Lula með yfirburði yfir Bolsonaro í könnunum Kjartan Kjartansson skrifar 8. júní 2022 13:27 Gengið hefur á ýmsu hjá Lula da Silva frá því að hann lét af embætti sem forseti árið 2011. Hann var sakfelldur fyrir spillingu, bannað að bjóða sig fram til forseta en dómurinn síðar ógiltur. Vísir/EPA Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu og leiðtogi vinstrimanna, mælist með afgerandi forskot á Jair Bolsonaro, sitjandi forseta, í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningar sem fara fram í október. Lula mælist með 46% fylgi í fyrri umferð í nýrri skoðanakönnun sem var birt með, sextán prósentustigum meira en Bolsonaro, næsti keppinautur hans. Í seinni umferð þar sem kosið væri á milli þeirra tveggja mælist Lula með 54% gegn 32% Bolsonaro. Niðurstöðurnar eru í samræmi við aðrar nýlegar kannanir. Sumar þeirra benda til þess að Lula gæti unnið með allt að tuttugu og fimm prósentustiga mun, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bolsonaro forseti hefur farið mikinn um möguleg kosningasvik og troðið illsakir við hæstarétt og yfirkjörstjórn landsins. Stjórnmálaskýrendur telja að þetta kunni að kosta hann stuðning á pólitísku miðjunni. Sama skoðanakönnun sem var birt í dag sýnir að 47% eru neikvæðir í garð ríkisstjórnar Bolsonaro. Lula var forseti Brasilíu frá 2003 til 2010. Saksóknarar ákærðu hann fyrir aðild að meiriháttar spillingarmáli sem skók brasilísk stjórnmál árið 2016. Hann var sakfelldur fyrir mútuþægni í tengslum við ríkisolíufyrirtækið Petrobras ári síðar og sat í fangelsi í á annað ár. Dómstóll bannaði Lula að bjóða sig fram til forseta árið 2018. Spillingardómar yfir Lula voru ógiltir í fyrra og gat hann þá skráð sig aftur í framboð til forseta í ár. Brasilía Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira
Lula mælist með 46% fylgi í fyrri umferð í nýrri skoðanakönnun sem var birt með, sextán prósentustigum meira en Bolsonaro, næsti keppinautur hans. Í seinni umferð þar sem kosið væri á milli þeirra tveggja mælist Lula með 54% gegn 32% Bolsonaro. Niðurstöðurnar eru í samræmi við aðrar nýlegar kannanir. Sumar þeirra benda til þess að Lula gæti unnið með allt að tuttugu og fimm prósentustiga mun, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bolsonaro forseti hefur farið mikinn um möguleg kosningasvik og troðið illsakir við hæstarétt og yfirkjörstjórn landsins. Stjórnmálaskýrendur telja að þetta kunni að kosta hann stuðning á pólitísku miðjunni. Sama skoðanakönnun sem var birt í dag sýnir að 47% eru neikvæðir í garð ríkisstjórnar Bolsonaro. Lula var forseti Brasilíu frá 2003 til 2010. Saksóknarar ákærðu hann fyrir aðild að meiriháttar spillingarmáli sem skók brasilísk stjórnmál árið 2016. Hann var sakfelldur fyrir mútuþægni í tengslum við ríkisolíufyrirtækið Petrobras ári síðar og sat í fangelsi í á annað ár. Dómstóll bannaði Lula að bjóða sig fram til forseta árið 2018. Spillingardómar yfir Lula voru ógiltir í fyrra og gat hann þá skráð sig aftur í framboð til forseta í ár.
Brasilía Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira