greitt fyrir afnotin. Rekstrarfélagið rekur bílastæðahúsið. Rekstrarfélagið vildi meina að Brimborg bæri ábyrgð á því að greiða leigugjald þessara einstaklinga fyrir notkun á bílastæðum í húsinu, auk greiðslu á 1.800 króna innheimtukostnaðar. Alls vildi rekstrarfélagið fá greitt fyrir 23 skipti þar sem leigutakar á bílum frá bílaleigu Brimborgar höfðu lagt í bílastæðahúsinu en ekki greitt fyrir noktun þess. Krafðist rekstrarfélagið þess að fá greiddar 52.499 krónur vegna þess. Þurfa að greiða fjórtánfalda upphæð kröfunnar í málskostnað Brimborg hafnaði greiðslunni á þeim grundvelli að félagið hefði ekkert um það að segja hvað leigutakarnir gerðu á bílunum á leigutímanum. Ekki væri hægt að rukka bílaleiguna heldur þyrfti að rukka hvern ökumann fyrir sig. Frá HafnartorgiVísi/Vilhelm Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur var vísað í skilmála Brimborgar sem leigutakar þurfa að gangast undir vilji þeir leigja bíl af félaginu. Þar er tekið fram að leigutakinn sé ábyrgur fyrir öllum stöðusektum, stöðugjöldum, sektum fyrir umferðarbrot, veggjöldum eða öðrum sambærilegum sektum og gjöldum. Með vísan til þess taldi héraðsdómur það ómögulegt að líta svo á að Brimborg væri ábyrgt fyrir því að greiða sektir leigutaka félagsins. Var Brimborg því sýknað af kröfu Rekstrarfélagsins. Alls þarf félagið að greiða Brimborg 750 þúsund krónur í málkostnað vegna málsins. Bílastæði Dómsmál Bílaleigur Reykjavík Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Sjá meira
Deila Brimborgar og Rekstrarfélagsins Hafnartorgs snerist um þá leigutaka bílaleigu Brimborgar sem höfðu lagt í stæði í bílastæðahúsi við Hafnartorg í Reykjavík en ekki greitt fyrir afnotin. Rekstrarfélagið rekur bílastæðahúsið. Rekstrarfélagið vildi meina að Brimborg bæri ábyrgð á því að greiða leigugjald þessara einstaklinga fyrir notkun á bílastæðum í húsinu, auk greiðslu á 1.800 króna innheimtukostnaðar. Alls vildi rekstrarfélagið fá greitt fyrir 23 skipti þar sem leigutakar á bílum frá bílaleigu Brimborgar höfðu lagt í bílastæðahúsinu en ekki greitt fyrir noktun þess. Krafðist rekstrarfélagið þess að fá greiddar 52.499 krónur vegna þess. Þurfa að greiða fjórtánfalda upphæð kröfunnar í málskostnað Brimborg hafnaði greiðslunni á þeim grundvelli að félagið hefði ekkert um það að segja hvað leigutakarnir gerðu á bílunum á leigutímanum. Ekki væri hægt að rukka bílaleiguna heldur þyrfti að rukka hvern ökumann fyrir sig. Frá HafnartorgiVísi/Vilhelm Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur var vísað í skilmála Brimborgar sem leigutakar þurfa að gangast undir vilji þeir leigja bíl af félaginu. Þar er tekið fram að leigutakinn sé ábyrgur fyrir öllum stöðusektum, stöðugjöldum, sektum fyrir umferðarbrot, veggjöldum eða öðrum sambærilegum sektum og gjöldum. Með vísan til þess taldi héraðsdómur það ómögulegt að líta svo á að Brimborg væri ábyrgt fyrir því að greiða sektir leigutaka félagsins. Var Brimborg því sýknað af kröfu Rekstrarfélagsins. Alls þarf félagið að greiða Brimborg 750 þúsund krónur í málkostnað vegna málsins.
Bílastæði Dómsmál Bílaleigur Reykjavík Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Sjá meira