Skar mann á fæti með brotinni flösku Eiður Þór Árnason skrifar 19. júní 2022 07:57 Fjölbreytt verkefni komu inn á borð lögreglu í gærkvöldi og nótt. Vísir/Kolbeinn Tumi Maður réðst á dyravörð í miðborg Reykjavíkur á þriðja tímanum í nótt og skar hann á fæti með brotinni flösku, að sögn lögreglu. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins. Einnig var tilkynnt um aðra líkamsárás á veitingahúsi í miðborginni þar sem ölvaður maður er sagður hafa kastað glasi upp í loftið með þeim afleiðingum að annar maður fékk það í höfuðið og hlaut minniháttar áverka á eyra. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en 115 mál voru skráð í hana frá klukkan 17 í gærkvöldi fram til 5 í morgun. Fjórir voru vistaðir í fangageymslu og voru þrjár tilkynningar um minniháttar líkamsárásir í miðborginni. Nokkuð var um tilkynningar vegna hávaða þar sem fólk fagnaði útskriftum. Sagður hafa brotið rúðu á stigagangi Lögreglu var tilkynnt um reiðhjólaslys í miðborginni í gærkvöldi þar sem maður datt af hjóli og slasaðist á mjöðm og víðar. Sá var fluttur með sjúkrabíl á bráðadeild til aðhlynningar en að sögn lögreglu upplifði hann miklar höfuðkvalir og sjóntruflanir. Hann er sagður hafa verið hjálmlaus. Maður í annarlegu ástandi var handtekinn á stigagangi íbúðarhúsnæðis í Múlum í Reykjavík. Maðurinn er sagður hafa verið á nærbuxum og sokkum einum klæða en hann er talinn hafa brotið rúðu og mögulega skemmt barnareiðhjól og fleira. Maðurinn var vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu. Lögregla handtók ölvaðan mann á veitingahúsi í miðbæ Hafnarfjarðar á öðrum tímanum í nótt en sá er sagður hafa ráðist á annan og rifið skyrtubol hans. Að sögn lögreglu var maðurinn í höndum dyravarða þegar hún kom á staðinn en maðurinn vildi ekki segja lögreglu hvar hann væri búsettur. Var hann því vistaður í fangageymslu lögreglu sökum ástands. Reiddi barnið ölvaður á vespu í vanþökk móður Tilkynnt var um mann í Grafarvogi um þrjú í nótt sem var sagður ýta kerru á undan sér með grilli og reyna að opna bifreiðar í hverfinu. Maðurinn var farinn þegar lögregla kom á vettvang og hafði skilið eftir kerruna með grillinu. Afskipti voru höfð af ökumanni vespu í miðborg Reykjavíkur þar sem hann hafði ekið með fimm ára barn á hjólinu. Að sögn lögreglu hafði móðir barnsins ekki gefið leyfi fyrir þessu og var barnið ekki með neinn öryggisbúnað. Hinn 55 ára ökumaður var handtekinn grunaður um ölvun við akstur og var látinn laus að lokinni sýnatöku. Höfðu afskipti af ökumönnum á nagladekkjum Lögreglu var tilkynnt um að maður hafi stolið rafmagnshlaupahjóli í Múlum. Tilkynnandi sagði þann grunaða hafa verið á hlaupahjóli og haldið á öðru. Tilkynnandi náði að hlaupa á eftir manninum og kom að þar sem hinn grunaði rétti öðrum manni hjólið. Sá sagði vin sinn eiga hjólið og hljóp á brott en sá sem tilkynnti málið segir það ekki vera rétt. Einnig var þó nokkuð um að lögregla hafði afskipti af ökumönnum grunuðum um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Þá skipti lögregla sér af tveimur ökumönnum sem óku um á nagladekkjum. Lögreglumál Reykjavík Hafnarfjörður Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
Einnig var tilkynnt um aðra líkamsárás á veitingahúsi í miðborginni þar sem ölvaður maður er sagður hafa kastað glasi upp í loftið með þeim afleiðingum að annar maður fékk það í höfuðið og hlaut minniháttar áverka á eyra. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en 115 mál voru skráð í hana frá klukkan 17 í gærkvöldi fram til 5 í morgun. Fjórir voru vistaðir í fangageymslu og voru þrjár tilkynningar um minniháttar líkamsárásir í miðborginni. Nokkuð var um tilkynningar vegna hávaða þar sem fólk fagnaði útskriftum. Sagður hafa brotið rúðu á stigagangi Lögreglu var tilkynnt um reiðhjólaslys í miðborginni í gærkvöldi þar sem maður datt af hjóli og slasaðist á mjöðm og víðar. Sá var fluttur með sjúkrabíl á bráðadeild til aðhlynningar en að sögn lögreglu upplifði hann miklar höfuðkvalir og sjóntruflanir. Hann er sagður hafa verið hjálmlaus. Maður í annarlegu ástandi var handtekinn á stigagangi íbúðarhúsnæðis í Múlum í Reykjavík. Maðurinn er sagður hafa verið á nærbuxum og sokkum einum klæða en hann er talinn hafa brotið rúðu og mögulega skemmt barnareiðhjól og fleira. Maðurinn var vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu. Lögregla handtók ölvaðan mann á veitingahúsi í miðbæ Hafnarfjarðar á öðrum tímanum í nótt en sá er sagður hafa ráðist á annan og rifið skyrtubol hans. Að sögn lögreglu var maðurinn í höndum dyravarða þegar hún kom á staðinn en maðurinn vildi ekki segja lögreglu hvar hann væri búsettur. Var hann því vistaður í fangageymslu lögreglu sökum ástands. Reiddi barnið ölvaður á vespu í vanþökk móður Tilkynnt var um mann í Grafarvogi um þrjú í nótt sem var sagður ýta kerru á undan sér með grilli og reyna að opna bifreiðar í hverfinu. Maðurinn var farinn þegar lögregla kom á vettvang og hafði skilið eftir kerruna með grillinu. Afskipti voru höfð af ökumanni vespu í miðborg Reykjavíkur þar sem hann hafði ekið með fimm ára barn á hjólinu. Að sögn lögreglu hafði móðir barnsins ekki gefið leyfi fyrir þessu og var barnið ekki með neinn öryggisbúnað. Hinn 55 ára ökumaður var handtekinn grunaður um ölvun við akstur og var látinn laus að lokinni sýnatöku. Höfðu afskipti af ökumönnum á nagladekkjum Lögreglu var tilkynnt um að maður hafi stolið rafmagnshlaupahjóli í Múlum. Tilkynnandi sagði þann grunaða hafa verið á hlaupahjóli og haldið á öðru. Tilkynnandi náði að hlaupa á eftir manninum og kom að þar sem hinn grunaði rétti öðrum manni hjólið. Sá sagði vin sinn eiga hjólið og hljóp á brott en sá sem tilkynnti málið segir það ekki vera rétt. Einnig var þó nokkuð um að lögregla hafði afskipti af ökumönnum grunuðum um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Þá skipti lögregla sér af tveimur ökumönnum sem óku um á nagladekkjum.
Lögreglumál Reykjavík Hafnarfjörður Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira