Kaflaskil í Menntaskólanum í Reykjavík Árni Sæberg skrifar 28. maí 2022 14:52 Menntaskólinn í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Menntaskólanum í Reykjavík var slitið í 176. sinn við brautskráningu stúdenta í gær. Auk þess að 208 nýstúdentar yfirgefa skólann lætur rektor skólans af störfum sem og fyrrverandi rektor. Menntaskólanum í Reykjavík var slitið við hátíðlega athöfn í Háskólabíói í gær þegar 208 nýstúdentar voru brautskráðir. Dúx 6. bekkjar að þessu sinni var Katrín Ósk Arnarsdóttir sem útskrifaðist með aðaleinkunn upp á 9,88. Katrín stundaði nám við náttúrufræðibraut skólans. Semidúx árgangsins var Hildur Gunnarsdóttir af eðlisfræðibraut með aðaleinkunn upp á 9,87. Alls hlaut 31 nemandi viðurkenningu fyrir að hafa hlotið ágætiseinkunn á stúdentsprófi. Fjölmargir afmælisstúdentar voru viðstaddir athöfnina, þeirra á meðal var Bogi Ágústsson fréttamaður sem flutti ávarp fyrir hönd fimmtíu ára stúdenta sem vakti mikla lukku. Tveir rektorar láta af störfum Elísabet Siemsen, rektor skólans brautskráði sinn síðasta stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík. Þess má til gamans geta að undirritaður var fyrsti nýstúdentinn sem Elísabet brautskráði frá skólanum á sínum tíma. Elísabet segir nú skilið við framhaldsskólakerfið en þar hefur hún 45 ára farsælan feril að baki. Í ávarpi hennar kom fram að þrátt fyrir að heimsfaraldur hafi nokkuð litað skólastarfið hjá þeim nemendum sem nú eru að útskrifast hafi þeim tekist að stunda nám sitt af alúð og uppskera nú ríkulega. Þá minntist Elísabet á þröngan húsakost skólans í vetur en vegna þess að Casa Christi, eitt húsa skólans, var dæmt ónothæft þurfti að flytja hluta starfsemi skólans annað. Hún sagði þó að bjartari tímar væru framundan enda hafi skólinn fengið til afnota húsnæði í Austurstræti sem muni verða tilbúið undir kennslu í haust. Þá lætur Yngvi Pétursson, fyrrverandi rektor skólans, einnig af störfum eftir veturinn. Frá því að Yngvi hætti störfum sem rektor árið 2017 hefur hann sinnt stundakennslu í stærðfræði en samanlagður starfsaldur hans við skólann náði heilum fimmtíu árum. Skóla- og menntamál Reykjavík Framhaldsskólar Dúxar Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Sjá meira
Menntaskólanum í Reykjavík var slitið við hátíðlega athöfn í Háskólabíói í gær þegar 208 nýstúdentar voru brautskráðir. Dúx 6. bekkjar að þessu sinni var Katrín Ósk Arnarsdóttir sem útskrifaðist með aðaleinkunn upp á 9,88. Katrín stundaði nám við náttúrufræðibraut skólans. Semidúx árgangsins var Hildur Gunnarsdóttir af eðlisfræðibraut með aðaleinkunn upp á 9,87. Alls hlaut 31 nemandi viðurkenningu fyrir að hafa hlotið ágætiseinkunn á stúdentsprófi. Fjölmargir afmælisstúdentar voru viðstaddir athöfnina, þeirra á meðal var Bogi Ágústsson fréttamaður sem flutti ávarp fyrir hönd fimmtíu ára stúdenta sem vakti mikla lukku. Tveir rektorar láta af störfum Elísabet Siemsen, rektor skólans brautskráði sinn síðasta stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík. Þess má til gamans geta að undirritaður var fyrsti nýstúdentinn sem Elísabet brautskráði frá skólanum á sínum tíma. Elísabet segir nú skilið við framhaldsskólakerfið en þar hefur hún 45 ára farsælan feril að baki. Í ávarpi hennar kom fram að þrátt fyrir að heimsfaraldur hafi nokkuð litað skólastarfið hjá þeim nemendum sem nú eru að útskrifast hafi þeim tekist að stunda nám sitt af alúð og uppskera nú ríkulega. Þá minntist Elísabet á þröngan húsakost skólans í vetur en vegna þess að Casa Christi, eitt húsa skólans, var dæmt ónothæft þurfti að flytja hluta starfsemi skólans annað. Hún sagði þó að bjartari tímar væru framundan enda hafi skólinn fengið til afnota húsnæði í Austurstræti sem muni verða tilbúið undir kennslu í haust. Þá lætur Yngvi Pétursson, fyrrverandi rektor skólans, einnig af störfum eftir veturinn. Frá því að Yngvi hætti störfum sem rektor árið 2017 hefur hann sinnt stundakennslu í stærðfræði en samanlagður starfsaldur hans við skólann náði heilum fimmtíu árum.
Skóla- og menntamál Reykjavík Framhaldsskólar Dúxar Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent