Hvergerðingar gera ráð fyrir rúmlega hundrað milljónum króna í bætur Árni Sæberg skrifar 26. maí 2022 11:43 Svona leit Hamarshöllin í Hveragerði út áður en dúkurinn fauk ofan af henni. Fráfarandi meirihluti ákvað að strengja nýjan dúk yfir í stað hins gamla en svo virðist sem Hvergerðingum lítist illa á blikuna. Vísir/Magnús Hlynur Fráfarandi bæjarstjóri Hveragerðis segir framtíð Hamarshallarinnar, sem varð mikið bitbein í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum, alfarið vera í höndum nýrrar bæjarstjórnar. Þá segir hann að gert sé ráð fyrir því að tjónabætur vegna hallarinnar muni nema 108 milljónum króna. Líkt og frægt er orðið fauk dúkurinn af Hamarshöllinni í Hveragerði í miklu óveðri í febrúar síðastliðnum. Þáverandi bæjarstjórn ákvað að panta nýjan dúk á höllina í stað þess að byggja nýja. Sú ákvörðun fór illa í margan Hvergerðinginn og mætti segja að framtíð hallarinnar hafi verið helsta deilumálið í sveitarstjórnarkosningunum á dögunum. Aldís Hafsteinsdóttir, fráfarandi bæjarstjóri segist hafa átt í viðræðum við fyrirtækið sem framleiðir dúkinn og segir að fyrirtækið hafi gefið vilyrði fyrir því að afpanta megi dúkinn án vandkvæða. „Því er ljóst að nýr meirihluti ætti ekki að vera bundinn af fyrri ákvörðun og getur því tekið ákvörðun fljótlega um að hefja viðræður um afpöntun á dúk Hamarshallarinnar og hafið samstundis könnun á öðrum valkostum varðandi uppbyggingu íþróttamannvirkja í Hveragerði,“ segir Aldís í tilkynningu á vef Hveragerðisbæjar. Þá segir hún að ákvörðun fráfarandi bæjarstjórnar um að endurreisa Hamarshöllina hafi verið tekin með hagsmuni íþróttalífs í Hveragerðis í huga og þá ekki síst hagsmuni barna og ungmenna enda sé endurreisn Hamarshallarinnar, að mati meirihlutans, skynsamleg og hagstæð leið til að koma upp góðri íþróttaaðstöðu bæði hratt og með hagkvæmum hætti. Hún segir nýja dúkinn sem hefur verið pantaður vera sterkari en sá sem fauk af höllinni í febrúar. „Jafnframt er rétt að geta þess að fyrstu tölur hafa borist varðandi tjónabætur og er þar gert ráð fyrir að bætur nemi 108 milljónum króna. Samningar um endanlegar tjónabætur bíða aftur á móti nýrrar bæjarstjórnar,“ segir Aldís. Hveragerði Íþróttir barna Hamar Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Líkt og frægt er orðið fauk dúkurinn af Hamarshöllinni í Hveragerði í miklu óveðri í febrúar síðastliðnum. Þáverandi bæjarstjórn ákvað að panta nýjan dúk á höllina í stað þess að byggja nýja. Sú ákvörðun fór illa í margan Hvergerðinginn og mætti segja að framtíð hallarinnar hafi verið helsta deilumálið í sveitarstjórnarkosningunum á dögunum. Aldís Hafsteinsdóttir, fráfarandi bæjarstjóri segist hafa átt í viðræðum við fyrirtækið sem framleiðir dúkinn og segir að fyrirtækið hafi gefið vilyrði fyrir því að afpanta megi dúkinn án vandkvæða. „Því er ljóst að nýr meirihluti ætti ekki að vera bundinn af fyrri ákvörðun og getur því tekið ákvörðun fljótlega um að hefja viðræður um afpöntun á dúk Hamarshallarinnar og hafið samstundis könnun á öðrum valkostum varðandi uppbyggingu íþróttamannvirkja í Hveragerði,“ segir Aldís í tilkynningu á vef Hveragerðisbæjar. Þá segir hún að ákvörðun fráfarandi bæjarstjórnar um að endurreisa Hamarshöllina hafi verið tekin með hagsmuni íþróttalífs í Hveragerðis í huga og þá ekki síst hagsmuni barna og ungmenna enda sé endurreisn Hamarshallarinnar, að mati meirihlutans, skynsamleg og hagstæð leið til að koma upp góðri íþróttaaðstöðu bæði hratt og með hagkvæmum hætti. Hún segir nýja dúkinn sem hefur verið pantaður vera sterkari en sá sem fauk af höllinni í febrúar. „Jafnframt er rétt að geta þess að fyrstu tölur hafa borist varðandi tjónabætur og er þar gert ráð fyrir að bætur nemi 108 milljónum króna. Samningar um endanlegar tjónabætur bíða aftur á móti nýrrar bæjarstjórnar,“ segir Aldís.
Hveragerði Íþróttir barna Hamar Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira