„Ekki boðlegt að fólk sé að deyja þarna við þessar aðstæður“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 11. júní 2022 12:30 Ferðamenn eru varaðir ítrekað við áður en þeir fara í fjöruna. Það virðist þó ekki duga til. Vísir/Vilhelm Erlendur ferðamaður á áttræðisaldri lést í Reynisfjöru í gær. Viðvörunarskilti eru í fjörunni en nokkur banaslys hafa orðið þar á undanförnum árum. Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir erfitt að meta hvað annað væri hægt að gera en takmarka aðgengi að fjörunni til að koma í veg fyrir slys. Lögregla fékk tilkynningu á fimmta tímanum í gær að maður hafi farið út í sjóinn og voru í kjölfarið björgunarsveitir frá Suðurlandi og Vestmannaeyjum kallaðar út með hæsta viðbragði auk þyrlu Landhelgisgæslunnar. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir þau fljótlega hafa mætt á staðinn. „En svo voru aðstæður þannig að það var lítið hægt að gera úr landi, það var mikið brim, þannig að það er rétt rúmum klukkutíma seinna sem að maðurinn er hífður upp í þyrlu gæslunnar og þá reynist hann vera látinn,“ segir Oddur. Um var að ræða erlendan ferðamann á áttræðisaldri en hann var staddur í fjörunni ásamt eiginkonu sinni í skipulagðri ferð með leiðsögumanni. „Þau lenda bæði í þessu, hjónin. Það er í rauninni leiðsögumaðurinn sem bregst snarlega við og aðstoðar konuna að landi en hann sogast út til sjávar,“ segir Oddur. Erfitt að segja hvað er hægt að gera Fjöldamörg viðvörunarskilti eru í Reynisfjöru til að vara við hættunni en til að fara inn á svæðið þarf meðal annars að beygja fram hjá einu slíku skilti. Þá segir Oddur að leiðsögumaðurinn hafi sérstaklega varað hópinn við sem var þar í gær. „Þegar það er búið að upplýsa þig og segja þér frá þessum hættum með skiltamerkingum og þess háttar, þá veit ég svo sem ekki hvað er hægt að gera meira heldur en bara að takmarka aðgengi í fjöruna og það hefur nú ekki gengið vel jafnvel þó að lögregla sé á staðnum,“ segir hann. Á síðustu sjö árum hafa tólf alvarleg útköll borist vegna Reynisfjöru, samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu. Oddur segir að skoða þurfi heildarmyndina án þess að líta á einstök slys og vill því ekki fullyrða um hvað hefði verið hægt að gera í þessu tilfelli. „Við þurfum að vinna betur rannsóknina og setjumst síðan yfir þær leiðir sem eru færar. Það er alla vega ekki boðlegt að fólk sé að deyja þarna við þessar aðstæður, við viljum ekki hafa það svona,“ segir hann. Hann nefnir þó að ýmsar aðgerðir hafi komið til tals í gegnum tíðina. Hingað til hefur niðurstaðan verið sú að merkja svæðið vel og leggja það til ferðamanna að fræða sig um mögulegar hættur. „Það er held ég í rauninni fátt annað eftir en að loka svæðinu og ég veit ekki hvort að menn eru tilbúnir til þess að loka fyrir einhverja þúsundir daglegra ferðamanna. Ég held að það sé frekar langsótt aðgerð,“ segir Oddur. Uppfært: Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að fimm einstaklingar hafi látist í Reynisfjöru á síðustu sjö árum og var þar miðað við upplýsingar frá Landsbjörgu sem fengust eftir banaslysið í nóvember 2021. Landeigandi segir það ekki rétt, hið rétta er að fjórir hafi látist í fjörunni á síðustu fimmtán árum auk þess sem eitt banaslys varð við Dyrhóley í Kirkjufjöru árið 2017. Reynisfjara Slysavarnir Björgunarsveitir Lögreglumál Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Þyrla Landshelgisgæslunnar náði manni úr sjónum við Reynisfjöru Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um fimmleytið í dag þar sem erlendur ferðamaður hafði lent í sjónum við Reynisfjöru. Þyrlan kom á vettvang tæpri klukkustund síðar og náði manninum úr sjónum. 10. júní 2022 18:56 Gátu ekkert gert nema fylgjast með ferðamanninum fljóta burt Aðstæður í Reynisfjöru í síðustu viku þar sem ung kínversk kona lést af slysförum voru það erfiðar að ekki þótti stætt að leggja björgunarmenn í hættu við að reyna að bjarga konunni. Var lítið annað hægt að gera en að fylgjast með henni fljóta burt. 15. nóvember 2021 22:24 Ellefu alvarleg útköll í Reynisfjöru síðustu sjö árin Slysavarnafélaginu Landsbjörg hafa undanfarin sjö ár borist ellefu alvarleg útköll í Reynisfjöru. Við þetta bætist fjöldi annarra útkalla á svæðið sem ekki hafa verið flokkuð sem alvarleg. 13. nóvember 2021 09:01 Vísar ummælum björgunarsveitarmanns alfarið á bug Landeigandi í Reynisfjöru, þar sem banaslys varð í gær, vísar því alfarið á bug að landeigendur standi í vegi fyrir öryggisúrbótum á svæðinu. Þeir hafi þvert á móti tekið þátt í að setja upp gönguleiðir og lagt til sérstakar merkingar í öryggisátt. 11. nóvember 2021 20:30 Ótækt að úrbætur strandi á landeigendum Björgunarsveitarmaður segir ótækt að ekki hafi enn verið hægt að koma upp nauðsynlegum öryggisbúnaði í Reynisfjöru, þar sem banaslys varð í gær. Fjármagn hafi löngu verið tryggt en málið strandi á landeigendum. 11. nóvember 2021 12:52 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Sjá meira
Lögregla fékk tilkynningu á fimmta tímanum í gær að maður hafi farið út í sjóinn og voru í kjölfarið björgunarsveitir frá Suðurlandi og Vestmannaeyjum kallaðar út með hæsta viðbragði auk þyrlu Landhelgisgæslunnar. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir þau fljótlega hafa mætt á staðinn. „En svo voru aðstæður þannig að það var lítið hægt að gera úr landi, það var mikið brim, þannig að það er rétt rúmum klukkutíma seinna sem að maðurinn er hífður upp í þyrlu gæslunnar og þá reynist hann vera látinn,“ segir Oddur. Um var að ræða erlendan ferðamann á áttræðisaldri en hann var staddur í fjörunni ásamt eiginkonu sinni í skipulagðri ferð með leiðsögumanni. „Þau lenda bæði í þessu, hjónin. Það er í rauninni leiðsögumaðurinn sem bregst snarlega við og aðstoðar konuna að landi en hann sogast út til sjávar,“ segir Oddur. Erfitt að segja hvað er hægt að gera Fjöldamörg viðvörunarskilti eru í Reynisfjöru til að vara við hættunni en til að fara inn á svæðið þarf meðal annars að beygja fram hjá einu slíku skilti. Þá segir Oddur að leiðsögumaðurinn hafi sérstaklega varað hópinn við sem var þar í gær. „Þegar það er búið að upplýsa þig og segja þér frá þessum hættum með skiltamerkingum og þess háttar, þá veit ég svo sem ekki hvað er hægt að gera meira heldur en bara að takmarka aðgengi í fjöruna og það hefur nú ekki gengið vel jafnvel þó að lögregla sé á staðnum,“ segir hann. Á síðustu sjö árum hafa tólf alvarleg útköll borist vegna Reynisfjöru, samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu. Oddur segir að skoða þurfi heildarmyndina án þess að líta á einstök slys og vill því ekki fullyrða um hvað hefði verið hægt að gera í þessu tilfelli. „Við þurfum að vinna betur rannsóknina og setjumst síðan yfir þær leiðir sem eru færar. Það er alla vega ekki boðlegt að fólk sé að deyja þarna við þessar aðstæður, við viljum ekki hafa það svona,“ segir hann. Hann nefnir þó að ýmsar aðgerðir hafi komið til tals í gegnum tíðina. Hingað til hefur niðurstaðan verið sú að merkja svæðið vel og leggja það til ferðamanna að fræða sig um mögulegar hættur. „Það er held ég í rauninni fátt annað eftir en að loka svæðinu og ég veit ekki hvort að menn eru tilbúnir til þess að loka fyrir einhverja þúsundir daglegra ferðamanna. Ég held að það sé frekar langsótt aðgerð,“ segir Oddur. Uppfært: Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að fimm einstaklingar hafi látist í Reynisfjöru á síðustu sjö árum og var þar miðað við upplýsingar frá Landsbjörgu sem fengust eftir banaslysið í nóvember 2021. Landeigandi segir það ekki rétt, hið rétta er að fjórir hafi látist í fjörunni á síðustu fimmtán árum auk þess sem eitt banaslys varð við Dyrhóley í Kirkjufjöru árið 2017.
Reynisfjara Slysavarnir Björgunarsveitir Lögreglumál Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Þyrla Landshelgisgæslunnar náði manni úr sjónum við Reynisfjöru Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um fimmleytið í dag þar sem erlendur ferðamaður hafði lent í sjónum við Reynisfjöru. Þyrlan kom á vettvang tæpri klukkustund síðar og náði manninum úr sjónum. 10. júní 2022 18:56 Gátu ekkert gert nema fylgjast með ferðamanninum fljóta burt Aðstæður í Reynisfjöru í síðustu viku þar sem ung kínversk kona lést af slysförum voru það erfiðar að ekki þótti stætt að leggja björgunarmenn í hættu við að reyna að bjarga konunni. Var lítið annað hægt að gera en að fylgjast með henni fljóta burt. 15. nóvember 2021 22:24 Ellefu alvarleg útköll í Reynisfjöru síðustu sjö árin Slysavarnafélaginu Landsbjörg hafa undanfarin sjö ár borist ellefu alvarleg útköll í Reynisfjöru. Við þetta bætist fjöldi annarra útkalla á svæðið sem ekki hafa verið flokkuð sem alvarleg. 13. nóvember 2021 09:01 Vísar ummælum björgunarsveitarmanns alfarið á bug Landeigandi í Reynisfjöru, þar sem banaslys varð í gær, vísar því alfarið á bug að landeigendur standi í vegi fyrir öryggisúrbótum á svæðinu. Þeir hafi þvert á móti tekið þátt í að setja upp gönguleiðir og lagt til sérstakar merkingar í öryggisátt. 11. nóvember 2021 20:30 Ótækt að úrbætur strandi á landeigendum Björgunarsveitarmaður segir ótækt að ekki hafi enn verið hægt að koma upp nauðsynlegum öryggisbúnaði í Reynisfjöru, þar sem banaslys varð í gær. Fjármagn hafi löngu verið tryggt en málið strandi á landeigendum. 11. nóvember 2021 12:52 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Sjá meira
Þyrla Landshelgisgæslunnar náði manni úr sjónum við Reynisfjöru Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um fimmleytið í dag þar sem erlendur ferðamaður hafði lent í sjónum við Reynisfjöru. Þyrlan kom á vettvang tæpri klukkustund síðar og náði manninum úr sjónum. 10. júní 2022 18:56
Gátu ekkert gert nema fylgjast með ferðamanninum fljóta burt Aðstæður í Reynisfjöru í síðustu viku þar sem ung kínversk kona lést af slysförum voru það erfiðar að ekki þótti stætt að leggja björgunarmenn í hættu við að reyna að bjarga konunni. Var lítið annað hægt að gera en að fylgjast með henni fljóta burt. 15. nóvember 2021 22:24
Ellefu alvarleg útköll í Reynisfjöru síðustu sjö árin Slysavarnafélaginu Landsbjörg hafa undanfarin sjö ár borist ellefu alvarleg útköll í Reynisfjöru. Við þetta bætist fjöldi annarra útkalla á svæðið sem ekki hafa verið flokkuð sem alvarleg. 13. nóvember 2021 09:01
Vísar ummælum björgunarsveitarmanns alfarið á bug Landeigandi í Reynisfjöru, þar sem banaslys varð í gær, vísar því alfarið á bug að landeigendur standi í vegi fyrir öryggisúrbótum á svæðinu. Þeir hafi þvert á móti tekið þátt í að setja upp gönguleiðir og lagt til sérstakar merkingar í öryggisátt. 11. nóvember 2021 20:30
Ótækt að úrbætur strandi á landeigendum Björgunarsveitarmaður segir ótækt að ekki hafi enn verið hægt að koma upp nauðsynlegum öryggisbúnaði í Reynisfjöru, þar sem banaslys varð í gær. Fjármagn hafi löngu verið tryggt en málið strandi á landeigendum. 11. nóvember 2021 12:52