Enginn ófriður á stjórnarheimilinu þótt ráðherrar takist á Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júní 2022 20:16 Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra þvertekur fyrir að ófriður sé á stjórnarheimilinu þrátt fyrir ágreining tveggja ráðherra sinna. Formaður Framsóknarflokksins stendur með sínum ráðherra en vill ekki að rifist sé í gegn um fjölmiðla. Í minnisblaði fjármálaráðuneytisins um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra um hækkun á endurgreiðsluhlutfalli til kvikmyndagerðar kom fram að frumvarpið væri ófjármagnað. Lilja hefur svarað minnisblaðinu fullum hálsi og segir umsögnina bæði vanreifaða og byggða á misskilningi. „Þessi umsögn er það vanreifuð að ég taldi að það væri mikilvægt að bregðast við henni,“ sagði Lilja í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum. Fjármálaráðherra segir fráleitt að halda því fram að umsögn ráðuneytisins um frumvarp Lilju tengist gagnrýni hennar á söluna á Íslandsbanka í vor, líkt og velt hefur verið upp í fjölmiðlum. „Það er náttúrulega fáránleg kenning og væntanlega fleytt inn í umræðuna til þess að koma illu til leiðar, og er algerlega út í hött.“ Ólíkir flokkar en ekki ófriður Forsætisráðherra segir engan ófrið á stjórnarheimilinu. Það sé eðlilegt að ráðherrar takist á um málefni, sér í lagi þegar stjórnarflokkarnir þrír séu ólíkir og með ólíkar stefnur. Spurð hvort flokkarnir séu of ólíkir sagði Katrín Jakobsdóttir að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. „Það auðvitað reynir alveg á þegar flokkar eru með ólíka stefnu, en hins vegar er það alltaf líka flókið að vera í ríkisstjórn því það er okkar hlutverk að finna sameiginlega lendingu og lausnir og okkur hefur gengið ágætlega að gera það hingað til og ég reikna með að svo verði áfram.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að eðlilegt sé að ráðherrar takist á um mismunandi sjónarmið. Ríkisstjórnin sé samsett úr þremur ólíkum flokkum með ólíkar stefnur.Vísir/Vilhelm Vill ekki að málin séu rædd í gegnum fjölmiðla Formaður Framsóknarflokksins tekur undir sjónarmið Lilju flokkssystur sinnar í málinu. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég sé umsagnir fjármálaráðuneytisins um svokallaðar endurgreiðslur, hvort sem er til kvikmynda eða annað, þar sem þeir taka ekki tillit til teknanna. Þannig að þetta kom mér ekki á óvart,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Þó væri heppilegra að ráðherrar ræddu málin sín á milli. „Ég held að einhver hafi sagt í þessu ferli að það sé best að tala saman og vera ekki að gera það í fjölmiðlum, og ég ætla að halda mig við það.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.Vísir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Hlær að kenningum um að hann sé að refsa Lilju Fjármála- og efnahagsráðherra þvertekur fyrir að hann sé að refsa Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, fyrir gagnrýni sína á Íslandsbankamálið. Hann segir málið vera storm í vatnsglasi. 3. júní 2022 13:20 Bjarni gerði athugasemd við endurgreiðslufrumvarp Lilju Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist í svari við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hafa gert athugasemd við frumvarp Lilju D. Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra á ríkisstjórnarfundi. 2. júní 2022 11:14 Lilja segir gagnrýni úr ráðuneyti Bjarna fráleita Minnisblað úr fjármála- og efnahagsráðuneytinu bendir á vankanta á frumvarpi Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, um hækkun á endurgreiðsluhlutfalli til kvikmyndagerðar. Þar segir að tími til yfirferðar á frumvarpinu hafi verið ónægur og samráð hafi skort við vinnu á því. Menningar- og viðskiptaráðherra telur umsögnina vanreifaða og segir þverpólitíska sátt um málið á þinginu. 2. júní 2022 08:53 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Í minnisblaði fjármálaráðuneytisins um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra um hækkun á endurgreiðsluhlutfalli til kvikmyndagerðar kom fram að frumvarpið væri ófjármagnað. Lilja hefur svarað minnisblaðinu fullum hálsi og segir umsögnina bæði vanreifaða og byggða á misskilningi. „Þessi umsögn er það vanreifuð að ég taldi að það væri mikilvægt að bregðast við henni,“ sagði Lilja í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum. Fjármálaráðherra segir fráleitt að halda því fram að umsögn ráðuneytisins um frumvarp Lilju tengist gagnrýni hennar á söluna á Íslandsbanka í vor, líkt og velt hefur verið upp í fjölmiðlum. „Það er náttúrulega fáránleg kenning og væntanlega fleytt inn í umræðuna til þess að koma illu til leiðar, og er algerlega út í hött.“ Ólíkir flokkar en ekki ófriður Forsætisráðherra segir engan ófrið á stjórnarheimilinu. Það sé eðlilegt að ráðherrar takist á um málefni, sér í lagi þegar stjórnarflokkarnir þrír séu ólíkir og með ólíkar stefnur. Spurð hvort flokkarnir séu of ólíkir sagði Katrín Jakobsdóttir að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. „Það auðvitað reynir alveg á þegar flokkar eru með ólíka stefnu, en hins vegar er það alltaf líka flókið að vera í ríkisstjórn því það er okkar hlutverk að finna sameiginlega lendingu og lausnir og okkur hefur gengið ágætlega að gera það hingað til og ég reikna með að svo verði áfram.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að eðlilegt sé að ráðherrar takist á um mismunandi sjónarmið. Ríkisstjórnin sé samsett úr þremur ólíkum flokkum með ólíkar stefnur.Vísir/Vilhelm Vill ekki að málin séu rædd í gegnum fjölmiðla Formaður Framsóknarflokksins tekur undir sjónarmið Lilju flokkssystur sinnar í málinu. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég sé umsagnir fjármálaráðuneytisins um svokallaðar endurgreiðslur, hvort sem er til kvikmynda eða annað, þar sem þeir taka ekki tillit til teknanna. Þannig að þetta kom mér ekki á óvart,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Þó væri heppilegra að ráðherrar ræddu málin sín á milli. „Ég held að einhver hafi sagt í þessu ferli að það sé best að tala saman og vera ekki að gera það í fjölmiðlum, og ég ætla að halda mig við það.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.Vísir
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Hlær að kenningum um að hann sé að refsa Lilju Fjármála- og efnahagsráðherra þvertekur fyrir að hann sé að refsa Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, fyrir gagnrýni sína á Íslandsbankamálið. Hann segir málið vera storm í vatnsglasi. 3. júní 2022 13:20 Bjarni gerði athugasemd við endurgreiðslufrumvarp Lilju Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist í svari við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hafa gert athugasemd við frumvarp Lilju D. Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra á ríkisstjórnarfundi. 2. júní 2022 11:14 Lilja segir gagnrýni úr ráðuneyti Bjarna fráleita Minnisblað úr fjármála- og efnahagsráðuneytinu bendir á vankanta á frumvarpi Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, um hækkun á endurgreiðsluhlutfalli til kvikmyndagerðar. Þar segir að tími til yfirferðar á frumvarpinu hafi verið ónægur og samráð hafi skort við vinnu á því. Menningar- og viðskiptaráðherra telur umsögnina vanreifaða og segir þverpólitíska sátt um málið á þinginu. 2. júní 2022 08:53 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Hlær að kenningum um að hann sé að refsa Lilju Fjármála- og efnahagsráðherra þvertekur fyrir að hann sé að refsa Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, fyrir gagnrýni sína á Íslandsbankamálið. Hann segir málið vera storm í vatnsglasi. 3. júní 2022 13:20
Bjarni gerði athugasemd við endurgreiðslufrumvarp Lilju Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist í svari við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hafa gert athugasemd við frumvarp Lilju D. Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra á ríkisstjórnarfundi. 2. júní 2022 11:14
Lilja segir gagnrýni úr ráðuneyti Bjarna fráleita Minnisblað úr fjármála- og efnahagsráðuneytinu bendir á vankanta á frumvarpi Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, um hækkun á endurgreiðsluhlutfalli til kvikmyndagerðar. Þar segir að tími til yfirferðar á frumvarpinu hafi verið ónægur og samráð hafi skort við vinnu á því. Menningar- og viðskiptaráðherra telur umsögnina vanreifaða og segir þverpólitíska sátt um málið á þinginu. 2. júní 2022 08:53