Kvennasáttmáli Sameinuðu þjóðanna og erlendar konur á Íslandi Margrét Steinarsdóttir skrifar 16. júní 2022 11:02 Kvenréttindafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Öfgar, UN Women á Íslandi og Öryrkjabandalag Íslands hafa skilað inn sameiginlegri skuggaskýrslu til nefndar sem starfar á grundvelli samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum (Kvennasáttmálans). Nefndin undirbýr nú fund þar sem fulltrúar íslenska ríkisins munu sitja fyrir svörum um framkvæmd Kvennasáttmálans. Í skuggaskýrslunni kemur meðal annars fram að á árinu 2018 birtist yfirlýsing kvenna af erlendum uppruna á Íslandi þar sem voru frásagnir af ofbeldi, áreitni og misrétti. Þar var sagt frá fordómum, mismunun, kerfisbundinni niðurlægingu, einangrun, stjórnun og grófu ofbeldi og misnotkun. Fannst konunum þær vera einangraðar og yfirgefnar. Fóru þær fram á að vera hafðar með í ráðum við gerð og framkvæmd áætlana gegn kynbundnu ofbeldi og mismunun, og hvers kyns áreitni og misnotkun. Töldu þær áætlanirnar eiga að innihalda sértækar aðgerðir til að bæta stöðu innflytjendakvenna. Í skuggaskýrslunni er einnig bent á að fáar rannsóknir hafa verið gerðar til að varpa ljósi á stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Vísað er til skýrslu félagsmálaráðuneytisins frá 2019 sem sýnir að innflytjendakonum er oft ekki kunnugt um úrræði sem þeim standa til boða, til dæmis ef þær hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Þar kemur einnig fram að tölulegar upplýsingar frá lögreglunni og aðilum sem koma að vinnu með þolendum ofbeldis sýna hærra hlutfall meðal kvenna af erlendum uppruna og að staða þeirra sé oft viðkvæm vegna skorts á tengslaneti. Áhersla er lögð á mikilvægi þess að draga fram og lýsa duldum valdaaðstæðum sem endurframleiða ákveðin gildi og norm sem stuðlað geta að kynbundnu ofbeldi á vinnustöðum og innan veggja heimilisins. Þá bendir skuggaskýrslan á að æ fleiri konur af erlendum uppruna leita til Kvennaathvarfins eftir hjálp og þær sem koma í dvöl dvelja þar lengur en innlendar konur. Á árinu 2020 voru 64% þeirra kvenna sem dvöldu í Kvennaathvarfinu af erlendum uppruna en voru 32% á árinu 2014. Þennnan mismun má meðal annars rekja til skorts á tengslaneti og fjölskyldu hér á landi. Engar rannsóknir hafa verið gerðar varðandi mansal gegn konum á íslenskum vinnumarkaði og kynlífsiðnaði. Í áhættumati ríkislögreglustjóra frá 2019 um skipulagða brotastarfsemi á Íslandi, kemur fram að frá árinu 2015 og fram í mars 2019, hafi lögreglan rannsakað 35 mál tengd mansali á vinnumarkaði og að hugsanleg fórnarlömb mansals tengd málunum hafi verið 48, en tölurnar voru ekki kyngreindar. Viðbragðsteymi Bjarkarhlíðar vegna mansals, sem starfar á grundvelli samnings við félagsmálaráðuneytið, sendi frá sér skýrslu sumarið 2021 vegna fyrsta starfsárs síns. Þar kom fram að 15 mál hafi komið inn á borð teymisins, 9 vegna vinnumansals (1 bæði vegna vinnumansals og mansals í kynlífsiðnaði), 4 vegna mansals í kynlífsiðnaði og 2 vegna smygls á fólki. Voru 9 þeirra einstaklinga sem komu við sögu konur og 6 karlar. Í ljósi þess er að framan er rakið lögðu höfundar skuggaskýrslunnar til að stjórnvöld hlutist til um rannsóknir á ofbeldi gegn konum af erlendum uppruna á Íslandi og stöðu þeirra og öryggis á vinnumarkaði. Enn fremur voru stjórnvöld hvött til að bæta aðgengi innflytjendakvenna að upplýsingum um réttindi þeirra og hvar megi leita aðstoðar. Þá var einnig lagt til að stjórnvöld tryggi að allar aðgerðaáætlanir gegn heimilis- og kynferðisofbeldi í framtíðinni, taki mið af viðkvæmri stöðu og innflytjendakvenna og fjárhagslegan stuðning til kvennathvarfa og annarra aðila sem aðstoða þær, jafnt á landsbyggðinni sem á höfuðborgarsvæðinu. Loks voru stjórnvöld hvött til að gera rannsóknir á stöðu innflytjendakvenna á vinnumarkaði og umfangi mansals á Íslandi. Höfundur er framkvæmdastýra