Af hverju er gíraffinn með svona langan háls? Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 6. júní 2022 08:01 Vísindamenn telja langan háls gíraffa geta verið af kynferðislegum toga. Getty Vísindamenn telja sig hafa fundið nýja skýringu á því af hverju gíraffar eru með svona langan háls. Og eins og svo oft í líffræðinni þá er skýringin af kynferðislegum toga. Ein af stóru ráðgátum náttúrunnar hefur löngum verið af hverju gíraffar eru með svona ógurlega langan háls. Það hlýtur jú að vera ástæða fyrir svona löngum hálsi sem veldur dýrinu margvíslegum erfiðleikum. Þó ekki væri nema bara fyrir þær sakir að hjartað þarf að dæla blóðinu upp í gegnum 2ja metra langan háls, sem krefst þess að blóðþrýstingur dýrsins þarf að vera mjög hár til þess að komast hjá yfirliði eða hreinlega hjartaáfalli. „Trjákrónukenningin“ Það má segja að franski náttúrufræðingurinn Jean-Baptiste Lamarck hafi í byrjun 19. sett fram kenningu sem menn hafa hallast að æ síðan. Þetta snýst jú allt um að hinir hæfustu lifi af og í tilviki gíraffanna þá höfðu þeir það fram yfir aðrar plöntuætur að þeir sátu einir að hlaðborði laufblaðanna efst í trjákrónunni. Þannig að það var alltaf nóg að bíta og brenna fyrir þá. Þessi skýring fellur einnig vel að þróunarkenningu Darwins sem var sett fram um hálfri öld síðar. En á þessum langa hálsi gæti verið önnur skýring og hana má finna í nýjasta tölublaði vísindatímaritsins Science, sem er eitt hið virtasta sinnar tegundar. Hún byggist hreinlega á því að ástæða þessa langa háls gíraffans sé af kynferðislegum toga. Hin nýja kenning Fyrir aldarfjórðungi fann kínverski steingervingafræðingurinn Jin Meng undarlega og óþekkta hauskúpu í Norður-Kína. Árum saman áttuðu menn sig ekki á því hvaða skepna þetta gæti verið og hún gekk einfaldlega undir heitinu „skrýtin skepna“ (guài shòu). Það sem meira er, hún virðist hafa verið einhyrningur. Áralangar rannsóknir Mengs og félaga hans hafa nú leitt til þeirrar niðurstöðu að skepnan skrýtna hafi verið náskyld gíröffum nútímans og verið uppi fyrir tæpum 17 milljónum ára. Þeir telja víst að sjaldan eða aldrei hafi verið uppi dýr með eins rammgert höfuð og sterka hálsvöðva. Og baráttan um kvendýrin fór fram með sama hætti og hjá gíröffum nútímans (og reyndar jórturdýrum yfirleitt), það er að segja, gíraffakarlarnir berjast um kerlingarnar með því að berja saman hausum. Og þá fóru yfirburðir þeirra sem höfðu lengri háls að sýna sig, þeir gátu beitt höfðinu víðar á líkama andstæðingsins og þar með barið á honum þar til hann laut í gras, bókstaflega. Þessir gíraffar fortíðarinnar yfirgáfu á einhverjum tímapunkti heimkynni sín í Kína og héldu suður á bóginn, þar komu þeir á svæði þar sem langur háls var kostur til þess að ná til fæðu sem önnur dýr náðu ekki til. Og áfram héldu hálsar þeirra að lengjast. Víst er að áhangendur „trjákrónukenningarinnar“ munu ekki gefa sig þrátt fyrir þessa rannsókn og vísindamenn munu áfram deila um þessa heillandi ráðgátu. Svo er til þriðja kenningin, reyndar nýtur lítils fylgis. Hún tengist bandaríska kvikmyndaleikaranum Chuck Norris og er svona: „Einu sinni gaf Chuck Norris hesti á kjaftinn. Afkomendur hans eru kallaðir gíraffar...“ Dýr Vísindi Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Ein af stóru ráðgátum náttúrunnar hefur löngum verið af hverju gíraffar eru með svona ógurlega langan háls. Það hlýtur jú að vera ástæða fyrir svona löngum hálsi sem veldur dýrinu margvíslegum erfiðleikum. Þó ekki væri nema bara fyrir þær sakir að hjartað þarf að dæla blóðinu upp í gegnum 2ja metra langan háls, sem krefst þess að blóðþrýstingur dýrsins þarf að vera mjög hár til þess að komast hjá yfirliði eða hreinlega hjartaáfalli. „Trjákrónukenningin“ Það má segja að franski náttúrufræðingurinn Jean-Baptiste Lamarck hafi í byrjun 19. sett fram kenningu sem menn hafa hallast að æ síðan. Þetta snýst jú allt um að hinir hæfustu lifi af og í tilviki gíraffanna þá höfðu þeir það fram yfir aðrar plöntuætur að þeir sátu einir að hlaðborði laufblaðanna efst í trjákrónunni. Þannig að það var alltaf nóg að bíta og brenna fyrir þá. Þessi skýring fellur einnig vel að þróunarkenningu Darwins sem var sett fram um hálfri öld síðar. En á þessum langa hálsi gæti verið önnur skýring og hana má finna í nýjasta tölublaði vísindatímaritsins Science, sem er eitt hið virtasta sinnar tegundar. Hún byggist hreinlega á því að ástæða þessa langa háls gíraffans sé af kynferðislegum toga. Hin nýja kenning Fyrir aldarfjórðungi fann kínverski steingervingafræðingurinn Jin Meng undarlega og óþekkta hauskúpu í Norður-Kína. Árum saman áttuðu menn sig ekki á því hvaða skepna þetta gæti verið og hún gekk einfaldlega undir heitinu „skrýtin skepna“ (guài shòu). Það sem meira er, hún virðist hafa verið einhyrningur. Áralangar rannsóknir Mengs og félaga hans hafa nú leitt til þeirrar niðurstöðu að skepnan skrýtna hafi verið náskyld gíröffum nútímans og verið uppi fyrir tæpum 17 milljónum ára. Þeir telja víst að sjaldan eða aldrei hafi verið uppi dýr með eins rammgert höfuð og sterka hálsvöðva. Og baráttan um kvendýrin fór fram með sama hætti og hjá gíröffum nútímans (og reyndar jórturdýrum yfirleitt), það er að segja, gíraffakarlarnir berjast um kerlingarnar með því að berja saman hausum. Og þá fóru yfirburðir þeirra sem höfðu lengri háls að sýna sig, þeir gátu beitt höfðinu víðar á líkama andstæðingsins og þar með barið á honum þar til hann laut í gras, bókstaflega. Þessir gíraffar fortíðarinnar yfirgáfu á einhverjum tímapunkti heimkynni sín í Kína og héldu suður á bóginn, þar komu þeir á svæði þar sem langur háls var kostur til þess að ná til fæðu sem önnur dýr náðu ekki til. Og áfram héldu hálsar þeirra að lengjast. Víst er að áhangendur „trjákrónukenningarinnar“ munu ekki gefa sig þrátt fyrir þessa rannsókn og vísindamenn munu áfram deila um þessa heillandi ráðgátu. Svo er til þriðja kenningin, reyndar nýtur lítils fylgis. Hún tengist bandaríska kvikmyndaleikaranum Chuck Norris og er svona: „Einu sinni gaf Chuck Norris hesti á kjaftinn. Afkomendur hans eru kallaðir gíraffar...“
Dýr Vísindi Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira