Tengslamyndun við nýtt jafnlaunakerfi Hildur Björk Pálsdóttir skrifar 14. júní 2022 15:31 Þegar við byggjum upp nýtt jafnlaunakerfi er mikilvægt að við höfum aðkomu að því, vegna þess að við verðum að þekkja kerfið og geta hlúið að því, til þess að fá og viðhalda jafnlaunavottun. Til þess að fá jafnlaunavottun þurfum við að vera með skjöl sem tilgreina hvernig við ætlum að mæta kröfum jafnlaunastaðalsins ÍST85:2012. En það er ekki nóg að vera með skjöl sem segja að við gerum eitthvað með ákveðnum hætti. Við verðum líka að vinna eftir þessum leiðum og geta sýnt fram á það. Jafnlaunavottun er ekki viðurkenning sem við fáum einu sinni og getum geymt uppi í hillu. Jafnlaunakerfið okkar þarf að vera lifandi. Við verðum að viðhalda jafnlaunavottun, sinna innri úttektum og fá árlegar heimsóknir frá ytri úttektaraðila til þess að staðfesta að jafnlaunakerfið sé virkt. Til þess að jafnlaunakerfið virki þurfum við að þekkja það, við verðum að þekkja stefnurnar og verklagið. Við verðum að vita hvað við segjumst vera að gera, til þess að geta gert hlutina svoleiðis. Þess vegna er tengslamyndum mikilvæg. Hvernig tryggi ég tengslamyndun? Það er mikilvægt að jafnlaunakerfið sé okkar, ef við útvistum jafnlaunamálum algerlega, er hætt við að við þekkjum ekki jafnlaunakerfið, að við færum ábyrgðina yfir á ytri aðila sem þekkir reksturinn okkar ekki eins vel og við sjálf. Það getur verið undarlegt að fá óskir eða beiðnir frá ytri aðila sem gerir kröfu um breytingar á vinnulagi sem við erum vön, sér í lagi ef við þekkjum ástæðuna sem liggur að baki þessum óskum ekki vel. Þess vegna er mikilvægt að tengja við jafnlaunakerfið, að þekkja skjölin og kröfurnar. Að vera með í því að skilja ástæður sem liggja að baki launaákvarðana og hvað það er sem byggir upp jafnlaunakerfið okkar. Þess vegna er mikilvægt að við séum virkir þátttakendur í uppbyggingunni sem tryggir tengslamyndunina. Get ég þá ekki fengið neina aðstoð? Vissulega er hægt að fá aðstoð við að byggja upp jafnlaunakerfi, en það þarf að vera nákvæmlega það, aðstoð en ekki útvistun. Hægt er að fá aðstoð til þess að byggja grunn sem hjálpar og styður við uppbyggingu jafnlaunakerfisins á sama tíma og hluti af ábyrgðinni liggur hjá þeim sem fer í gegnum ferlið til þess að byggja upp skilning á markmiðum og tilgangi jafnlaunakerfisins, ábyrgðin verður að búa innanhúss. Einar Bjarnason, gæðastjóri hjá Límtré Vírnet, var með erindi skömmu fyrir páska hjá Stjórnvísi þar sem hann talaði um jafnlaunavottunarferlið þeirra. Þau notuðu Justly Pay til þess að byggja upp sitt jafnlaunakerfi. Hann talaði um mikilvægi þess að útvista jafnlaunakerfinu ekki of mikið, að það sé nauðsynlegt að þekkja jafnlaunakerfið – að mynda tengsl, þ.e. vita um hvað þetta snýst og að Justly Pay hafi þess vegna hafi hjálpað með akkúrat réttum hætti. Þau fengu skjöl mættu kröfum jafnlaunastaðalsins og voru tilbúin til aðlögunar, en þurftu ekki að finna upp á orðalagi frá grunni. Það sparar mikinn tíma. Jafnlauna skjölin voru flokkuð eftir köflum og þeim kröfum jafnlaunastaðalsins sem þau uppfylla. Í öðru lagi fengu þau jafnlaunaeyðublaðið, sem snýr að kröfunni um að meðhöndla frábrigði, sem er tilbúið ef einhver skildi hafa eitthvað um jafnlaunakerfið að segja. Þetta tryggir að ábendingar gleymist ekki og að full yfirsýn sé til staðar. Í þriðja lagi eru svo jafnlaunaúttektir, tímasettar og með spurningum sem hjálpa til með að reka og fara í gegnum úttektir sem eru nauðsynlegar til þess að viðhalda jafnlaunavottuninni. Úttektir eru framkvæmdar til þess að sannreyna að við séum raunverulega að vinna eins og skjölin segja. Ef misræmi kemur í ljós, þarf annað hvort að uppfæra skjölin eða þjálfa starfsfólk. Með þessum grunni en sinni aðkomu gerðu þau jafnlaunakerfið að sínu. Þetta er aðstoð sem gerir nægjanlega mikið til þess að koma ykkur vel á veg, akkúrat nógu mikið til þess að auðvelt sé að mynda tengsl við jafnlaunakerfið, sem verður hluti af genamengi ykkar reksturs til frambúðar. Höfundur er sérfræðingur í gæðastjórnunarlausnum hjá Origo. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Upplýsingatækni Mest lesið Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Flóttafólk er bara fólk Úlfhildur Ólafsdóttir Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þegar við byggjum upp nýtt jafnlaunakerfi er mikilvægt að við höfum aðkomu að því, vegna þess að við verðum að þekkja kerfið og geta hlúið að því, til þess að fá og viðhalda jafnlaunavottun. Til þess að fá jafnlaunavottun þurfum við að vera með skjöl sem tilgreina hvernig við ætlum að mæta kröfum jafnlaunastaðalsins ÍST85:2012. En það er ekki nóg að vera með skjöl sem segja að við gerum eitthvað með ákveðnum hætti. Við verðum líka að vinna eftir þessum leiðum og geta sýnt fram á það. Jafnlaunavottun er ekki viðurkenning sem við fáum einu sinni og getum geymt uppi í hillu. Jafnlaunakerfið okkar þarf að vera lifandi. Við verðum að viðhalda jafnlaunavottun, sinna innri úttektum og fá árlegar heimsóknir frá ytri úttektaraðila til þess að staðfesta að jafnlaunakerfið sé virkt. Til þess að jafnlaunakerfið virki þurfum við að þekkja það, við verðum að þekkja stefnurnar og verklagið. Við verðum að vita hvað við segjumst vera að gera, til þess að geta gert hlutina svoleiðis. Þess vegna er tengslamyndum mikilvæg. Hvernig tryggi ég tengslamyndun? Það er mikilvægt að jafnlaunakerfið sé okkar, ef við útvistum jafnlaunamálum algerlega, er hætt við að við þekkjum ekki jafnlaunakerfið, að við færum ábyrgðina yfir á ytri aðila sem þekkir reksturinn okkar ekki eins vel og við sjálf. Það getur verið undarlegt að fá óskir eða beiðnir frá ytri aðila sem gerir kröfu um breytingar á vinnulagi sem við erum vön, sér í lagi ef við þekkjum ástæðuna sem liggur að baki þessum óskum ekki vel. Þess vegna er mikilvægt að tengja við jafnlaunakerfið, að þekkja skjölin og kröfurnar. Að vera með í því að skilja ástæður sem liggja að baki launaákvarðana og hvað það er sem byggir upp jafnlaunakerfið okkar. Þess vegna er mikilvægt að við séum virkir þátttakendur í uppbyggingunni sem tryggir tengslamyndunina. Get ég þá ekki fengið neina aðstoð? Vissulega er hægt að fá aðstoð við að byggja upp jafnlaunakerfi, en það þarf að vera nákvæmlega það, aðstoð en ekki útvistun. Hægt er að fá aðstoð til þess að byggja grunn sem hjálpar og styður við uppbyggingu jafnlaunakerfisins á sama tíma og hluti af ábyrgðinni liggur hjá þeim sem fer í gegnum ferlið til þess að byggja upp skilning á markmiðum og tilgangi jafnlaunakerfisins, ábyrgðin verður að búa innanhúss. Einar Bjarnason, gæðastjóri hjá Límtré Vírnet, var með erindi skömmu fyrir páska hjá Stjórnvísi þar sem hann talaði um jafnlaunavottunarferlið þeirra. Þau notuðu Justly Pay til þess að byggja upp sitt jafnlaunakerfi. Hann talaði um mikilvægi þess að útvista jafnlaunakerfinu ekki of mikið, að það sé nauðsynlegt að þekkja jafnlaunakerfið – að mynda tengsl, þ.e. vita um hvað þetta snýst og að Justly Pay hafi þess vegna hafi hjálpað með akkúrat réttum hætti. Þau fengu skjöl mættu kröfum jafnlaunastaðalsins og voru tilbúin til aðlögunar, en þurftu ekki að finna upp á orðalagi frá grunni. Það sparar mikinn tíma. Jafnlauna skjölin voru flokkuð eftir köflum og þeim kröfum jafnlaunastaðalsins sem þau uppfylla. Í öðru lagi fengu þau jafnlaunaeyðublaðið, sem snýr að kröfunni um að meðhöndla frábrigði, sem er tilbúið ef einhver skildi hafa eitthvað um jafnlaunakerfið að segja. Þetta tryggir að ábendingar gleymist ekki og að full yfirsýn sé til staðar. Í þriðja lagi eru svo jafnlaunaúttektir, tímasettar og með spurningum sem hjálpa til með að reka og fara í gegnum úttektir sem eru nauðsynlegar til þess að viðhalda jafnlaunavottuninni. Úttektir eru framkvæmdar til þess að sannreyna að við séum raunverulega að vinna eins og skjölin segja. Ef misræmi kemur í ljós, þarf annað hvort að uppfæra skjölin eða þjálfa starfsfólk. Með þessum grunni en sinni aðkomu gerðu þau jafnlaunakerfið að sínu. Þetta er aðstoð sem gerir nægjanlega mikið til þess að koma ykkur vel á veg, akkúrat nógu mikið til þess að auðvelt sé að mynda tengsl við jafnlaunakerfið, sem verður hluti af genamengi ykkar reksturs til frambúðar. Höfundur er sérfræðingur í gæðastjórnunarlausnum hjá Origo.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar