Það var í lok september árið 2018 sem Mayorga steig fram í viðtali við þýska blaðið Der Spiegel þar sem hún sakaði Cristiano Ronaldo um að hafa nauðgað sér.
Hin meinta nauðgun á að hafa átt sér stað árið 2009 og á Ronaldo að hafa greitt henni um 43 milljónir króna árið 2010 fyrir að segja ekki frá málinu opinberlega. Saksóknarar í Las Vegas ákváðu að ákæra Ronaldo ekki þegar Mayorga tilkynnti lögreglu meintu nauðgunina.
Eftir að hún steig fram opinberlega var málið tekið til rannsóknar á ný en fellt niður endanlega árið 2019.
Mayorga höfðaði þá einkamál gegn Ronaldo þar sem hún fór fram á 25 milljónir dollara í skaðabætur, eða um 3,3 milljarða króna. Meðal málsástæðna hennar var að hún hafi ekki verið hæf til að samþykkja þagnarskyldusamning árið 2009 enda hefði hún glímt við námsörðuleika sem barn.
Dómarinn í málinu ákvað að vísa málinu frá af réttarfarsástæðum en hann sagði lögmann Mayorga hafa nýtt sér stolin og lekin gögn í annarlegum tilgangi. Það hafi litað málflutning hennar svo mikið að engin önnur leið væri fær en að vísa málinu frá dómi, að því er segir í frétt AP um málið.