Tárvotur Mourinho skrifar söguna í Rómarborg Valur Páll Eiríksson skrifar 26. maí 2022 10:30 Tilfinningarnar voru miklar hjá Mourinho í leikslok sem gat vart haldið aftur af tárunum. Justin Setterfield/Getty Images Ítalska liðið Roma vann í gærkvöld sinn fyrsta titil í 14 ár eftir 1-0 sigur á Feyenoord frá Hollandi í úrslitum Sambandsdeildar Evrópu. José Mourinho, stjóri Roma, gat vart haldið aftur af tárunum í leikslok og kveðst vera afar stoltur. Miðjumaðurinn Niccolo Zaniolo skoraði eina mark leiksins í gærkvöld á 32. mínútu er Roma vann 1-0 á Kombetare-vellinum í Tirana í Albaníu. Roma er því fyrsta liðið til að fagna sigri í Sambandsdeildinni sem sett var á laggirnar síðasta sumar. José Mourinho = first coach to win all three current men's UEFA club competitions @ASRomaEN | #UECLfinal pic.twitter.com/oWTixYE4cS— UEFA Europa Conference League (@europacnfleague) May 26, 2022 Þjálfari Zaniolo, José Mourinho, varð þá jafnframt fyrsti stjórinn til að vinna allar þrjár Evrópukeppnir UEFA. Mourinho vann UEFA-bikarinn með Porto árið 2003 og Meistaradeildina með liðinu ári síðar. Hann stýrði þá Inter Milan til sigurs í Meistaradeildinni 2010, Manchester United til Evrópudeildartitls 2017 og vann sinn fimmta Evróputitil með Roma í gærkvöld. Hann fagnaði þeim fimmta með viðeigandi hætti og reisti fimm fingur á loft er lokaflautið gall. „Þetta mun alltaf vera hluti af sögu Roma, en einni hluti af minni eigin. Mér var sagt að aðeins ég, Sir Alex Ferguson og Giovanni Trappattoni hafi unnið titla á þremur mismunandi áratugum. Mér líður eins og gömlum manni, en það er gott fyrir ferilinn minn.“ sagði Mourinho eftir leik. Fimm Evróputitlar hjá þeim gamla.Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images Liðið hafði þegar tryggt sér sæti í Evrópudeildarinnar að ári með því að lenda í 6. sæti ítölsku A-deildarinnar í vor, sem varð ljóst eftir 3-0 sigur á Tórínó í lokaumferð deildarinnar. Mourinho segir sigurinn sögulegan, enda um fyrsta titil Roma að ræða í 14 ár, frá því að liðið vann ítalska bikarinn árið 2008, og fyrsta Evróputitil liðsins frá því að félagið vann Borgakeppni Evrópu árið 1961. „Það voru svo margir hlutir sem fóru í gegnum hausinn á mér, svo margir hlutir á sama tíma.“ sagði Mourinho er hann barðist við að halda aftur af tárunum. „Ég hef verið hjá Roma í ellefu mánuði og ég áttaði mig á augnablikinu sem ég mætti hvað það þýddi, þeir voru að bíða eftir þessu. Eins og ég sagði við strákana í klefanum í Tórínó, við gerðum það sem við þurftum að gera, að komast í Evrópudeildina. Við unnum frábæra vinnu allt tímabilið.“ „Þetta var hins vegar ekki vinna í kvöld, þetta var sagan skrifuð. Við þurftum að skrifa söguna. Við skrifuðum hana. Ég verð hér áfram á næsta tímabili, ekki spurning.“ sagði Mourinho. José Mourinho! La la la la la la la... José Mourinho la la la la la la la #ASRoma #UECLfinal pic.twitter.com/awuPHZEqfc— AS Roma (@OfficialASRoma) May 26, 2022 Sambandsdeild Evrópu Ítalski boltinn Tengdar fréttir Mourinho bætir enn einum Evrópubikar í safn sitt AS Roma vann Feyenoord 1-0 í fyrsta úrslitaleik Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Bikarinn er fimmti Evrópubikar Jose Mourinho á ferlinum og er hann um leið sá fyrsti til að vinna alla Evrópubikarana sem í boði eru. 25. maí 2022 21:29 Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Sjá meira
