Navalní skyndilega færður í annað hámarksöryggisfangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 14. júní 2022 22:23 Navalní í fjarfundarbúnaði í réttarsal í Moskvu í maí. AP/Alexander Zemlianitsjenkó Rússnesk yfirvöld færðu Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, skyndilega úr fangelsinu þar sem hann hefur verið vistaður í hámarksöryggisfanganýlendu enn fjær Moskvu. Navalní afplánar nú ellefu og hálfs árs fangelsisdóm sem hann hlaut. Þegar lögmenn hans mættu í fangelsið í Pokrov þar sem honum hefur verið haldið til þessa var þeim sagt að enginn fangi með því nafni væri þar. „Hvar Alexei er nú og í hvaða fanganýlendu honum er haldið vitum við ekki,“ sagði Leonid Volkov, starfsmannastjóri Navalní, í skilaboðum á samfélagsmiðlinum Telegram. Reuters-fréttastofan segir að síðar hafi samtök sem gæta réttinda fanga veitt þær upplýsingar að Navalní hefði verið færður í aðra fanganýlendu í Melekhovo nærri Vladímír, um 250 kílómetra austur af Moskvu. Dómstóll dæmdi Navalní í níu ára fangelsi fyrir fjársvik og vanvirðingu við réttinn í mars. Hann segir ásakanirnar uppspuna og átyllu fyrir stjórnvöld til að læsa hann á bak við lás og slá eins lengi og hægt er. Áður hafði hann verið dæmdur til að afplána tveggja og hálfs árs dóm fyrir að brjóta skilorð. Það gerði hann með því að láta rússnesk yfirvöld ekki vita af sér á meðan hann lá í dái eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitri árið 2020. Navalní hefur sakað Vladímír Pútín forseta um að skipa fyrir um tilræðið. Þá hafa stjórnvöld í Kreml gengið á milli bols og höfuðs á stjórnmálasamtökum Navalní. Létu þau lýsa samtök hans gegn spillingu ólögleg öfgasamtök. Sá úrskurður leiddi til þess að fyrrverandi starfsmenn samtakanna gátu ekki boðið sig fram í kosningum. Margir bandamenn hans hafa séð sér þann kost vænstan að flýja land. Navalní sagði á dögunum að hann hefði verið ákærður enn eina ferðina, nú fyrir að stofna öfgasamtök og hvetja til haturs á stjórnvöldum. Hann gæti því átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsisdóm til viðbótar. Mál Alexei Navalní Rússland Tengdar fréttir Fangelsisvistin lengd um níu ár og Navalní færður í hámarksöryggisfangelsi Alexei Navalní, pólitískur andstæðingur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, hefur verið dæmdur í níu ára fangelsi og verður færður í hámarksöryggisfangelsi. Hann var í morgun dæmdur sekur um stórfellt fjármálamisferli í tengslum við samtök hans gegn spillingu í Rússlandi sem yfirvöld hafa skilgreint sem öfgasamtök. 22. mars 2022 13:10 Navalní fundinn sekur um fjármálamisferli Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní, einn helsti gagnrýnandi Vladimírs Pútín Rússlandsforseta, var í morgun fundinn sekur um stórfellt fjármálamisferli. 22. mars 2022 08:00 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Sjá meira
Navalní afplánar nú ellefu og hálfs árs fangelsisdóm sem hann hlaut. Þegar lögmenn hans mættu í fangelsið í Pokrov þar sem honum hefur verið haldið til þessa var þeim sagt að enginn fangi með því nafni væri þar. „Hvar Alexei er nú og í hvaða fanganýlendu honum er haldið vitum við ekki,“ sagði Leonid Volkov, starfsmannastjóri Navalní, í skilaboðum á samfélagsmiðlinum Telegram. Reuters-fréttastofan segir að síðar hafi samtök sem gæta réttinda fanga veitt þær upplýsingar að Navalní hefði verið færður í aðra fanganýlendu í Melekhovo nærri Vladímír, um 250 kílómetra austur af Moskvu. Dómstóll dæmdi Navalní í níu ára fangelsi fyrir fjársvik og vanvirðingu við réttinn í mars. Hann segir ásakanirnar uppspuna og átyllu fyrir stjórnvöld til að læsa hann á bak við lás og slá eins lengi og hægt er. Áður hafði hann verið dæmdur til að afplána tveggja og hálfs árs dóm fyrir að brjóta skilorð. Það gerði hann með því að láta rússnesk yfirvöld ekki vita af sér á meðan hann lá í dái eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitri árið 2020. Navalní hefur sakað Vladímír Pútín forseta um að skipa fyrir um tilræðið. Þá hafa stjórnvöld í Kreml gengið á milli bols og höfuðs á stjórnmálasamtökum Navalní. Létu þau lýsa samtök hans gegn spillingu ólögleg öfgasamtök. Sá úrskurður leiddi til þess að fyrrverandi starfsmenn samtakanna gátu ekki boðið sig fram í kosningum. Margir bandamenn hans hafa séð sér þann kost vænstan að flýja land. Navalní sagði á dögunum að hann hefði verið ákærður enn eina ferðina, nú fyrir að stofna öfgasamtök og hvetja til haturs á stjórnvöldum. Hann gæti því átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsisdóm til viðbótar.
Mál Alexei Navalní Rússland Tengdar fréttir Fangelsisvistin lengd um níu ár og Navalní færður í hámarksöryggisfangelsi Alexei Navalní, pólitískur andstæðingur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, hefur verið dæmdur í níu ára fangelsi og verður færður í hámarksöryggisfangelsi. Hann var í morgun dæmdur sekur um stórfellt fjármálamisferli í tengslum við samtök hans gegn spillingu í Rússlandi sem yfirvöld hafa skilgreint sem öfgasamtök. 22. mars 2022 13:10 Navalní fundinn sekur um fjármálamisferli Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní, einn helsti gagnrýnandi Vladimírs Pútín Rússlandsforseta, var í morgun fundinn sekur um stórfellt fjármálamisferli. 22. mars 2022 08:00 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Sjá meira
Fangelsisvistin lengd um níu ár og Navalní færður í hámarksöryggisfangelsi Alexei Navalní, pólitískur andstæðingur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, hefur verið dæmdur í níu ára fangelsi og verður færður í hámarksöryggisfangelsi. Hann var í morgun dæmdur sekur um stórfellt fjármálamisferli í tengslum við samtök hans gegn spillingu í Rússlandi sem yfirvöld hafa skilgreint sem öfgasamtök. 22. mars 2022 13:10
Navalní fundinn sekur um fjármálamisferli Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní, einn helsti gagnrýnandi Vladimírs Pútín Rússlandsforseta, var í morgun fundinn sekur um stórfellt fjármálamisferli. 22. mars 2022 08:00