Tengslamyndun við nýtt jafnlaunakerfi Hildur Björk Pálsdóttir skrifar 14. júní 2022 15:31 Þegar við byggjum upp nýtt jafnlaunakerfi er mikilvægt að við höfum aðkomu að því, vegna þess að við verðum að þekkja kerfið og geta hlúið að því, til þess að fá og viðhalda jafnlaunavottun. Til þess að fá jafnlaunavottun þurfum við að vera með skjöl sem tilgreina hvernig við ætlum að mæta kröfum jafnlaunastaðalsins ÍST85:2012. En það er ekki nóg að vera með skjöl sem segja að við gerum eitthvað með ákveðnum hætti. Við verðum líka að vinna eftir þessum leiðum og geta sýnt fram á það. Jafnlaunavottun er ekki viðurkenning sem við fáum einu sinni og getum geymt uppi í hillu. Jafnlaunakerfið okkar þarf að vera lifandi. Við verðum að viðhalda jafnlaunavottun, sinna innri úttektum og fá árlegar heimsóknir frá ytri úttektaraðila til þess að staðfesta að jafnlaunakerfið sé virkt. Til þess að jafnlaunakerfið virki þurfum við að þekkja það, við verðum að þekkja stefnurnar og verklagið. Við verðum að vita hvað við segjumst vera að gera, til þess að geta gert hlutina svoleiðis. Þess vegna er tengslamyndum mikilvæg. Hvernig tryggi ég tengslamyndun? Það er mikilvægt að jafnlaunakerfið sé okkar, ef við útvistum jafnlaunamálum algerlega, er hætt við að við þekkjum ekki jafnlaunakerfið, að við færum ábyrgðina yfir á ytri aðila sem þekkir reksturinn okkar ekki eins vel og við sjálf. Það getur verið undarlegt að fá óskir eða beiðnir frá ytri aðila sem gerir kröfu um breytingar á vinnulagi sem við erum vön, sér í lagi ef við þekkjum ástæðuna sem liggur að baki þessum óskum ekki vel. Þess vegna er mikilvægt að tengja við jafnlaunakerfið, að þekkja skjölin og kröfurnar. Að vera með í því að skilja ástæður sem liggja að baki launaákvarðana og hvað það er sem byggir upp jafnlaunakerfið okkar. Þess vegna er mikilvægt að við séum virkir þátttakendur í uppbyggingunni sem tryggir tengslamyndunina. Get ég þá ekki fengið neina aðstoð? Vissulega er hægt að fá aðstoð við að byggja upp jafnlaunakerfi, en það þarf að vera nákvæmlega það, aðstoð en ekki útvistun. Hægt er að fá aðstoð til þess að byggja grunn sem hjálpar og styður við uppbyggingu jafnlaunakerfisins á sama tíma og hluti af ábyrgðinni liggur hjá þeim sem fer í gegnum ferlið til þess að byggja upp skilning á markmiðum og tilgangi jafnlaunakerfisins, ábyrgðin verður að búa innanhúss. Einar Bjarnason, gæðastjóri hjá Límtré Vírnet, var með erindi skömmu fyrir páska hjá Stjórnvísi þar sem hann talaði um jafnlaunavottunarferlið þeirra. Þau notuðu Justly Pay til þess að byggja upp sitt jafnlaunakerfi. Hann talaði um mikilvægi þess að útvista jafnlaunakerfinu ekki of mikið, að það sé nauðsynlegt að þekkja jafnlaunakerfið – að mynda tengsl, þ.e. vita um hvað þetta snýst og að Justly Pay hafi þess vegna hafi hjálpað með akkúrat réttum hætti. Þau fengu skjöl mættu kröfum jafnlaunastaðalsins og voru tilbúin til aðlögunar, en þurftu ekki að finna upp á orðalagi frá grunni. Það sparar mikinn tíma. Jafnlauna skjölin voru flokkuð eftir köflum og þeim kröfum jafnlaunastaðalsins sem þau uppfylla. Í öðru lagi fengu þau jafnlaunaeyðublaðið, sem snýr að kröfunni um að meðhöndla frábrigði, sem er tilbúið ef einhver skildi hafa eitthvað um jafnlaunakerfið að segja. Þetta tryggir að ábendingar gleymist ekki og að full yfirsýn sé til staðar. Í þriðja lagi eru svo jafnlaunaúttektir, tímasettar og með spurningum sem hjálpa til með að reka og fara í gegnum úttektir sem eru nauðsynlegar til þess að viðhalda jafnlaunavottuninni. Úttektir eru framkvæmdar til þess að sannreyna að við séum raunverulega að vinna eins og skjölin segja. Ef misræmi kemur í ljós, þarf annað hvort að uppfæra skjölin eða þjálfa starfsfólk. Með þessum grunni en sinni aðkomu gerðu þau jafnlaunakerfið að sínu. Þetta er aðstoð sem gerir nægjanlega mikið til þess að koma ykkur vel á veg, akkúrat nógu mikið til þess að auðvelt sé að mynda tengsl við jafnlaunakerfið, sem verður hluti af genamengi ykkar reksturs til frambúðar. Höfundur er sérfræðingur í gæðastjórnunarlausnum hjá Origo. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Upplýsingatækni Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Þegar við byggjum upp nýtt jafnlaunakerfi er mikilvægt að við höfum aðkomu að því, vegna þess að við verðum að þekkja kerfið og geta hlúið að því, til þess að fá og viðhalda jafnlaunavottun. Til þess að fá jafnlaunavottun þurfum við að vera með skjöl sem tilgreina hvernig við ætlum að mæta kröfum jafnlaunastaðalsins ÍST85:2012. En það er ekki nóg að vera með skjöl sem segja að við gerum eitthvað með ákveðnum hætti. Við verðum líka að vinna eftir þessum leiðum og geta sýnt fram á það. Jafnlaunavottun er ekki viðurkenning sem við fáum einu sinni og getum geymt uppi í hillu. Jafnlaunakerfið okkar þarf að vera lifandi. Við verðum að viðhalda jafnlaunavottun, sinna innri úttektum og fá árlegar heimsóknir frá ytri úttektaraðila til þess að staðfesta að jafnlaunakerfið sé virkt. Til þess að jafnlaunakerfið virki þurfum við að þekkja það, við verðum að þekkja stefnurnar og verklagið. Við verðum að vita hvað við segjumst vera að gera, til þess að geta gert hlutina svoleiðis. Þess vegna er tengslamyndum mikilvæg. Hvernig tryggi ég tengslamyndun? Það er mikilvægt að jafnlaunakerfið sé okkar, ef við útvistum jafnlaunamálum algerlega, er hætt við að við þekkjum ekki jafnlaunakerfið, að við færum ábyrgðina yfir á ytri aðila sem þekkir reksturinn okkar ekki eins vel og við sjálf. Það getur verið undarlegt að fá óskir eða beiðnir frá ytri aðila sem gerir kröfu um breytingar á vinnulagi sem við erum vön, sér í lagi ef við þekkjum ástæðuna sem liggur að baki þessum óskum ekki vel. Þess vegna er mikilvægt að tengja við jafnlaunakerfið, að þekkja skjölin og kröfurnar. Að vera með í því að skilja ástæður sem liggja að baki launaákvarðana og hvað það er sem byggir upp jafnlaunakerfið okkar. Þess vegna er mikilvægt að við séum virkir þátttakendur í uppbyggingunni sem tryggir tengslamyndunina. Get ég þá ekki fengið neina aðstoð? Vissulega er hægt að fá aðstoð við að byggja upp jafnlaunakerfi, en það þarf að vera nákvæmlega það, aðstoð en ekki útvistun. Hægt er að fá aðstoð til þess að byggja grunn sem hjálpar og styður við uppbyggingu jafnlaunakerfisins á sama tíma og hluti af ábyrgðinni liggur hjá þeim sem fer í gegnum ferlið til þess að byggja upp skilning á markmiðum og tilgangi jafnlaunakerfisins, ábyrgðin verður að búa innanhúss. Einar Bjarnason, gæðastjóri hjá Límtré Vírnet, var með erindi skömmu fyrir páska hjá Stjórnvísi þar sem hann talaði um jafnlaunavottunarferlið þeirra. Þau notuðu Justly Pay til þess að byggja upp sitt jafnlaunakerfi. Hann talaði um mikilvægi þess að útvista jafnlaunakerfinu ekki of mikið, að það sé nauðsynlegt að þekkja jafnlaunakerfið – að mynda tengsl, þ.e. vita um hvað þetta snýst og að Justly Pay hafi þess vegna hafi hjálpað með akkúrat réttum hætti. Þau fengu skjöl mættu kröfum jafnlaunastaðalsins og voru tilbúin til aðlögunar, en þurftu ekki að finna upp á orðalagi frá grunni. Það sparar mikinn tíma. Jafnlauna skjölin voru flokkuð eftir köflum og þeim kröfum jafnlaunastaðalsins sem þau uppfylla. Í öðru lagi fengu þau jafnlaunaeyðublaðið, sem snýr að kröfunni um að meðhöndla frábrigði, sem er tilbúið ef einhver skildi hafa eitthvað um jafnlaunakerfið að segja. Þetta tryggir að ábendingar gleymist ekki og að full yfirsýn sé til staðar. Í þriðja lagi eru svo jafnlaunaúttektir, tímasettar og með spurningum sem hjálpa til með að reka og fara í gegnum úttektir sem eru nauðsynlegar til þess að viðhalda jafnlaunavottuninni. Úttektir eru framkvæmdar til þess að sannreyna að við séum raunverulega að vinna eins og skjölin segja. Ef misræmi kemur í ljós, þarf annað hvort að uppfæra skjölin eða þjálfa starfsfólk. Með þessum grunni en sinni aðkomu gerðu þau jafnlaunakerfið að sínu. Þetta er aðstoð sem gerir nægjanlega mikið til þess að koma ykkur vel á veg, akkúrat nógu mikið til þess að auðvelt sé að mynda tengsl við jafnlaunakerfið, sem verður hluti af genamengi ykkar reksturs til frambúðar. Höfundur er sérfræðingur í gæðastjórnunarlausnum hjá Origo.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun