Ellefu nýjar verslanir og veitingastaðir opnaðir eftir nokkrar vikur Heimir Már Pétursson skrifar 2. júní 2022 19:21 Her iðnaðarmanna leggur þessa dagana lokahönd á nýtt torg í miðborginni. Þar taka ellefu nýir veitingastaðir og verslanir til starfa eftir um fimm vikur. Allt frá því fyrir hrun þegar byrjað var að byggja Hörpu hefur miðborgin verið undirlögð byggingaframkvæmdum með tilheyrandi brölti, umferð stórra vöru- og steypubíla og þrengingum á umferð. Hér sést allt Hafnartorgið beggja meginn Geirsgötu þar sem er að verða til blandð hverfi íbúða, berslunar, veitinga og annarrar þjónustu í hjarta miðborgarinnar.Reginn Senn líður að því að þessum miklum byggingarframkvæmdum í miðborginni ljúki. Stór áfangi að því eru nýbyggingar við Bryggjugötu. Finnur Bogi Hannesson þróunarstjóri Hafnartorgs hjá Reginn segir að innan örfárra vikna verði opnað þar torg með veitingastöðum og verslunum sem verði aðgengilegar frá mörgum stöðum. Finnur Bogi Hannesson segir að eftir að nýja togið verði tilbúið verði til nýtt hverfi í miðborginni.Stöð 2/Sigurjón Við erum hér í miðjunni á þessu nýja verslunar- og veitingatorgi og þið ætlið að opna eftir nokkrar vikur. Þið eruð bjartsýnir? „Já, en samt bara raunhæfir myndi ég telja,“ segir Finnur Bogi en fréttamanni þykir mikið eiga eftir að gera á svæðinu. Hann segir flesta veitingastaðina verða eitthvað á undan verslununum en stefnt sé að því að öllu verði lokið fyrir mánaðamót. Hægt verði að ganga inn á torgið frá mörgum stöðum. „Þetta er eiginlega torg inni í húsi. Við erum með mjög gott aðgengi beint úr bílakjallara. Rúllustigi beint upp úr bílakjallara með ellefu hundruð stæði. Svo erum við með aðgengi beint frá Geirsgötu, Bryggjugötu og beint frá gestamóttökunni á Edition hótelinu,“ segir Finnur Bogi. Hafnartorg Gallery verður á jarðhæðum blá-merktu húsanna á myndinni.Reginn Meðal verslana í nýja hlutanum verði fyrsta North Face útivistarverslunin á Íslandi og stærsta verslun 66 gráða norður. Með Hafnartogi beggja megin Geirsgötu sé að verða til nýtt borgarhverfi þar sem menningin, verslun, veitingar og þjónusta sé allt á einum stað. Í kring um þessa miðju verða fjölbreyttir veitingastaðið og verslanir.Reginn „Með því að hafa fjölbreytileika, að aðilar geti unnið vel saman á svona svæði, er lykillinn teljum við. Og við erum að ná því núna,“ segir Finnur Bogi. Um þrjátíu verslanir og veitingastaðir verði á Hafnartorgi til samans. Stafræn myndlist mun fá að njóta sín á veitinga- og verslunartorginu.Reginn Til að allt þetta gangi upp dugar ekkert minna en her iðnaðarmanna sem í dag var við störf í öllum hornum. Hafnartorg norðan meginn Geirsgötu, séð niður Bryggjugötu.Reginn Þú ert að segja mér að í júlí geti ég labbað á þetta iðnaðarsvæði sem lítur út eins og það er í dag og hér verði allt sprell lifandi? „Já, það ætla ég svo sannarlega að vona. Alla vega verða einstakar verslanir opnaðar hérna eftir nokkrar vikur og allt svæðið eflaust í júlí,“ segir Finnur Bogi Hannesson. Reykjavík Veitingastaðir Verslun Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Hafi ákveðið að tvöfalda framlagið vegna prófkjörs Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Sjá meira
Allt frá því fyrir hrun þegar byrjað var að byggja Hörpu hefur miðborgin verið undirlögð byggingaframkvæmdum með tilheyrandi brölti, umferð stórra vöru- og steypubíla og þrengingum á umferð. Hér sést allt Hafnartorgið beggja meginn Geirsgötu þar sem er að verða til blandð hverfi íbúða, berslunar, veitinga og annarrar þjónustu í hjarta miðborgarinnar.Reginn Senn líður að því að þessum miklum byggingarframkvæmdum í miðborginni ljúki. Stór áfangi að því eru nýbyggingar við Bryggjugötu. Finnur Bogi Hannesson þróunarstjóri Hafnartorgs hjá Reginn segir að innan örfárra vikna verði opnað þar torg með veitingastöðum og verslunum sem verði aðgengilegar frá mörgum stöðum. Finnur Bogi Hannesson segir að eftir að nýja togið verði tilbúið verði til nýtt hverfi í miðborginni.Stöð 2/Sigurjón Við erum hér í miðjunni á þessu nýja verslunar- og veitingatorgi og þið ætlið að opna eftir nokkrar vikur. Þið eruð bjartsýnir? „Já, en samt bara raunhæfir myndi ég telja,“ segir Finnur Bogi en fréttamanni þykir mikið eiga eftir að gera á svæðinu. Hann segir flesta veitingastaðina verða eitthvað á undan verslununum en stefnt sé að því að öllu verði lokið fyrir mánaðamót. Hægt verði að ganga inn á torgið frá mörgum stöðum. „Þetta er eiginlega torg inni í húsi. Við erum með mjög gott aðgengi beint úr bílakjallara. Rúllustigi beint upp úr bílakjallara með ellefu hundruð stæði. Svo erum við með aðgengi beint frá Geirsgötu, Bryggjugötu og beint frá gestamóttökunni á Edition hótelinu,“ segir Finnur Bogi. Hafnartorg Gallery verður á jarðhæðum blá-merktu húsanna á myndinni.Reginn Meðal verslana í nýja hlutanum verði fyrsta North Face útivistarverslunin á Íslandi og stærsta verslun 66 gráða norður. Með Hafnartogi beggja megin Geirsgötu sé að verða til nýtt borgarhverfi þar sem menningin, verslun, veitingar og þjónusta sé allt á einum stað. Í kring um þessa miðju verða fjölbreyttir veitingastaðið og verslanir.Reginn „Með því að hafa fjölbreytileika, að aðilar geti unnið vel saman á svona svæði, er lykillinn teljum við. Og við erum að ná því núna,“ segir Finnur Bogi. Um þrjátíu verslanir og veitingastaðir verði á Hafnartorgi til samans. Stafræn myndlist mun fá að njóta sín á veitinga- og verslunartorginu.Reginn Til að allt þetta gangi upp dugar ekkert minna en her iðnaðarmanna sem í dag var við störf í öllum hornum. Hafnartorg norðan meginn Geirsgötu, séð niður Bryggjugötu.Reginn Þú ert að segja mér að í júlí geti ég labbað á þetta iðnaðarsvæði sem lítur út eins og það er í dag og hér verði allt sprell lifandi? „Já, það ætla ég svo sannarlega að vona. Alla vega verða einstakar verslanir opnaðar hérna eftir nokkrar vikur og allt svæðið eflaust í júlí,“ segir Finnur Bogi Hannesson.
Reykjavík Veitingastaðir Verslun Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Hafi ákveðið að tvöfalda framlagið vegna prófkjörs Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent