Vegna slæms árangurs íslenskra félagsliða síðustu ár er Ísland í fjögurra landa hópi þar sem landsmeistarar þurfa að fara í forkeppni fyrir Meistaradeildina.
Víkingur mætir því Levadia frá Eistlandi í undanúrslitum forkeppninnar eftir slétta viku, og svo vonandi La Fiorita frá San Marínó eða Inter frá Andorra í úrslitaleik, en forkeppnin er leikin á Víkingsvelli.
Ef að Víkingur kemst áfram í gegnum forkeppnina mætir liðið Svíþjóðarmeisturum Malmö í 1. umferð undankeppninnar. Milos Milojevic, fyrrverandi þjálfari Víkings, er einmitt þjálfari Malmö eftir að hafa tekið við liðinu í vetur.
Bodö/Glimt, lið Alfons Sampsted, dróst gegn færeysku meisturunum í KÍ í 1. umferðinni en dregið var í dag.
Fyrri leikirnir í 1. umferð undankeppninnar eru 5. og 6. júlí en seinni leikirnir 12. og 13. júlí.

