„Ég er ekkert að fara í Val í dag“ Sindri Sverrisson skrifar 2. júní 2022 12:56 Heimir Hallgrímsson á vellinum í Volgograd á HM í Rússlandi 2018. Eftir að hafa hætt með íslenska landsliðið þjálfaði hann Al Arabi í tvö og hálft ár en hefur síðan verið án þjálfarastarfs. vísir/vilhelm Heimir Hallgrímsson segir „leiðinlegt“ að lesa í fjölmiðlum orðróma þess efnis að hann sé að taka við knattspyrnuliði Vals af nafna sínum Heimi Guðjónssyni. Hann hafi ekki rætt við Val og stefni sjálfur enn á að þjálfa erlendis. Vangaveltur hafa verið uppi um stöðu Heimis Guðjónssonar í ljósi slæms gengis Vals það sem af er leiktíð, en liðið er nú þegar ellefu stigum á eftir toppliði Breiðabliks í Bestu deildinni og úr leik í Mjólkurbikarnum. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, er í fríi fram í næstu viku og hefur ekki svarað símtölum eða skilaboðum varðandi stöðu Heimis hjá félaginu. Varaformaðurinn Jón Höskuldsson vildi ekki tjá sig við Vísi að öðru leyti en því að Heimir Guðjónsson væri „eins og er“ þjálfari Vals. Heimir Hallgrímsson er langstærsta nafnið hér á landi af þeim þjálfurum sem ekki eru í starfi. Landsliðsþjálfarinn fyrrverandi þjálfaði síðast Al Arabi í Katar þar til í fyrrasumar. „Alltaf verið í forgangi að fara út“ Hann gefur sjálfur lítið fyrir fullyrðingar þess efnis að hann verði næsti þjálfari Vals, sem endurbirtar hafa verið í sumum fjölmiðlum. „Vonandi kemst ég bara aftur út. Það er stefnan að fara aftur út,“ segir Heimir Hallgrímsson í samtali við Vísi í dag. Fullyrðir hann þá sem sagt að hann sé ekki að taka við Val? „Það hefur ekkert verið talað við mig í þessu. Mér finnst þetta svo leiðinlegt, því nú þekki ég Heimi Guðjóns vel,“ segir Heimir, óhress með umfjöllun um stöðu kollega síns. „Ég er með nokkra möguleika í gangi og er ekkert að fara að ákveða strax. En ég er ekkert að fara í Val í dag. Hvað verður í framtíðinni? Kannski einhvern tímann en ég er ekki á leiðinni í Val í dag. Ég stefni á að fara út og er með möguleika í dag á að fara út, og það hefur alltaf verið í forgangi að fara út,“ segir Heimir. Heimir stýrði Al Arabi frá desember 2018 og fram á fyrrasumar, eftir að hafa verið landsliðsþjálfari karla á Íslandi í tæp sjö ár og skilað liðinu á EM og HM. Aðspurður hvort að eitt ár teljist langur tími án þjálfarastarfs svarar Heimir: „Nei, ég hef bara þurft á þessum tíma að halda. Ég hef verið með möguleika á að fara út en ég vil bara velja rétt.“ Besta deild karla Valur Fótbolti Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Fleiri fréttir „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Sjá meira
Vangaveltur hafa verið uppi um stöðu Heimis Guðjónssonar í ljósi slæms gengis Vals það sem af er leiktíð, en liðið er nú þegar ellefu stigum á eftir toppliði Breiðabliks í Bestu deildinni og úr leik í Mjólkurbikarnum. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, er í fríi fram í næstu viku og hefur ekki svarað símtölum eða skilaboðum varðandi stöðu Heimis hjá félaginu. Varaformaðurinn Jón Höskuldsson vildi ekki tjá sig við Vísi að öðru leyti en því að Heimir Guðjónsson væri „eins og er“ þjálfari Vals. Heimir Hallgrímsson er langstærsta nafnið hér á landi af þeim þjálfurum sem ekki eru í starfi. Landsliðsþjálfarinn fyrrverandi þjálfaði síðast Al Arabi í Katar þar til í fyrrasumar. „Alltaf verið í forgangi að fara út“ Hann gefur sjálfur lítið fyrir fullyrðingar þess efnis að hann verði næsti þjálfari Vals, sem endurbirtar hafa verið í sumum fjölmiðlum. „Vonandi kemst ég bara aftur út. Það er stefnan að fara aftur út,“ segir Heimir Hallgrímsson í samtali við Vísi í dag. Fullyrðir hann þá sem sagt að hann sé ekki að taka við Val? „Það hefur ekkert verið talað við mig í þessu. Mér finnst þetta svo leiðinlegt, því nú þekki ég Heimi Guðjóns vel,“ segir Heimir, óhress með umfjöllun um stöðu kollega síns. „Ég er með nokkra möguleika í gangi og er ekkert að fara að ákveða strax. En ég er ekkert að fara í Val í dag. Hvað verður í framtíðinni? Kannski einhvern tímann en ég er ekki á leiðinni í Val í dag. Ég stefni á að fara út og er með möguleika í dag á að fara út, og það hefur alltaf verið í forgangi að fara út,“ segir Heimir. Heimir stýrði Al Arabi frá desember 2018 og fram á fyrrasumar, eftir að hafa verið landsliðsþjálfari karla á Íslandi í tæp sjö ár og skilað liðinu á EM og HM. Aðspurður hvort að eitt ár teljist langur tími án þjálfarastarfs svarar Heimir: „Nei, ég hef bara þurft á þessum tíma að halda. Ég hef verið með möguleika á að fara út en ég vil bara velja rétt.“
Besta deild karla Valur Fótbolti Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Fleiri fréttir „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Sjá meira