Hlín eftir þrennuna í miðnætursólinni: „Frábær tilfinning í alla staði“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. júní 2022 09:30 Hlín fagnar einu af mörkum sínum á leiktíðinni. Hún hefur nú skorað 8 mörk í 14 leikjum. Piteå Hlín Eiríksdóttir reyndist hetja Piteå er liðið lagði Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í miðnætursólinni í Svíþjóð í gærkvöld. Hlín skoraði öll þrjú mörk Piteå í 3-0 sigri. Hlín – sem var ekki valin í leikmannahóp Íslands fyrir Evrópumótið sem fram fer í Englandi í sumar sýndi allar sínar bestu hliðar en leiktími leiksins var með undarlegra móti. Leikurinn hófst klukkan 23.00 þar sem líkt og Íslandi fer sólin vart niður í norðurhluta Svíþjóðar yfir sumartímann. Rétt tæplega þúsund manns mættu á leikinn sem var einnig sýndur beint í Svíþjóð sem og á Íslandi. Það voru því töluvert fleiri sem sáu Hlín bjóða til veislu en hún var allt í öllu í liði Piteå í leiknum. „Fyrir okkur var aldrei spurning hvort liðið myndi fara með sigur af hólmi. Þetta er frábær tilfinning í alla staði,“ sagði Hlín í sjónvarpsviðtali að leik loknum. Hlín fagnaði 22. ára afmælisdegi sínum degi fyrir leik og gat leyft sér að fagna eftir leik líka. „Við máttum velja hvort við vildum flatböku eða skyr og samlokur á hótelinu eftir leik. Við völdum allar flatbökur svo nú förum við, borðum og förum svo að sofa,“ bætti Hlín auðmjúk við og ljóst að fagnaðarlætin verða ekki of mikil eftir þessa frábæru frammistöðu. Piteå er í 8. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 20 stig eftir 14 umferðir. Liðið er 13 stigum frá Umeå IK sem situr í 12. sæti en liðið sem endar þar fer í umspil um að halda sæti sínu í deildinni á meðan neðstu tvö liðin falla. Fyrir ofan Piteå er svo þéttur pakki en aðeins munar sex stigum á Íslendingaliði BK Häcken í 4. sæti og liði Hlínar. Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Fleiri fréttir Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjá meira
Hlín – sem var ekki valin í leikmannahóp Íslands fyrir Evrópumótið sem fram fer í Englandi í sumar sýndi allar sínar bestu hliðar en leiktími leiksins var með undarlegra móti. Leikurinn hófst klukkan 23.00 þar sem líkt og Íslandi fer sólin vart niður í norðurhluta Svíþjóðar yfir sumartímann. Rétt tæplega þúsund manns mættu á leikinn sem var einnig sýndur beint í Svíþjóð sem og á Íslandi. Það voru því töluvert fleiri sem sáu Hlín bjóða til veislu en hún var allt í öllu í liði Piteå í leiknum. „Fyrir okkur var aldrei spurning hvort liðið myndi fara með sigur af hólmi. Þetta er frábær tilfinning í alla staði,“ sagði Hlín í sjónvarpsviðtali að leik loknum. Hlín fagnaði 22. ára afmælisdegi sínum degi fyrir leik og gat leyft sér að fagna eftir leik líka. „Við máttum velja hvort við vildum flatböku eða skyr og samlokur á hótelinu eftir leik. Við völdum allar flatbökur svo nú förum við, borðum og förum svo að sofa,“ bætti Hlín auðmjúk við og ljóst að fagnaðarlætin verða ekki of mikil eftir þessa frábæru frammistöðu. Piteå er í 8. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 20 stig eftir 14 umferðir. Liðið er 13 stigum frá Umeå IK sem situr í 12. sæti en liðið sem endar þar fer í umspil um að halda sæti sínu í deildinni á meðan neðstu tvö liðin falla. Fyrir ofan Piteå er svo þéttur pakki en aðeins munar sex stigum á Íslendingaliði BK Häcken í 4. sæti og liði Hlínar.
Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Fleiri fréttir Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjá meira