Matthías Örn er þrefaldur Íslandsmeistari í pílukasti. Það vakti athygli á sínum tíma þegar hann lagði fótboltaskóna á hilluna ungur að árum til þess að einbeita sér að pílunni. Hann sér ekki eftir þeirri ákvörðun í dag.
Matthías Örn verður fyrstur Íslendinga til að keppa á PDC Nordic Masters-mótinu en þar verða átta stærstu nöfn píluheimsins ásamt átta keppendum frá Norðurlöndunum. Meðal keppenda verða til að mynda Peter Wright (Snakebite), Hollendingurinn Michael van Gerwen, James Wade, Gary Anderson og Fallon Sherrock.
Mótið hefst klukkan 19.00 að dönskum tíma á föstudaginn kemur, 10. júní, og lýkur á laugardagskvöld.