Mannréttindaskrifstofu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Kvenréttindafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Öfgar, UN Women á Íslandi og Öryrkjabandalag Íslands hafa skilað inn sameiginlegri skuggaskýrslu til nefndar sem starfar á grundvelli samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum (Kvennasáttmálans). Nefndin undirbýr nú fund þar sem fulltrúar íslenska ríkisins munu sitja fyrir svörum um framkvæmd Kvennasáttmálans. Í skuggaskýrslunni kemur meðal annars fram að á árinu 2018 birtist yfirlýsing kvenna af erlendum uppruna á Íslandi þar sem voru frásagnir af ofbeldi, áreitni og misrétti. Þar var sagt frá fordómum, mismunun, kerfisbundinni niðurlægingu, einangrun, stjórnun og grófu ofbeldi og misnotkun. Fannst konunum þær vera einangraðar og yfirgefnar. Fóru þær fram á að vera hafðar með í ráðum við gerð og framkvæmd áætlana gegn kynbundnu ofbeldi og mismunun, og hvers kyns áreitni og misnotkun. Töldu þær áætlanirnar eiga að innihalda sértækar aðgerðir til að bæta stöðu innflytjendakvenna. Í skuggaskýrslunni er einnig bent á að fáar rannsóknir hafa verið gerðar til að varpa ljósi á stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Vísað er til skýrslu félagsmálaráðuneytisins frá 2019 sem sýnir að innflytjendakonum er oft ekki kunnugt um úrræði sem þeim standa til boða, til dæmis ef þær hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Þar kemur einnig fram að tölulegar upplýsingar frá lögreglunni og aðilum sem koma að vinnu með þolendum ofbeldis sýna hærra hlutfall meðal kvenna af erlendum uppruna og að staða þeirra sé oft viðkvæm vegna skorts á tengslaneti. Áhersla er lögð á mikilvægi þess að draga fram og lýsa duldum valdaaðstæðum sem endurframleiða ákveðin gildi og norm sem stuðlað geta að kynbundnu ofbeldi á vinnustöðum og innan veggja heimilisins. Þá bendir skuggaskýrslan á að æ fleiri konur af erlendum uppruna leita til Kvennaathvarfins eftir hjálp og þær sem koma í dvöl dvelja þar lengur en innlendar konur. Á árinu 2020 voru 64% þeirra kvenna sem dvöldu í Kvennaathvarfinu af erlendum uppruna en voru 32% á árinu 2014. Þennnan mismun má meðal annars rekja til skorts á tengslaneti og fjölskyldu hér á landi. Engar rannsóknir hafa verið gerðar varðandi mansal gegn konum á íslenskum vinnumarkaði og kynlífsiðnaði. Í áhættumati ríkislögreglustjóra frá 2019 um skipulagða brotastarfsemi á Íslandi, kemur fram að frá árinu 2015 og fram í mars 2019, hafi lögreglan rannsakað 35 mál tengd mansali á vinnumarkaði og að hugsanleg fórnarlömb mansals tengd málunum hafi verið 48, en tölurnar voru ekki kyngreindar. Viðbragðsteymi Bjarkarhlíðar vegna mansals, sem starfar á grundvelli samnings við félagsmálaráðuneytið, sendi frá sér skýrslu sumarið 2021 vegna fyrsta starfsárs síns. Þar kom fram að 15 mál hafi komið inn á borð teymisins, 9 vegna vinnumansals (1 bæði vegna vinnumansals og mansals í kynlífsiðnaði), 4 vegna mansals í kynlífsiðnaði og 2 vegna smygls á fólki. Voru 9 þeirra einstaklinga sem komu við sögu konur og 6 karlar. Í ljósi þess er að framan er rakið lögðu höfundar skuggaskýrslunnar til að stjórnvöld hlutist til um rannsóknir á ofbeldi gegn konum af erlendum uppruna á Íslandi og stöðu þeirra og öryggis á vinnumarkaði. Enn fremur voru stjórnvöld hvött til að bæta aðgengi innflytjendakvenna að upplýsingum um réttindi þeirra og hvar megi leita aðstoðar. Þá var einnig lagt til að stjórnvöld tryggi að allar aðgerðaáætlanir gegn heimilis- og kynferðisofbeldi í framtíðinni, taki mið af viðkvæmri stöðu og innflytjendakvenna og fjárhagslegan stuðning til kvennathvarfa og annarra aðila sem aðstoða þær, jafnt á landsbyggðinni sem á höfuðborgarsvæðinu. Loks voru stjórnvöld hvött til að gera rannsóknir á stöðu innflytjendakvenna á vinnumarkaði og umfangi mansals á Íslandi. Höfundur er framkvæmdastýra Mannréttindaskrifstofu Íslands.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun