SÁÁ er á tánum alla daga Anna Hildur Guðmundsdóttir skrifar 3. júní 2022 10:30 Framan af síðustu öld voru fá ráð til að takast á við einn skaðlegasta sjúkdóm heims, fíknsjúkdóminn. Sem betur fer áttum við Íslendingar stórhuga frumkvöðla sem ákváðu að taka í taumana og leita sér þekkingar á meðferðarleiðum. Upp úr því starfi voru SÁÁ samtökin stofnuð árið 1977. Því fylgir mikil ábyrgð að hjálpa fólki að sigrast á fíkninni. SÁÁ hefur borið gæfa til þess alla tíð að vera leiðandi afl í meðferðinni og þar hefur bygging sjúkrahússins Vogs, eftirmeðferðar á Vík og göngudeildinni Von skipt miklu til að skapa vettvang fyrr meðferðarstarfið. Á þeim 45 árum sem liðin eru frá stofnun SÁÁ hefur innsýn í fíknsjúkdóminn aukist jafnt og þétt og meðferðarleiðir þróaðar til að stuðla að sem bestum árangri. Sífellt bætist við þekking sem kallar á viðbrögð og breytingar. Til að mynda hefur sjónum verið beint í vaxandi mæli á leiðir til að takast á við áhrif sjúkdómsins á fjölskyldumeðlimi, vini, vinnuveitendur og í raun allt þjóðfélagið. Sjálfstæðið skiptir miklu Samtök á borð við SÁÁ þurfa stöðugt að vera vakandi fyrir því hvert stefnir, hvað virkar vel, hverju þarf að breyta og hvort gengið sé til góðs. Í þeim efnum skiptir mestu máli að SÁÁ hefur frá fyrsta degi gætt þess að vera félagasamtök þeirra sem mest eiga undir í slagnum við fíknsjúkdóminn. SÁÁ hefur aldrei misst sjónar á tilgangi sínum.SÁÁ hefur aldrei orðið heilbrigðisstofnun í þeim skilningi, heldur eru SÁÁ samtök sem hafa það sem megintilgang að halda úti heilbrigðis- og meðferðarþjónustu– ekki öfugt. Ég er ekki viss um að allir átti sig á því hvað þetta skiptir miklu máli, þetta sjálfstæði til að fara þær leiðir sem skipta mestu máli fyrir farsæla og fjölbreytta meðferðarþjónustu. Mosi vex ekki á rúllandi steini Hjá SÁÁ erum við á tánum alla daga til að nýta tíma, þekkingu, aðstöðu og fjármuni með sem bestum hætti. Hluti af því er að líta upp reglulega og horfa á stóru myndina. Núna erum við til að mynda að hefja vinnu við stefnumótun, en í þeirri vinnu felst að skoða hlutverk, framtíðarsýn og starfshætti samtakanna frá grunni. Fulltrúar úr öllum þáttum starfseminnar og úr stjórn koma saman á daglöngum greiningarfundi þar sem allt sem fólk telur máli skipta er lagt á borðið og rætt í þaula undir styrkri leiðsögn. Þetta er fyrsta skrefið í víðara samráði. Fyrir einhverja hljómar þetta verklag kannski hálf „stofnanalegt,“ en nútímastjórnendahættir og nýr skilningur á leiðtogahlutverkinu kveða á um að starfsemi sem þessi dafni best þegar allir sem koma að henni hafa sitt að segja um hvert sé best að stefna. Þannig fá stjórnendur tilfinningu fyrir því hvert beri að stefna til að ná sem bestum árangri, í stað þess að telja sig allt vita best. Sá skilningur sem ríkir í þjóðfélaginu á nauðsyn þess að allir hafi aðgang að meðferð við fíknsjúkdómnum er einstakur. Það gerir SÁÁ og fjölda annarra félaga, samtaka og stofnana sem sinna einstaklingum með fíknsjúkdóma kleift að bjóða úrræði sem fullyrða má að eigi vart sinn líka hvert sem litið er í heiminum. Höfundur er formaður SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Framan af síðustu öld voru fá ráð til að takast á við einn skaðlegasta sjúkdóm heims, fíknsjúkdóminn. Sem betur fer áttum við Íslendingar stórhuga frumkvöðla sem ákváðu að taka í taumana og leita sér þekkingar á meðferðarleiðum. Upp úr því starfi voru SÁÁ samtökin stofnuð árið 1977. Því fylgir mikil ábyrgð að hjálpa fólki að sigrast á fíkninni. SÁÁ hefur borið gæfa til þess alla tíð að vera leiðandi afl í meðferðinni og þar hefur bygging sjúkrahússins Vogs, eftirmeðferðar á Vík og göngudeildinni Von skipt miklu til að skapa vettvang fyrr meðferðarstarfið. Á þeim 45 árum sem liðin eru frá stofnun SÁÁ hefur innsýn í fíknsjúkdóminn aukist jafnt og þétt og meðferðarleiðir þróaðar til að stuðla að sem bestum árangri. Sífellt bætist við þekking sem kallar á viðbrögð og breytingar. Til að mynda hefur sjónum verið beint í vaxandi mæli á leiðir til að takast á við áhrif sjúkdómsins á fjölskyldumeðlimi, vini, vinnuveitendur og í raun allt þjóðfélagið. Sjálfstæðið skiptir miklu Samtök á borð við SÁÁ þurfa stöðugt að vera vakandi fyrir því hvert stefnir, hvað virkar vel, hverju þarf að breyta og hvort gengið sé til góðs. Í þeim efnum skiptir mestu máli að SÁÁ hefur frá fyrsta degi gætt þess að vera félagasamtök þeirra sem mest eiga undir í slagnum við fíknsjúkdóminn. SÁÁ hefur aldrei misst sjónar á tilgangi sínum.SÁÁ hefur aldrei orðið heilbrigðisstofnun í þeim skilningi, heldur eru SÁÁ samtök sem hafa það sem megintilgang að halda úti heilbrigðis- og meðferðarþjónustu– ekki öfugt. Ég er ekki viss um að allir átti sig á því hvað þetta skiptir miklu máli, þetta sjálfstæði til að fara þær leiðir sem skipta mestu máli fyrir farsæla og fjölbreytta meðferðarþjónustu. Mosi vex ekki á rúllandi steini Hjá SÁÁ erum við á tánum alla daga til að nýta tíma, þekkingu, aðstöðu og fjármuni með sem bestum hætti. Hluti af því er að líta upp reglulega og horfa á stóru myndina. Núna erum við til að mynda að hefja vinnu við stefnumótun, en í þeirri vinnu felst að skoða hlutverk, framtíðarsýn og starfshætti samtakanna frá grunni. Fulltrúar úr öllum þáttum starfseminnar og úr stjórn koma saman á daglöngum greiningarfundi þar sem allt sem fólk telur máli skipta er lagt á borðið og rætt í þaula undir styrkri leiðsögn. Þetta er fyrsta skrefið í víðara samráði. Fyrir einhverja hljómar þetta verklag kannski hálf „stofnanalegt,“ en nútímastjórnendahættir og nýr skilningur á leiðtogahlutverkinu kveða á um að starfsemi sem þessi dafni best þegar allir sem koma að henni hafa sitt að segja um hvert sé best að stefna. Þannig fá stjórnendur tilfinningu fyrir því hvert beri að stefna til að ná sem bestum árangri, í stað þess að telja sig allt vita best. Sá skilningur sem ríkir í þjóðfélaginu á nauðsyn þess að allir hafi aðgang að meðferð við fíknsjúkdómnum er einstakur. Það gerir SÁÁ og fjölda annarra félaga, samtaka og stofnana sem sinna einstaklingum með fíknsjúkdóma kleift að bjóða úrræði sem fullyrða má að eigi vart sinn líka hvert sem litið er í heiminum. Höfundur er formaður SÁÁ.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun