Ræddu meiðsli Elínar: Gott að það var högg Valur Páll Eiríksson skrifar 15. júní 2022 12:30 Elín Metta í leik með Val á síðustu leiktíð Vísir/Vilhelm Landsliðsframherjinn Elín Metta Jensen þurfti að fara meidd af velli eftir um klukkustundarleik er lið hennar, Valur, vann Selfoss 1-0 í Bestu deild kvenna í gær. Rætt var um atvikið í Bestu mörkunum. „Við höfum áhyggjur af þessu því Elín Metta lá þarna lengi. Hún lendir í samstuði, reynir að halda áfram, en þetta lítur ekki vel út, sagði þáttastjórnandinn Helena Ólafsdóttir. Margrét Lára Viðarsdóttir sagði þetta hins vegar ef til vill ekki mjög alvarlegt. Jákvætt væri að um högg var að ræða, en ekki meiðsli án snertingar. „Það sem hræðir mig minna við að sjá þetta, er að þetta er högg. Mar, maður er aumur, það var tilfinningin. Mér finnst alltaf óhugnalegra þegar enginn er nálægt og það er engin snerting,“ sagði Margrét Lára og bætti við: „Mér finnst það líka sárt, fyrir hönd Elínar Mettu, af því að mér fannst hún öflug frá upphafi í þessum leik, maður sá að það var eldmóður í henni,“ Sonný Lára Þráinsdóttir tók undir það og segir synd að Elín missi mögulega af síðasta leik Vals áður en landsliðið kemur saman. „Hún var spræk og maður væri alveg til í að sjá hana spila þessa leiki sem eftir eru þangað til að EM-hópurinn kemur saman. En vonandi er þetta bara lítið og Ásta [Árnadóttir, sjúkraþjálfari Vals og landsliðsins] ýtir smá í hana, smá olnboga,“ Klippa: Bestu mörkin: Elín Metta meiðist Helena velti þá upp hvort leikmenn séu stressaðir og beri sig öðruvísi til að forðast meiðsli í aðdraganda mótsins. „Auðvitað pæla þær í því. En það er rosa hættulegt að fara inn í leiki með það í hausnum og þora ekki að fara á fullu í tæklingar eða návígi, því þá ertu að fara að meiðast,“ sagði Sonný Lára en Margrét Lára sagði þá leikmenn sem eru í landsliðinu vera nógu miklir fagmenn til að slíkar hugsanir kæmust ekki að. „Ég held að þegar þú ert komin inn í leik, þá gleymist allt einhvern veginn. Við höfum allar fundið fyrir því að vera með allar heimsins á herðum sér en þegar maður mætir inn í leik eða æfingar man maður ekki neitt hvað maður var að glíma við korteri áður. Þessar stelpur eru ótrúlega miklir fagmenn og mæta í alla leiki til að standa sig vel.“ Umræðuna um meiðsli Elínar Mettu má sjá í spilaranum að ofan. Síðasta umferð Bestu deildar kvenna fyrir rúmlega mánaðar hlé vegna EM á Englandi er um helgina. Breiðablik sækir Þór/KA heim á Akureyri á laugardag og fimm leikir fara fram á sunnudag. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Bestu mörkin Besta deild kvenna Valur Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
„Við höfum áhyggjur af þessu því Elín Metta lá þarna lengi. Hún lendir í samstuði, reynir að halda áfram, en þetta lítur ekki vel út, sagði þáttastjórnandinn Helena Ólafsdóttir. Margrét Lára Viðarsdóttir sagði þetta hins vegar ef til vill ekki mjög alvarlegt. Jákvætt væri að um högg var að ræða, en ekki meiðsli án snertingar. „Það sem hræðir mig minna við að sjá þetta, er að þetta er högg. Mar, maður er aumur, það var tilfinningin. Mér finnst alltaf óhugnalegra þegar enginn er nálægt og það er engin snerting,“ sagði Margrét Lára og bætti við: „Mér finnst það líka sárt, fyrir hönd Elínar Mettu, af því að mér fannst hún öflug frá upphafi í þessum leik, maður sá að það var eldmóður í henni,“ Sonný Lára Þráinsdóttir tók undir það og segir synd að Elín missi mögulega af síðasta leik Vals áður en landsliðið kemur saman. „Hún var spræk og maður væri alveg til í að sjá hana spila þessa leiki sem eftir eru þangað til að EM-hópurinn kemur saman. En vonandi er þetta bara lítið og Ásta [Árnadóttir, sjúkraþjálfari Vals og landsliðsins] ýtir smá í hana, smá olnboga,“ Klippa: Bestu mörkin: Elín Metta meiðist Helena velti þá upp hvort leikmenn séu stressaðir og beri sig öðruvísi til að forðast meiðsli í aðdraganda mótsins. „Auðvitað pæla þær í því. En það er rosa hættulegt að fara inn í leiki með það í hausnum og þora ekki að fara á fullu í tæklingar eða návígi, því þá ertu að fara að meiðast,“ sagði Sonný Lára en Margrét Lára sagði þá leikmenn sem eru í landsliðinu vera nógu miklir fagmenn til að slíkar hugsanir kæmust ekki að. „Ég held að þegar þú ert komin inn í leik, þá gleymist allt einhvern veginn. Við höfum allar fundið fyrir því að vera með allar heimsins á herðum sér en þegar maður mætir inn í leik eða æfingar man maður ekki neitt hvað maður var að glíma við korteri áður. Þessar stelpur eru ótrúlega miklir fagmenn og mæta í alla leiki til að standa sig vel.“ Umræðuna um meiðsli Elínar Mettu má sjá í spilaranum að ofan. Síðasta umferð Bestu deildar kvenna fyrir rúmlega mánaðar hlé vegna EM á Englandi er um helgina. Breiðablik sækir Þór/KA heim á Akureyri á laugardag og fimm leikir fara fram á sunnudag. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Bestu mörkin Besta deild kvenna Valur Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn