Nemendur himinlifandi á fyrstu vorhátíðinni í tvö ár Lillý Valgerður Pétursdóttir og Árni Sæberg skrifa 8. júní 2022 23:50 Friðrik Dór tróð upp á hátíðinni við mikil fagnaðarlæti viðstaddra. Stöð 2 Skólaslit voru víða í grunnskólum í dag og fögnuðu nemendur því margir að geta haldið út í sumarið. Um fjögur hundruð nemendur í Breiðagerðisskóla voru þeirra á meðal. Eftir að skóla var slitið þar í dag var hverfishátíð haldin á lóð skólans þar sem fjöldi fólks kom saman. Nokkur ár eru síðan að svo margir hafa komið saman á skólalóðinni en vegna kórónuveirufaraldursins voru engar vorhátíðir síðustu tvö árin. Skólastjórinn var því að vonum glaður með að geta fyllt lóðina aftur af foreldrum og börnum eftir langt hlé. „Þetta er virkilega ánægjulegt,“ sagði Þorkell Daníel Jónsson skólastjóri í Breiðagerðisskóla þegar rætt var við hann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Foreldrafélagið hefur staðið fyrir svona viðburði ég veit ekki hvað lengi, allavega síðan ég hef verið hér. Ekki síðastliðin tvö ár, en núna. Þannig að þetta er alveg dásamlegt,“ sagði hann. Þorkell segir börnin hafa mjög gaman af hátíðum sem þeirri sem fór fram í dag. Ánægja barnanna er bersýnileg í myndskeiðinu hér að ofan. „Svo vorum við að senda fjögur hundruð börn út í sumarið, einmitt í dag, þannig það er virkilega ánægjulegt að geta lokið deginum síðan með svona gleði,“ segir hann. Á hátíðinni kom fram tónlistarfólk, gefin voru blóm og tré, sett var upp sérstök vatnsrennibraut, matarvagnar voru á staðnum og svo var þar líka að finna bókabílinn. „Við erum alltaf að hvetja krakkana til þess að lesa og viljum að þau lesi í sumar,“ sagði Þorkell sem er þess fullviss að börnin mæti endurnærð aftur í skólann næsta haust. Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Reykjavík Grunnskólar Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Sjá meira
Nokkur ár eru síðan að svo margir hafa komið saman á skólalóðinni en vegna kórónuveirufaraldursins voru engar vorhátíðir síðustu tvö árin. Skólastjórinn var því að vonum glaður með að geta fyllt lóðina aftur af foreldrum og börnum eftir langt hlé. „Þetta er virkilega ánægjulegt,“ sagði Þorkell Daníel Jónsson skólastjóri í Breiðagerðisskóla þegar rætt var við hann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Foreldrafélagið hefur staðið fyrir svona viðburði ég veit ekki hvað lengi, allavega síðan ég hef verið hér. Ekki síðastliðin tvö ár, en núna. Þannig að þetta er alveg dásamlegt,“ sagði hann. Þorkell segir börnin hafa mjög gaman af hátíðum sem þeirri sem fór fram í dag. Ánægja barnanna er bersýnileg í myndskeiðinu hér að ofan. „Svo vorum við að senda fjögur hundruð börn út í sumarið, einmitt í dag, þannig það er virkilega ánægjulegt að geta lokið deginum síðan með svona gleði,“ segir hann. Á hátíðinni kom fram tónlistarfólk, gefin voru blóm og tré, sett var upp sérstök vatnsrennibraut, matarvagnar voru á staðnum og svo var þar líka að finna bókabílinn. „Við erum alltaf að hvetja krakkana til þess að lesa og viljum að þau lesi í sumar,“ sagði Þorkell sem er þess fullviss að börnin mæti endurnærð aftur í skólann næsta haust.
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Reykjavík Grunnskólar Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Sjá meira