Miðjumaðurinn Niccolo Zaniolo skoraði eina mark leiksins í gærkvöld á 32. mínútu er Roma vann 1-0 á Kombetare-vellinum í Tirana í Albaníu. Roma er því fyrsta liðið til að fagna sigri í Sambandsdeildinni sem sett var á laggirnar síðasta sumar. José Mourinho = first coach to win all three current men's UEFA club competitions @ASRomaEN | #UECLfinal pic.twitter.com/oWTixYE4cS— UEFA Europa Conference League (@europacnfleague) May 26, 2022 Þjálfari Zaniolo, José Mourinho, varð þá jafnframt fyrsti stjórinn til að vinna allar þrjár Evrópukeppnir UEFA. Mourinho vann UEFA-bikarinn með Porto árið 2003 og Meistaradeildina með liðinu ári síðar. Hann stýrði þá Inter Milan til sigurs í Meistaradeildinni 2010, Manchester United til Evrópudeildartitls 2017 og vann sinn fimmta Evróputitil með Roma í gærkvöld. Hann fagnaði þeim fimmta með viðeigandi hætti og reisti fimm fingur á loft er lokaflautið gall. „Þetta mun alltaf vera hluti af sögu Roma, en einni hluti af minni eigin. Mér var sagt að aðeins ég, Sir Alex Ferguson og Giovanni Trappattoni hafi unnið titla á þremur mismunandi áratugum. Mér líður eins og gömlum manni, en það er gott fyrir ferilinn minn.“ sagði Mourinho eftir leik. Fimm Evróputitlar hjá þeim gamla.Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images Liðið hafði þegar tryggt sér sæti í Evrópudeildarinnar að ári með því að lenda í 6. sæti ítölsku A-deildarinnar í vor, sem varð ljóst eftir 3-0 sigur á Tórínó í lokaumferð deildarinnar. Mourinho segir sigurinn sögulegan, enda um fyrsta titil Roma að ræða í 14 ár, frá því að liðið vann ítalska bikarinn árið 2008, og fyrsta Evróputitil liðsins frá því að félagið vann Borgakeppni Evrópu árið 1961. „Það voru svo margir hlutir sem fóru í gegnum hausinn á mér, svo margir hlutir á sama tíma.“ sagði Mourinho er hann barðist við að halda aftur af tárunum. „Ég hef verið hjá Roma í ellefu mánuði og ég áttaði mig á augnablikinu sem ég mætti hvað það þýddi, þeir voru að bíða eftir þessu. Eins og ég sagði við strákana í klefanum í Tórínó, við gerðum það sem við þurftum að gera, að komast í Evrópudeildina. Við unnum frábæra vinnu allt tímabilið.“ „Þetta var hins vegar ekki vinna í kvöld, þetta var sagan skrifuð. Við þurftum að skrifa söguna. Við skrifuðum hana. Ég verð hér áfram á næsta tímabili, ekki spurning.“ sagði Mourinho. José Mourinho! La la la la la la la... José Mourinho la la la la la la la #ASRoma #UECLfinal pic.twitter.com/awuPHZEqfc— AS Roma (@OfficialASRoma) May 26, 2022
Sambandsdeild Evrópu Ítalski boltinn Tengdar fréttir Mourinho bætir enn einum Evrópubikar í safn sitt AS Roma vann Feyenoord 1-0 í fyrsta úrslitaleik Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Bikarinn er fimmti Evrópubikar Jose Mourinho á ferlinum og er hann um leið sá fyrsti til að vinna alla Evrópubikarana sem í boði eru. 25. maí 2022 21:29 Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Sjá meira
Mourinho bætir enn einum Evrópubikar í safn sitt AS Roma vann Feyenoord 1-0 í fyrsta úrslitaleik Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Bikarinn er fimmti Evrópubikar Jose Mourinho á ferlinum og er hann um leið sá fyrsti til að vinna alla Evrópubikarana sem í boði eru. 25. maí 2022 21:29