Mikil fækkun búa ógnar dreifðri byggð Ólafur Björn Sverrisson skrifar 4. júní 2022 12:29 Gunnar Þorgeirsson er formaður Bændasamtakanna. stöð 2 Búum í landbúnaðargreinum hefur fækkað um 375 á landinu frá árinu 2008 til 2020. Formaður bændasamtakanna hefur áhyggjur af fækkun búa sem hann segir stoð dreifðari byggða. Í skýrslu Hagstofunnar kemur fram að bú voru alls 2.795 árið 2008 í landbúnaðargreinunum fimm en tólf árum síðar hafði þeim fækkað um 375 og voru alls 2.421 í árslok 2020. Með veikari byggðum fækkar fólki Gunnar Þorgeirsson, formaður bændasamtakanna, hefur áhyggjur af þróuninni og veltir því fyrir sér hvort þróunin um ókomna tíð verði sú að færri framleiði meira. „Þetta er talsvert umhugsunarefni og ég held að menn þurfi að líta aðallega til byggðarsjónarmiða í þessari fækkun. Búin hafa auðvitað verið stoð dreifðari byggða þannig þessi fækkun er alvarleg hvað það varðar,“ segir Gunnar. Hann segir þróunina að einhverju leyti afleiðingu hagræðingar í rekstri bænda. „Búum fækkar og þau stækka, það er framleitt meira á hverja einingu. Menn eru bara að reyna að lifa á því sem þeir framleiða, það er lykillinn í þessu.“ Vonast eftir aðgerðum Hvað sauðfjárbúin varðar er fækkunin hins vegar afleiðing lakra kjara bænda og stríðið í Úkraínu bætir ekki úr skák. „Það endurspeglast þá bæði í gríðarlegum hækkunum á áburði og kjarnfóðri og í raun öllum aðföngum í landbúnaði. Rekstrarvara hækkar bara viku eftir viku.“ Gunnar vonast til að sjá einhverjar aðgerðir fljótlega en matvælaráðherra skipaði í gær starfshóp sem mun skila tillögum 13. júní næstkomandi, um aðgerðir í landbúnaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframleiðslu á Íslandi. Breyttar neysluvenjur Búum fækkar í öllum greinum nema búum sem stunda garðrækt og plöntufjölgun sem Gunnar segir afleiðingu breyttra neysluvenja. „Það er verið að borða minna af kjöti og meira af grænmeti en menn gerðu áður fyrr. Það er samt umhugsunarvert af hverju við erum ekki að framleiða meira af grænmeti. Við erum í dag að framleiða um 40% af öllu grænmetinu sem við erum að borða. Þá erum framleiða um 2 prósent af því kornmeti sem við neytum. Við höfum kallað eftir aðgerðum stjórnvalda til að efla jarðræktina. “ Gunnar segir bændur þó spennta fyrir sumrinu en akrar hafa grænkað mikið á vordögum „Það er nú tiltölulega bjart yfir bændum. Það er ekki verið að glíma við kal eða seina sprettu þannig það er bjart yfir okkur bændum að þessu leyti.“ sagði Gunnar Þorgeirsson að lokum. Landbúnaður Matvælaframleiðsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Í skýrslu Hagstofunnar kemur fram að bú voru alls 2.795 árið 2008 í landbúnaðargreinunum fimm en tólf árum síðar hafði þeim fækkað um 375 og voru alls 2.421 í árslok 2020. Með veikari byggðum fækkar fólki Gunnar Þorgeirsson, formaður bændasamtakanna, hefur áhyggjur af þróuninni og veltir því fyrir sér hvort þróunin um ókomna tíð verði sú að færri framleiði meira. „Þetta er talsvert umhugsunarefni og ég held að menn þurfi að líta aðallega til byggðarsjónarmiða í þessari fækkun. Búin hafa auðvitað verið stoð dreifðari byggða þannig þessi fækkun er alvarleg hvað það varðar,“ segir Gunnar. Hann segir þróunina að einhverju leyti afleiðingu hagræðingar í rekstri bænda. „Búum fækkar og þau stækka, það er framleitt meira á hverja einingu. Menn eru bara að reyna að lifa á því sem þeir framleiða, það er lykillinn í þessu.“ Vonast eftir aðgerðum Hvað sauðfjárbúin varðar er fækkunin hins vegar afleiðing lakra kjara bænda og stríðið í Úkraínu bætir ekki úr skák. „Það endurspeglast þá bæði í gríðarlegum hækkunum á áburði og kjarnfóðri og í raun öllum aðföngum í landbúnaði. Rekstrarvara hækkar bara viku eftir viku.“ Gunnar vonast til að sjá einhverjar aðgerðir fljótlega en matvælaráðherra skipaði í gær starfshóp sem mun skila tillögum 13. júní næstkomandi, um aðgerðir í landbúnaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframleiðslu á Íslandi. Breyttar neysluvenjur Búum fækkar í öllum greinum nema búum sem stunda garðrækt og plöntufjölgun sem Gunnar segir afleiðingu breyttra neysluvenja. „Það er verið að borða minna af kjöti og meira af grænmeti en menn gerðu áður fyrr. Það er samt umhugsunarvert af hverju við erum ekki að framleiða meira af grænmeti. Við erum í dag að framleiða um 40% af öllu grænmetinu sem við erum að borða. Þá erum framleiða um 2 prósent af því kornmeti sem við neytum. Við höfum kallað eftir aðgerðum stjórnvalda til að efla jarðræktina. “ Gunnar segir bændur þó spennta fyrir sumrinu en akrar hafa grænkað mikið á vordögum „Það er nú tiltölulega bjart yfir bændum. Það er ekki verið að glíma við kal eða seina sprettu þannig það er bjart yfir okkur bændum að þessu leyti.“ sagði Gunnar Þorgeirsson að lokum.
Landbúnaður Matvælaframleiðsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira