Reynir braut siðareglur Blaðamannafélagsins með umfjöllun um Róbert Wessmann Bjarki Sigurðsson skrifar 8. júní 2022 18:26 Reynir telst hafa brotið siðrareglur sem varða hagsmunaárekstur. Vísir Siðanefnd Blaðafélags Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, hafi brotið siðareglur félagsins með umfjöllun sinni um Róbert Wessmann, forstjóra Alvogen. Samkvæmt siðanefndinni er brotið alvarlegt. Í kærunni tilgreindi Róbert sérstaklega fimm greinar um sig sem birtar voru á vef Mannlífs og vildi einnig meina að miðillinn héldi úti stanslausum áróðri gegn sér fyrir tilstuðlan Halldórs Kristmannssonar, fyrrum samstarfsmanns Róberts. Í kærunni kemur fram að Halldór fjármagni miðilinn að einhverju leyti. Óvönduð og bersýnilega röng umfjöllun Róbert taldi að Reynir hafi brotið gegn siðareglum félagsins með óvandaðri og bersýnilega rangri umfjöllun um sig með fjárhagslegan ávinning að leiðarljósi. Halldór hefur greitt Skrúðás ehf., fyrirtækinu sem Reynir á Mannlíf í gegnum, um þrjátíu milljónir króna fyrir textasmíð og aðstoð við textasmíð. Reynir óskaði eftir því í gegnum lögmann að kærunni yrði vísað frá en til vara að kröfum Róberts verði hafnað. Í andsvörum Reynis við kærunni segir að Halldór sé ekki fjárhagslegur bakhjarl Mannlífs en að hann sjálfur vinni þó að bók um Róbert Wessmann sem Halldór hefur kostað. Vanhæfur til að fjalla um Róbert Að mati siðanefndarinnar er Reynir vanhæfur til að fjalla um málefni Róberts þar sem hann hefur þegið greiðslur frá Halldóri. Telst umfjöllunin vera brot á 5. grein siðareglna sem fjallar um hagsmunaárekstra. Hagsmunaáreksturinn flokkast sem alvarlegur sem er næsthæsti mögulegi flokkur. Trausti Hafsteinsson, fyrrum aðstoðarritstjóri Mannlífs, var einnig kærður en af gögnum málsins verður ekki séð að hann hafi þegið greiðslur frá Halldóri. Hann telst því ekki hafa brotið siðareglurnar. Fjölmiðlar Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Tengdar fréttir Reynir kærir Róbert Wessman fyrir yfirhylmingu Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs hefur kært forstjóra Alvogen, Róbert Wessman, til lögreglu. Reynir staðfestir þetta í stuttu samtali við fréttastofu. 28. mars 2022 15:28 Fjölmiðlanefnd tekur stöðu með Mannlífi Sólartúni ehf., útgefanda Mannlífs, verður ekki gert að birta andsvör Ómars R. Valdimarssonar lögmanns vegna umfjöllunar sem miðilinn birti um hann í febrúar. Þetta er niðurstaða Fjölmiðlanefndar en Ómar krafðist íhlutunar nefndarinnar eftir að Mannlíf neitaði því að birta svörin. 4. mars 2022 17:19 Segir fráleitt að hann hafi komið að innbrotinu Róbert Wessman segir fráleitt að hann hafi með nokkrum hætti komið að innbroti á skrifstofu Mannlífs. Hann segist vonast til þess að lögreglan taki málið föstum tökum og nái sökudólgunum allra fyrst. Árásir á fjölmiðla séu aðför að lýðræðinu og eigi ekki að líðast. 22. janúar 2022 12:45 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Sjá meira
Í kærunni tilgreindi Róbert sérstaklega fimm greinar um sig sem birtar voru á vef Mannlífs og vildi einnig meina að miðillinn héldi úti stanslausum áróðri gegn sér fyrir tilstuðlan Halldórs Kristmannssonar, fyrrum samstarfsmanns Róberts. Í kærunni kemur fram að Halldór fjármagni miðilinn að einhverju leyti. Óvönduð og bersýnilega röng umfjöllun Róbert taldi að Reynir hafi brotið gegn siðareglum félagsins með óvandaðri og bersýnilega rangri umfjöllun um sig með fjárhagslegan ávinning að leiðarljósi. Halldór hefur greitt Skrúðás ehf., fyrirtækinu sem Reynir á Mannlíf í gegnum, um þrjátíu milljónir króna fyrir textasmíð og aðstoð við textasmíð. Reynir óskaði eftir því í gegnum lögmann að kærunni yrði vísað frá en til vara að kröfum Róberts verði hafnað. Í andsvörum Reynis við kærunni segir að Halldór sé ekki fjárhagslegur bakhjarl Mannlífs en að hann sjálfur vinni þó að bók um Róbert Wessmann sem Halldór hefur kostað. Vanhæfur til að fjalla um Róbert Að mati siðanefndarinnar er Reynir vanhæfur til að fjalla um málefni Róberts þar sem hann hefur þegið greiðslur frá Halldóri. Telst umfjöllunin vera brot á 5. grein siðareglna sem fjallar um hagsmunaárekstra. Hagsmunaáreksturinn flokkast sem alvarlegur sem er næsthæsti mögulegi flokkur. Trausti Hafsteinsson, fyrrum aðstoðarritstjóri Mannlífs, var einnig kærður en af gögnum málsins verður ekki séð að hann hafi þegið greiðslur frá Halldóri. Hann telst því ekki hafa brotið siðareglurnar.
Fjölmiðlar Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Tengdar fréttir Reynir kærir Róbert Wessman fyrir yfirhylmingu Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs hefur kært forstjóra Alvogen, Róbert Wessman, til lögreglu. Reynir staðfestir þetta í stuttu samtali við fréttastofu. 28. mars 2022 15:28 Fjölmiðlanefnd tekur stöðu með Mannlífi Sólartúni ehf., útgefanda Mannlífs, verður ekki gert að birta andsvör Ómars R. Valdimarssonar lögmanns vegna umfjöllunar sem miðilinn birti um hann í febrúar. Þetta er niðurstaða Fjölmiðlanefndar en Ómar krafðist íhlutunar nefndarinnar eftir að Mannlíf neitaði því að birta svörin. 4. mars 2022 17:19 Segir fráleitt að hann hafi komið að innbrotinu Róbert Wessman segir fráleitt að hann hafi með nokkrum hætti komið að innbroti á skrifstofu Mannlífs. Hann segist vonast til þess að lögreglan taki málið föstum tökum og nái sökudólgunum allra fyrst. Árásir á fjölmiðla séu aðför að lýðræðinu og eigi ekki að líðast. 22. janúar 2022 12:45 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Sjá meira
Reynir kærir Róbert Wessman fyrir yfirhylmingu Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs hefur kært forstjóra Alvogen, Róbert Wessman, til lögreglu. Reynir staðfestir þetta í stuttu samtali við fréttastofu. 28. mars 2022 15:28
Fjölmiðlanefnd tekur stöðu með Mannlífi Sólartúni ehf., útgefanda Mannlífs, verður ekki gert að birta andsvör Ómars R. Valdimarssonar lögmanns vegna umfjöllunar sem miðilinn birti um hann í febrúar. Þetta er niðurstaða Fjölmiðlanefndar en Ómar krafðist íhlutunar nefndarinnar eftir að Mannlíf neitaði því að birta svörin. 4. mars 2022 17:19
Segir fráleitt að hann hafi komið að innbrotinu Róbert Wessman segir fráleitt að hann hafi með nokkrum hætti komið að innbroti á skrifstofu Mannlífs. Hann segist vonast til þess að lögreglan taki málið föstum tökum og nái sökudólgunum allra fyrst. Árásir á fjölmiðla séu aðför að lýðræðinu og eigi ekki að líðast. 22. janúar 2022 12:45