Blaðamenn DV og Fréttablaðsins brutu ekki siðareglur Bjarki Sigurðsson skrifar 2. júní 2022 14:51 DV og Fréttablaðið eru bæði í eigu Torgs ehf. en eru með aðskildar ritstjórnir. Vísir/Vilhelm Ágúst Borgþór Sverrisson, blaðamaður DV, og Sigurjón Björn Torfason, blaðamaður Fréttablaðsins, brutu ekki siðareglur Blaðamannafélags Íslands með umfjöllun um meint ofbeldi innan Orkuveitu Húsavíkur. Þann 23. apríl síðastliðinn birtist frétt á vef DV undir fyrirsögninni: „Viðkvæmt ofbeldismál skekur Orkuveitu Húsavíkur og bæjarskrifstofur – Skvetti sjóðandi kaffi yfir fatlaðan starfsmann“ og sama dag birtist frétt á vef Fréttablaðsins undir fyrirsögninni: „Segir ofbeldismál þaggað niður á Húsavík“. Skvetti sjóðandi vatni yfir samstarfsmann Þar var fjallað um árás á fatlaðan mann á kaffistofu í Stjórnsýsluhúsi Norðurþings. Vinnufélagi mannsins veittist að honum og skvetti yfir hann sjóðandi kaffi þar sem honum mislíkaði það sem maðurinn sagði. Samkvæmt frétt DV er málið í ferli innanhúss hjá Orkuveitunni og sagt í góðum farvegi. Í grein DV var rætt við bróður þolanda árásarinnar sem var misboðið þegar árásarmaðurinn mætti aftur til vinnu eftir stutt leyfi. Fréttablaðið fjallaði um málið og vísaði beint í umfjöllun DV. Þar komu því fram sömu atriði og í frétt DV. Hvorki sá sem varð fyrir kaffinu né sá sem skvetti því voru nafngreindir í umfjöllun miðlanna tveggja. Kvartaði þar sem enginn hafði samband Sá sem skvetti kaffinu taldi fréttirnar ganga gegn hagsmunum hans og kærði umfjöllunina til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. Hann kvartaði yfir því að enginn hafi haft samband við sig við vinnslu fréttarinnar. Í svari Ágústs Borgþórs til siðanefndar kemur fram að í grein DV séu öll meginatriði málsins rétt og segir að engin ástæða hafi verið til þess að fá leyfi gerenda til að birta greinina. Hagsmunum gerendans hafi verið gætt og hann ekki nafngreindur. Í svari Sigurjóns Bjarnar og Fréttablaðsins segir að ekkert í kæru mannsins fjalli um greinina á vef Fréttablaðsins. Vildi að fréttirnar yrðu fjarlægðar Maðurinn krafðist þess að fréttirnar yrðu fjarlægðar þar sem hann hafi haft skaða af birtingu þeirra. Þá taldi hann Ágúst Borgþór ekki hafa farið eftir 3. grein siðareglna Blaðamannafélagsins sem fjallar um að blaðamaður vandi upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu. Niðurstaða siðanefndar BÍ var sú að blaðamennirnir hefðu ekki brotið siðareglur við vinnslu fréttarinnar. Fjölmiðlar Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Sjá meira
Þann 23. apríl síðastliðinn birtist frétt á vef DV undir fyrirsögninni: „Viðkvæmt ofbeldismál skekur Orkuveitu Húsavíkur og bæjarskrifstofur – Skvetti sjóðandi kaffi yfir fatlaðan starfsmann“ og sama dag birtist frétt á vef Fréttablaðsins undir fyrirsögninni: „Segir ofbeldismál þaggað niður á Húsavík“. Skvetti sjóðandi vatni yfir samstarfsmann Þar var fjallað um árás á fatlaðan mann á kaffistofu í Stjórnsýsluhúsi Norðurþings. Vinnufélagi mannsins veittist að honum og skvetti yfir hann sjóðandi kaffi þar sem honum mislíkaði það sem maðurinn sagði. Samkvæmt frétt DV er málið í ferli innanhúss hjá Orkuveitunni og sagt í góðum farvegi. Í grein DV var rætt við bróður þolanda árásarinnar sem var misboðið þegar árásarmaðurinn mætti aftur til vinnu eftir stutt leyfi. Fréttablaðið fjallaði um málið og vísaði beint í umfjöllun DV. Þar komu því fram sömu atriði og í frétt DV. Hvorki sá sem varð fyrir kaffinu né sá sem skvetti því voru nafngreindir í umfjöllun miðlanna tveggja. Kvartaði þar sem enginn hafði samband Sá sem skvetti kaffinu taldi fréttirnar ganga gegn hagsmunum hans og kærði umfjöllunina til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. Hann kvartaði yfir því að enginn hafi haft samband við sig við vinnslu fréttarinnar. Í svari Ágústs Borgþórs til siðanefndar kemur fram að í grein DV séu öll meginatriði málsins rétt og segir að engin ástæða hafi verið til þess að fá leyfi gerenda til að birta greinina. Hagsmunum gerendans hafi verið gætt og hann ekki nafngreindur. Í svari Sigurjóns Bjarnar og Fréttablaðsins segir að ekkert í kæru mannsins fjalli um greinina á vef Fréttablaðsins. Vildi að fréttirnar yrðu fjarlægðar Maðurinn krafðist þess að fréttirnar yrðu fjarlægðar þar sem hann hafi haft skaða af birtingu þeirra. Þá taldi hann Ágúst Borgþór ekki hafa farið eftir 3. grein siðareglna Blaðamannafélagsins sem fjallar um að blaðamaður vandi upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu. Niðurstaða siðanefndar BÍ var sú að blaðamennirnir hefðu ekki brotið siðareglur við vinnslu fréttarinnar.
Fjölmiðlar Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Sjá meira