Njarðvík vann nágrannaslaginn í Keflavík | FH ekki í vandræðum með Kára Atli Arason skrifar 25. maí 2022 22:00 Magnús Þórir Matthíasson, leikmaður Njarðvíkur, skoraði tvö mörk gegn sínum fyrri liðsfélögum í Keflavík í kvöld. Njarðvík Toppliðið í 2. deildinni, Njarðvík, gerði sér lítið fyrir og sló út nágranna sína og Bestu-deildar lið Keflavíkur í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins með 1-4 útisigri í Keflavík. Steven Lennon, leikmaður FH, skoraði tvö mörk og lagði upp annað gegn Kára í 3-0 sigri Hafnfirðinga á sama tíma. Kenneth Hogg, leikmaður Njarðvíkur, kom gestunum yfir strax á þriðju mínútu leiksins fyrir framan nánast fulla stúku í Keflavík þar sem 1.220 manns mættu á þennan nágrannaslag en leikurinn í kvöld var aðeins sá þriðji sem liðin leika gegn hvort öðru í bikarkeppni. Nágranna slagur í dag. @fcnjardvik vs @FcKeflavik. Legg til að slagurinn verði héðan í frá nefndur „Sá stutti" enda ekki nema 806 m frá miðju Keflavíkurvallar til miðju Njarðvíkurvallar í beinni loftlínu. Örugglega stysta vegalengd á milli knattspyrnuvalla á Íslandi #fotboltinet pic.twitter.com/LynukGCVg0— Árni Jóhannsson (@arnijo) May 23, 2019 Heimamenn bættu í sóknarleik sinn eftir mark Njarðvíkur sem varð til þess þeir grænklæddu náðu skyndisókn á 38. mínútu og fyrrum leikmaður Keflavíkur, Magnús Þórir Matthíasson, tvöfaldaði forskot Njarðvíkur með skoti við enda vítateigs. Fimm mínútum eftir mark Magnúsar fá Keflvíkingar dæmda vítaspyrnu eftir að Marc McAusland, annar fyrrum leikmaður Keflavíkur, brýtur á Patrik Johannesen innan vítateigs. Patrik skorar af öryggi úr vítaspyrnunni og hálfleikstölur voru 1-2. Á 63. mínútu skoraði Magnús sitt annað mark fyrir Njarðvík í leiknum og kemur gestunum aftur tveimur mörkum yfir. Njarðvíkingar fullkomna svo niðurlæginguna á nágrönnum sínum þegar markahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu, Oumar Diouck, skoraði fjórða mark Njarðvíkinga á 94. mínútu leiksins og Njarðvík fer áfram í 16-liða úrslit. Steven Lennon lagði upp eitt og skoraði tvö gegn Kára.Vísir/Hulda Margrét FH-ingar áttu ekki í miklum vandræðum með Kára frá Akranesi. FH lá í sókn nánast allan fyrri hálfleikinn en þó án þess að skora. Steven Lennon bætir þó úr því á 56. mínútu með mark eftir stoðsendingu Baldurs Loga Guðlaugssonar. Sóknarþungi FH hélt áfram en Kára menn sáu aldrei til sólar í þessum leik. Björn Daníel Sverrisson gerði annað mark FH eftir undirbúning frá Steven Lennon. Skotinn knái klárar svo leikinn á 93. mínútu og aftur eftir afar óeigingjarnan undirbúning Baldurs Loga. 3-0 sigur FH varð því staðreynd og Hafnfirðingar verða með Njarðvíkingum í pottinum fyrir 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Mjólkurbikar karla FH UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sjá meira
Kenneth Hogg, leikmaður Njarðvíkur, kom gestunum yfir strax á þriðju mínútu leiksins fyrir framan nánast fulla stúku í Keflavík þar sem 1.220 manns mættu á þennan nágrannaslag en leikurinn í kvöld var aðeins sá þriðji sem liðin leika gegn hvort öðru í bikarkeppni. Nágranna slagur í dag. @fcnjardvik vs @FcKeflavik. Legg til að slagurinn verði héðan í frá nefndur „Sá stutti" enda ekki nema 806 m frá miðju Keflavíkurvallar til miðju Njarðvíkurvallar í beinni loftlínu. Örugglega stysta vegalengd á milli knattspyrnuvalla á Íslandi #fotboltinet pic.twitter.com/LynukGCVg0— Árni Jóhannsson (@arnijo) May 23, 2019 Heimamenn bættu í sóknarleik sinn eftir mark Njarðvíkur sem varð til þess þeir grænklæddu náðu skyndisókn á 38. mínútu og fyrrum leikmaður Keflavíkur, Magnús Þórir Matthíasson, tvöfaldaði forskot Njarðvíkur með skoti við enda vítateigs. Fimm mínútum eftir mark Magnúsar fá Keflvíkingar dæmda vítaspyrnu eftir að Marc McAusland, annar fyrrum leikmaður Keflavíkur, brýtur á Patrik Johannesen innan vítateigs. Patrik skorar af öryggi úr vítaspyrnunni og hálfleikstölur voru 1-2. Á 63. mínútu skoraði Magnús sitt annað mark fyrir Njarðvík í leiknum og kemur gestunum aftur tveimur mörkum yfir. Njarðvíkingar fullkomna svo niðurlæginguna á nágrönnum sínum þegar markahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu, Oumar Diouck, skoraði fjórða mark Njarðvíkinga á 94. mínútu leiksins og Njarðvík fer áfram í 16-liða úrslit. Steven Lennon lagði upp eitt og skoraði tvö gegn Kára.Vísir/Hulda Margrét FH-ingar áttu ekki í miklum vandræðum með Kára frá Akranesi. FH lá í sókn nánast allan fyrri hálfleikinn en þó án þess að skora. Steven Lennon bætir þó úr því á 56. mínútu með mark eftir stoðsendingu Baldurs Loga Guðlaugssonar. Sóknarþungi FH hélt áfram en Kára menn sáu aldrei til sólar í þessum leik. Björn Daníel Sverrisson gerði annað mark FH eftir undirbúning frá Steven Lennon. Skotinn knái klárar svo leikinn á 93. mínútu og aftur eftir afar óeigingjarnan undirbúning Baldurs Loga. 3-0 sigur FH varð því staðreynd og Hafnfirðingar verða með Njarðvíkingum í pottinum fyrir 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins.
Mjólkurbikar karla FH UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sjá meira